Lífið

Átta ára dóttir Steve Irwin með sinn eigin sjónvarpsþátt

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Snemma beygist krókurinn. Bindi Irwin dóttir Steve Irwins, krókódílaveiðarans heitna, er að byrja með sinn eigin sjónvarpsþátt. Þátturinn heitir ,,Bindi: The Jungle Girl" og verður frumsýndur 9. júní á Discovery Kids sjónvarpsstöðinni.

,,Ég er stolt af því að geta sýnt krökkum að náttúvernd og verndun villtra dýra er rosa skemmtileg" sagði hin átta ára Bindi á kynningarfundi fyrir þáttinn.

Í þættinum verða líka atriði með Steve Irwin sem höfðu ekki verið birt þegar hann lést í fyrra við tökur á sjónvarpsþætti sínum þegar stingskata stakk hann í hjartað.

Terri Irwin, ekkja Steve, sagði að eiginmaður sinni hefði verið mjög stoltur af dótturinni. ,,Ég held hann hefði sagt ,,Geðveikt maður, ég get ekki beðið eftir Bindi að taka við af mér"" sagði Terri.

Foreldrarnir ætluðu sér alltaf að Bindi tæki við fjölskylduveldinu, sem innifelur meðal annars sjónvarpsþætti og dýragarð í Queensland í Ástralíu.

,,Bindi hefur verið með okkur í tökum frá því hún klaktist út" sagði Terri, ,,Það var eðlileg þróun að hún færi að gera sína eigin þætti, og pabbi hennar hjálpaði líka til við fyrstu sjö þættina." ,,Það veitti honum mikla gleði að fylgjast með Bindi kynna dýrin sem hann hafði unnið með í öll þessi ár."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.