Lífið

Lalla-auglýsing kærð

Í kæru Öryrkjabandalagsins kemur fram að auglýsingin ali á ótta í garð Lalla.
Í kæru Öryrkjabandalagsins kemur fram að auglýsingin ali á ótta í garð Lalla.

Mikil umræða hefur farið fram um auglýsingaherferð Öryggismiðstöðvarinnar þar sem Lalli Johns er í aðalhlutverki. Nú hefur Öryrkjabandalagið kært hana til siðanefndar SÍA.

„Við teljum okkur hafa verið að vinna innan rammans. Aldrei er markmið að særa blygðunarkennd eða koma illa fram við einn né neinn,” segir Eiríkur Aðalsteinsson framkvæmdastjóri og eigandi auglýsingastofunnar Himinn og haf.

Öryrkjabandalag Íslands hefur nú kært stofuna vegna auglýsingaherferðar til siðanefndar SÍA (Samband íslenskra auglýsingastofa), sem hún vann fyrir Öryggismiðstöðina. “Hver vaktar þitt heimili”. Þar er Lalli Johns í aðalhlutverki en í kærunni segir að verið sé að ala á ótta í garð Lalla – hann sé gerður að holgervingi þess sem fólki ber að varast.



 

öryrkjabandalagið Kærir vegna þessa að margir öryrkjar eru heimilislausir, sem og Lalli, og því renni því blóðið til skyldunnar.

Vísað er í frétt Fréttablaðsins þar sem fram kemur að Lalli hafi þegið þrjú hundruð þúsund krónur fyrir fyrirsætustörf sín, og sagt að það séu miklar fjárhæðir sem erfitt er fyrir hann að hafna. Af hverju Öryrkjabandalagið kærir skýrist af því að margir heimilislausir einstaklingar, svo sem Lalli, séu öryrkjar og því telur bandalagið sér skylt að gæta hagsmuna þeirra. Undir kæruna skrifar Daníel Isebarn Ágústsson hæstaréttarlögmaður og segir „Undirritaður þekkir a.m.k. engin dæmi þess að maður hafi áður tekið þátt í auglýsingu sem sýnir hann sjálfan í neikvæðu ljósi.”

Áður en auglýsingaherferðin fór í loftið gekk Himinn og haf úr skugga um að hún væri réttu megin línunnar, bæði með því að skoða vel siðareglur SÍA, voru í samstarfi við fangelsisyfirvöld og lögreglu við gerð auglýsinganna auk þess sem auglýsingarnar voru bornar undir systur Lalla.

 

eiríkur aðalsteinsson Aldrei meiningin að særa nokkurn mann né gera Lalla óleik.

„Við höfum ekkert heyrt í Lalla en heyrðum í systur hans og hún er enn sama sinnis og áður. Ánægð með auglýsinguna,” segir Eiríkur. Hann heldur því fram að Himinn og haf, sem og Öryggismiðstöðin, hafi gengið út frá því að auglýsingarnar hefðu forvarnargildi. Aðspurður hvort það segi sig ekki sjálft, í ljósi þess hversu mjög auglýsingastofan kannaði hvort auglýsingaherferðin stæðist ekki siðareglur og nyti samþykkis, að þeir hafi mátt vita að auglýsingin hafi verið á á mörkunum vill Eiríkur ekki orða það svo.

„En það var aldrei markmið með auglýsingunni að gera Lalla Johns óleik. Auglýsingaherferðin hefur runnið sitt skeið og nú vonum við að þeim látum sem verið hefur um hana fari að linna.”






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.