Lífið

Úrslitaþáttur American Idol sýndur í beinni útsendingu

Úrslitaþáttur American Idol verður í fyrsta sinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 annað kvöld, miðvikudaginn 23. maí.

Eftir margra vikna harða baráttu standa einungis tveir eftir en það eru söngdívan unga Jordin Sparks og Blake Lewis. Þau eiga sér bæði stóran aðdáendarhóp og hafa úrslitin því sjaldan eða aldrei þótt eins tvísýn. Svo tvísýn að meira að segja hinn skoðanaglaði dómar Simon Cowell hefur aldrei þessu vant neitað að tjá sig um það hvort þeirra hann telur sigurstranglegra.

Útsendingin hefst kl. 23.15 þegar sýnd verður frá flutningi keppenda, en hann er sendur út í kvöld í Bandaríkjunum. Á miðnætti hefst svo bein útsending frá Hollywood þar sem nýjasta Idol-stjarna Bandaríkjanna verður krýnd.

Er hér um byltingu að ræða fyrir hina fjölmörgu íslensku Idol-aðdáendur því úrslitin í American Idol hafa aldrei áður ráðist í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.