Lífið

Ævisparnaðurinn fór út með ruslinu

Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar

Ævisparnaður þýsks ellilífeyrisþega endaði á haugunum þegar hreingerningakona henti honum út með ruslinu.

Hin áttræða Margarethe Willemsen treystir bönkum ekki. Hún brá því á það ráð að geyma aleiguna, sjö milljónir króna, í gömlum ryksugupoka inni í skáp.

Ekki vildi betur til en svo að nýráðin hreingerningakona, sem fann gamlan og krumpaðann pokann inni í skáp, henti honum.

Gamla konan fékk þau aurinn aftur, en lið frá sorphirðunni í Hanover þurfti að róta í gegnum 45 tonn af rusli áður en þau fundu pokann.

,,Ég hélt að þetta væri hinn fullkomni staður til að geyma peninginn, en ég hafði augljóslega rangt fyrir mérf" sagði Willemsen.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.