Lífið

Tekinn fyrir ölvunakstur á hjólastól

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Tryllitæki
Tryllitæki

Lögreglu brá í brún þegar hún stöðvaði mann á hjólastól fyrir það að keyra á miðjum vegi í borginni Schwerin í Þýskalandi í gær. Maðurinn var með meira en tífalt leyfilegt magn áfengis í blóðinu.

,,Þetta er lífshættulegt magn áfengis" sagði lögreglumaður þegar hann sá niðurstöðu áfengisprófsins.

Maðurinn, sem er um þrítugt, sagði lögreglu að hann fengið sér í glas með vinum sínum um 2 kílómetra frá heimili sínu og ákveðið að rúlla sér sjálfur heim.

Lögreglan hugleiðir nú fyrir hvað er hægt að ákæra manninn. Fullvíst sé þó að honum verði refsað, en þar sem hann er tæknilega séð gangandi vegfarandi verði það ekki fyrir umferðalagabrot.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.