Lífið

Kona fæðir barn á tveimur mínútum.

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Vediku Vyas lá á að komast í heiminn. Móðir hennar, hin þrítuga Palak Vyas, fæddi hana aðeins tveimur mínútum eftir að hún missti vatnið.

Fæðinguna bar svo brátt að að það gafst varla tími til að koma móðurinni í rúmið sitt á West Middlesex spítalanum í Isleworth.

,,Palak var að koma af klósettinu þegar hún missti vatnið", sagði Shashi, faðir barnsins. ,,Ljósmóðirin dreif hana upp í rúm, hún rembdist einu sinni og barnið var komið. Þetta var ótrúlegt"

Palak gengin tvo daga fram yfir þegar hún átti Vediku litlu, heilbrigða 17 marka stúlku.

Vedika er annað barn foreldra sinna. Fyrir áttu þau Kavish, sem fæddist á rétt rúmum klukkutíma.

,,Palak labbaði mikið á meðgöngunni og við höldum að það hafi hjálpað til við fæðinguna." sagði Shashi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.