Lífið

Magnús Lúðvíksson yngsti sigurvegari Meistarans frá upphafi

Hinn 18 ára gamli Magnús Þorlákur Lúðvíksson varð fyrr í kvöld 5 milljónum króna ríkari er hann fór með sigur af hólmi í spurningaþættinum Meistaranum sem verið hefur á dagskrá Stöðvar 2 í vetur.

Magnús, sem var langyngsti þátttakandinn að þessu sinni og sá yngsti frá upphafi Meistaraþáttanna, hlaut þar að auki nafnbótina Meistarinn og fékk hana úr hendi Jónasar Arnar Helgasonar, sem varð fyrstur til að sigra keppnina í fyrra. Vekur sérstaka athygli að Jónas Örn var þá einnig yngsti keppandinn.

Í úrslitaviðureigninni, sem var æsispennandi frá upphafi til enda, lagði Magnús Pálma Óskarsson, 34 ára gamlan lækni frá Akureyri. Keppnin var tvísýn lengi vel og á tímabili var Pálmi kominn með 9 stiga forskot. En undir lokin var staðan orðin hnífjöfn og Magnús náði um síðir að merja sigur með því að svara rétt spurningu sem tengdist meintri vafasamri fortíð Davids Camerons, leiðtoga breska Íhaldsflokksins.

Magnús er á þriðja ári í Menntaskólanum í Reykjavík og var vel að merkja í spurningaliði skólans sem vann frækinn sigur fyrr á þessu ári í spurningakeppni framhaldsskólanna Gettu betur. Frammistaða hans í Meistarans vakti þegar athygli í fyrstu umferð er hann lagði Baldvin Má Baldvinsson, sem einnig er sigurvegari í Gettu betur. Í annarri



 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.