Lífið

Sprengjuvargur ræðst gegn ferðaklósettum

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar
Varist sprengingar.
Varist sprengingar. MYND/Thos Robinson

Fimmtugur maður var dæmdur í fimm ára fangelsi í Connecticut-fylki á miðvikudag fyrir að sprengja ferðaklósett í loft upp.

Bruce forest var ákærður fyrir fjölda klósettsprenginga á árunum 2005 og 2006 en viðurkenndi aðeins eina þeirra, í Weston í Connecticut í febrúar 2006.

Enginn slasaðist í sprengingunum.

Lögfræðingur og eiginkona Forests sögðu þetta vera afar óvenjulega hegðun fyrir hann. Hann hefði verið háður verkjalyfjum eftir höfuðhögg sem hann fékk fyrir tíu árum, en þegar hann fékk annað lyf til að venja sig af þeim hófust geðsýkisköst af þessu tagi.

Saksóknarar sögðu að Weston hefði sprengt fjölda ferðaklósetta í Weston árunum 2005 til 2006. Þá hefði hann verið viðriðinn sprengingar í skóla í Norwalk og yfirgefinni bensínstöð í Weston.

Sprengingin í Norwalk varð á fjölförnum stað um miðjan dag, en flest voru klósettin sprengd á afskekktum stöðum í skjóli nætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.