Lífið

Vodkaframleiðandi styrkir afmælisveislu Lindsay Lohan

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Skemmtistaðir og áfengisframleiðendur berjast nú um að fá að sjá um afmælisveislu Lindsey Lohan sem verður 21 árs í júlí, en það er einmitt löglegur drykkjualdur í Bandaríkjunum.

Pure næturklúbburinn, Social House veitingastaðurinn, go Caesars Palace í Las Vegas eru allir nefndir sem mögulegir styrktaraðilar. Flestir eru þó sammála að Svedka vodkaframleiðandinn muni hreppa hnossið.

Stjarnan hefur reyndar farið í fleiri meðferðir undanfarið en duglegasta fólk nær að fylgjast með, og er að sögn móður hennar meðlimur í AA samtökunum, svo fólki er fyrirgefið að velta því fyrir sér hversu ráðlegur styrktarsamningurinn er.

Talsmaður Lohan vildi ekkert gefa upp um partýið en lögfræðingur hennar, Mike Heller staðfesti samninginn við vodka-framleiðandann ,,Þetta verður besta partý í heimi" sagði hann við Us Weekly.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.