Lalla-auglýsing kærð 23. maí 2007 05:00 Í kæru Öryrkjabandalagsins kemur fram að auglýsingin ali á ótta í garð Lalla. Mikil umræða hefur farið fram um auglýsingaherferð Öryggismiðstöðvarinnar þar sem Lalli Johns er í aðalhlutverki. Nú hefur Öryrkjabandalagið kært hana til siðanefndar SÍA. „Við teljum okkur hafa verið að vinna innan rammans. Aldrei er markmið að særa blygðunarkennd eða koma illa fram við einn né neinn,” segir Eiríkur Aðalsteinsson framkvæmdastjóri og eigandi auglýsingastofunnar Himinn og haf. Öryrkjabandalag Íslands hefur nú kært stofuna vegna auglýsingaherferðar til siðanefndar SÍA (Samband íslenskra auglýsingastofa), sem hún vann fyrir Öryggismiðstöðina. “Hver vaktar þitt heimili”. Þar er Lalli Johns í aðalhlutverki en í kærunni segir að verið sé að ala á ótta í garð Lalla – hann sé gerður að holgervingi þess sem fólki ber að varast. öryrkjabandalagið Kærir vegna þessa að margir öryrkjar eru heimilislausir, sem og Lalli, og því renni því blóðið til skyldunnar. Vísað er í frétt Fréttablaðsins þar sem fram kemur að Lalli hafi þegið þrjú hundruð þúsund krónur fyrir fyrirsætustörf sín, og sagt að það séu miklar fjárhæðir sem erfitt er fyrir hann að hafna. Af hverju Öryrkjabandalagið kærir skýrist af því að margir heimilislausir einstaklingar, svo sem Lalli, séu öryrkjar og því telur bandalagið sér skylt að gæta hagsmuna þeirra. Undir kæruna skrifar Daníel Isebarn Ágústsson hæstaréttarlögmaður og segir „Undirritaður þekkir a.m.k. engin dæmi þess að maður hafi áður tekið þátt í auglýsingu sem sýnir hann sjálfan í neikvæðu ljósi.” Áður en auglýsingaherferðin fór í loftið gekk Himinn og haf úr skugga um að hún væri réttu megin línunnar, bæði með því að skoða vel siðareglur SÍA, voru í samstarfi við fangelsisyfirvöld og lögreglu við gerð auglýsinganna auk þess sem auglýsingarnar voru bornar undir systur Lalla. eiríkur aðalsteinsson Aldrei meiningin að særa nokkurn mann né gera Lalla óleik. „Við höfum ekkert heyrt í Lalla en heyrðum í systur hans og hún er enn sama sinnis og áður. Ánægð með auglýsinguna,” segir Eiríkur. Hann heldur því fram að Himinn og haf, sem og Öryggismiðstöðin, hafi gengið út frá því að auglýsingarnar hefðu forvarnargildi. Aðspurður hvort það segi sig ekki sjálft, í ljósi þess hversu mjög auglýsingastofan kannaði hvort auglýsingaherferðin stæðist ekki siðareglur og nyti samþykkis, að þeir hafi mátt vita að auglýsingin hafi verið á á mörkunum vill Eiríkur ekki orða það svo. „En það var aldrei markmið með auglýsingunni að gera Lalla Johns óleik. Auglýsingaherferðin hefur runnið sitt skeið og nú vonum við að þeim látum sem verið hefur um hana fari að linna.” Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira
Mikil umræða hefur farið fram um auglýsingaherferð Öryggismiðstöðvarinnar þar sem Lalli Johns er í aðalhlutverki. Nú hefur Öryrkjabandalagið kært hana til siðanefndar SÍA. „Við teljum okkur hafa verið að vinna innan rammans. Aldrei er markmið að særa blygðunarkennd eða koma illa fram við einn né neinn,” segir Eiríkur Aðalsteinsson framkvæmdastjóri og eigandi auglýsingastofunnar Himinn og haf. Öryrkjabandalag Íslands hefur nú kært stofuna vegna auglýsingaherferðar til siðanefndar SÍA (Samband íslenskra auglýsingastofa), sem hún vann fyrir Öryggismiðstöðina. “Hver vaktar þitt heimili”. Þar er Lalli Johns í aðalhlutverki en í kærunni segir að verið sé að ala á ótta í garð Lalla – hann sé gerður að holgervingi þess sem fólki ber að varast. öryrkjabandalagið Kærir vegna þessa að margir öryrkjar eru heimilislausir, sem og Lalli, og því renni því blóðið til skyldunnar. Vísað er í frétt Fréttablaðsins þar sem fram kemur að Lalli hafi þegið þrjú hundruð þúsund krónur fyrir fyrirsætustörf sín, og sagt að það séu miklar fjárhæðir sem erfitt er fyrir hann að hafna. Af hverju Öryrkjabandalagið kærir skýrist af því að margir heimilislausir einstaklingar, svo sem Lalli, séu öryrkjar og því telur bandalagið sér skylt að gæta hagsmuna þeirra. Undir kæruna skrifar Daníel Isebarn Ágústsson hæstaréttarlögmaður og segir „Undirritaður þekkir a.m.k. engin dæmi þess að maður hafi áður tekið þátt í auglýsingu sem sýnir hann sjálfan í neikvæðu ljósi.” Áður en auglýsingaherferðin fór í loftið gekk Himinn og haf úr skugga um að hún væri réttu megin línunnar, bæði með því að skoða vel siðareglur SÍA, voru í samstarfi við fangelsisyfirvöld og lögreglu við gerð auglýsinganna auk þess sem auglýsingarnar voru bornar undir systur Lalla. eiríkur aðalsteinsson Aldrei meiningin að særa nokkurn mann né gera Lalla óleik. „Við höfum ekkert heyrt í Lalla en heyrðum í systur hans og hún er enn sama sinnis og áður. Ánægð með auglýsinguna,” segir Eiríkur. Hann heldur því fram að Himinn og haf, sem og Öryggismiðstöðin, hafi gengið út frá því að auglýsingarnar hefðu forvarnargildi. Aðspurður hvort það segi sig ekki sjálft, í ljósi þess hversu mjög auglýsingastofan kannaði hvort auglýsingaherferðin stæðist ekki siðareglur og nyti samþykkis, að þeir hafi mátt vita að auglýsingin hafi verið á á mörkunum vill Eiríkur ekki orða það svo. „En það var aldrei markmið með auglýsingunni að gera Lalla Johns óleik. Auglýsingaherferðin hefur runnið sitt skeið og nú vonum við að þeim látum sem verið hefur um hana fari að linna.”
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Fleiri fréttir Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Sjá meira