Lífið

Spennandi úrslitaþáttur framundan í Idol

Jordin Sparks þótti standa sig vel.
Jordin Sparks þótti standa sig vel.

Síðusta tækifæri keppenda í American Idol til að sanna sig leið í gær þegar hin sautján ára Jordin Spark og Blake Lewis mættust í Kodak höllinni í Los Angeles.

Simon Cowell sagði að þetta vera jöfnustu keppni sem að hann hefði séð og að engin leið væri að spá fyrir um úrslitin.

Sparks þótti þó bera af í flutningi á ,,This is my now", sykursætri poppballöðu sem var samið sérstaklega fyrir keppnina, og meira að segja hinn lítt yfirlýsingaglaði Cowell sagði að hún hafi sópað gólfið með Lewis með þessum söngnum.

Þátturinn verður sýndur á Stöð 2 klukkan korter yfir ellefu í kvöld og í kjölfarið, upp úr miðnætti, hefst svo bein útsending frá úrslitunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.