Lífið

Eiturlyf fyrir skólabörn

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Dularfullur, illa þefjandi pakki barst grunnskólanum í Kent í New York fylki á fimmtudag. Pakkinn var stílaður á Joan Pinserton, en það er misritun á nafni skólastjórans - Pinkerton.

 

Pakkinn vakti grunsemdir skólastjórans, ekki síst fyrir gríðarlegan fnyk sem að frá honum lagði. Hún færði pakkann því út í rútuskýli skólans og kallaði því til lögreglu, sem sendi umsvifalaust sveit sprengjusérfræðinga á vettvang.

Eftir gegnumlýsingu var afráðið að opna pakkann, sem reyndist innihalda sex kíló af maríjúana.

Lögreglan í Kent hafði samband við lögreglu í Kaliforníu, þaðan sem pakkinn var upprunninn, sem rakti heimilisfang sendanda til tómrar lóðar í iðnaðarhverfi.

Málið er í rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.