Lífið

Nakinn Kani veldur usla í Nürnberg

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Berir rassar eru leyfilegir í almenningsgörðum í Þýskalandi.
Berir rassar eru leyfilegir í almenningsgörðum í Þýskalandi. MYND/Michel Porro

Hann hefði átt að lesa ferðahandbókina sína betur, nakti bandaríski ferðamaðurinn sem að lögregla stöðvaði á vappi miðborg í Nürnberg á þriðjudag.

,,Það er búið að vera óvenjulega heitt, en þetta er samt full mikið af hinu góða" sagði talsmaður lögreglunnar. ,,Maðurinn sagðist hafa haldið að nekt væri viðurkennd og eðlileg undir öllum kringumstæðum í Þýskalandi"

Sólböð á fata eru leyfileg í almenningsgörðum í Þýskalandi.

Maðurinn sem er rúmlega fertugur gekk um með fötin sín í poka þegar lögregla stöðvaði hann eftir kvartanir vegfarenda. Hann hvorki undir áhrifum áfengis eða lyfja, að sögn lögreglu.

Lögregla skikkaði manninn í föt, og sektaði hann um rúmar fimmtán þúsund krónur fyrir ósæmilega hegðun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.