Fleiri fréttir Norður-Írar upp um 75 sæti á tveimur árum Landslið Norður-Íra er einn af hástökkvurum síðustu ára á FIFA-listanum fræga á meðan íslenska landsliðið hefur heldur verið á niðurleið. Fyrir tveimur árum voru Norður-Írar tíu sætum fyrir neðan okkur Íslendinga, en á þessu hefur orðið róttæk breyting á síðustu mánuðum. 7.9.2007 10:15 Sir Alex hrósar David Healy Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það hafi komið sér skemmtilega á óvart hvað fyrrum lærisveinn hans David Healy hefur verið duglegur að skora fyrir norður-írska landsliðið. Healy var á mála hjá Manchester United til ársins 2001. 7.9.2007 10:04 Hargreaves og Gerrard æfðu báðir í morgun Enska landsliðið fékk góðar fréttir af leikmönnum sínum í morgun þegar þeir Owen Hargreaves og Steven Gerrard komust báðir áfallalaust í gegn um æfingu liðsins. Báðir höfðu þeir verið taldir mjög tæpir fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM á morgun, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn. 7.9.2007 10:02 Ferrari í sérflokki á Monza Liðsmenn Ferrari voru í sérflokki á æfingum fyrir Monza kappaksturinn í morgun. Kimi Raikkönen náði þá besta tíma allra þegar hann ók brautina á 1,22:446 mínútum sem var meira en tíundahluta úr sekúndu betri tími en félagi hans Felipe Massa náði. Illa gekk hjá McLaren liðinu þar sem bæði Lewis Hamilton og Fernando Alonso lentu í vandræðum með bíla sína. 7.9.2007 09:51 Stór skörð í þýska hópnum Þýska knattspyrnulandsliðið varð fyrir enn einu áfallinu í dag þegar í ljós kom að bakvörðurinn Philip Lahm hjá Bayern Munchen getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun. Lahm meiddist á hné á æfingu en hann átti að vera í byrjunarliðinu á morgun. 7.9.2007 09:28 Byrd í forystu á BMW mótinu Jonathan Byrd hefur forystu eftir fyrsta hringinn á BMW meistaramótinu á PGA mótaröðinni eftir frábæran fyrsta hring þar sem hann lék á 64 höggum - 7 höggum undir pari. Englendingurinn Justin Rose og Kólumbíumaðurinn Camilo Villegas eru höggi á eftir honum og þar á eftir kemur Tiger Woods sem spilaði á 67 höggum. 7.9.2007 09:20 Sir Alex: Þolinmæði er dyggð Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur biðlað því til leikmanna sinna að sýna þolinmæði. Hann segir að allir muni fá tækifæri til að láta ljós sitt skína á þessu tímabili þó samkeppnin innan liðsins sé hörð. 6.9.2007 19:45 Hilario: Ánægður hjá Chelsea Það er oft erfið staða að vera varamarkvörður, hvað þá þriðji markvörður. Portúgalski markvörðurinn Hilario er þriðji í goggunarröðinni hjá Chelsea. Þrátt fyrir það er hann mjög ánægður hjá Chelsea og vill vera hjá liðinu sem lengst. 6.9.2007 19:00 Scholes forðast sviðsljósið Paul Scholes, miðjumaður Manchester United, hefur forðast sviðsljósið eins og heitan eldinn. Scholes veitir ekki sjónvarpsviðtöl og hefur oft sagt að hann vilji láta verkin tala á vellinum. Þetta hefur Sir Alex Ferguson nýtt sér til að keyra Scholes áfram. 6.9.2007 18:30 Benayoun: Munum pakka í vörn Yossi Benayoun, fyrirliði landsliðs Ísraels, segir að honum sé sama þó menn mun gagnrýna leikstíl liðsins gegn Englandi. Liðin munu mætast í undankeppni Evrópumótsins á laugardag og segir Benayoun að ísraelska liðið muni pakka í vörn. 6.9.2007 17:45 Inter vill fá Ballack Ítölsku liðin Inter og Juventus ætla bæði að reyna að krækja í þýska miðjumanninn Michael Ballack frá Chelsea. Ballack hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann gekk í raðir enska stórliðsins. 6.9.2007 17:15 Úrvalsdeildin í handbolta verður N1 deildin N1 verður aðalstyrktaraðili HSÍ næstu árin og mun Íslandsmót karla og kvenna fá nafnið N1 deildin. Fulltrúar fyrirtækisins og HSÍ skrifuðu í dag undir samstarfssamning þessa efnis að viðstöddum formönnum félaganna og fyrirliðum. 6.9.2007 17:13 Brynjar Björn framlengir við Reading Landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Reading. Brynjar sagðist í samtali við Vísi vera feginn að samningaviðræður væru í höfn, en þær hafa staðið yfir í nokkrar vikur. Brynjar er meiddur í augnablikinu og verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM, en hann stefnir á að spila með Reading þegar úrvalsdeildin hefst á ný. 6.9.2007 16:57 Tomasson skorar grimmt á útivöllum Danski framherjinn Jon Dahl Tomasson getur komist í sérflokk evrópskra markaskorara um helgina þegar Danir sækja Svía heim á Råsunda í undankeppni EM. Nái hann að skora mark hefur hann skorað flest mörk allra leikmanna á útivelli í sögu undankeppni EM. 6.9.2007 15:46 Keltabikarinn gæti byrjað á næsta ári Keltabikarinn, fyrirhugað knattspyrnumót liða frá Skotlani, Wales, Írlandi og Norður-Írlandi, gæti orðið að veruleika strax á næsta ári að mati Gordon Smith, yfirmanns skoska knattspyrnusambandsins. 6.9.2007 15:24 Reglurnar hertar á Ítalíu Ítölsk knattspyrnuyfirvöld tilkynntu í dag að leikmenn eða þjálfarar liða í deildarkeppnum í landinu fengju heimaleikjabann rétt eins og óþekkir stuðningsmenn ef þeir gerðust sekir um ofbeldisfulla hegðun. Leikmenn fara venju samkvæmt í leikbönn ef þeir fá rauð spjöld, en hafa til þessa fengið að fylgjast með leikjunum úr áhorfendastúkum þrátt fyrir leikbönn. Þessir menn verða nú að láta sér það nægja að fylgjast með liðum sínum í sjónvarpi. 6.9.2007 15:14 Jose Sosa úr leik hjá Bayern Argentínski landsliðsmaðurinn Jose Sosa getur ekki leikið með Bayern Munchen næstu sex vikurnar hið minnsta eftir að hafa farið í aðgerð á ökkla. Sosa var keyptur til Bayern fyrir stórfé frá Estudiantes í sumar. Miðjumaðurinn efnilegi hafði reyndar aðeins komið við sögu í tveimur leikjum liðsins til þessa. 6.9.2007 15:08 Framherji Derby í fjögurra leikja bann Craig Fagan, framherji Derby County í ensku úrvalsdeildinni, var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann af aganefnd deildarinnar eftir að sýnt þótti að hann hefði viljandi traðkað á Alvaro Arbeloa, leikmanni Liverpool, í leik liðanna um síðustu helgi. 6.9.2007 14:59 Shevchenko: Skil ekki af hverju ég fæ ekki að spila Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea segist undrast á því að Jose Mourinho hafi enn ekki leyft honum að spila til þessa á leiktíðinni. Hann segist vera búinn að ná sér eftir að kviðslitsaðgerð sem hann fór í fyrir nokkru og skoraði meira að segja mark í góðgerðaleik í heimalandinu í vikunni. 6.9.2007 14:53 Allan Houston 90% viss um að snúa aftur Skotbakvörðurinn Allan Houston segist nú vera 90-95% viss um að taka skóna fram á ný í NBA deildinni í vetur. Houston er bókaður á lokaðar æfingar hjá nokkrum óuppgefnum liðum á næstu dögum og segist vera búinn að ná sér að fullu af hnémeiðslum sem neyddu hann til að hætta að spila fyrir tveimur árum. Hann er 36 ára gamall og hefur verið orðaður hvað sterkast við Dallas og Cleveland. 6.9.2007 14:41 Reykjanesmótið í körfu hefst í dag Í dag hefst hið árlega Reykjanesmót í körfubolta og verður þetta stærsta mótið frá upphafi. KR-ingar taka nú þátt í mótinu í fyrsta sinn og þeir verða í eldlínunni í einum af þeim fjórum leikjum sem fram fara í kvöld. Grindavík og Haukar mætast í Sandgerði klukkan 19:00 og klukkan 20:30 mætast Reynir og Njarðvík á sama stað. Í Vogum leika svo Keflavík og Breiðablik klukkan 18:30 og KR og Stjarnan klukkan 20:15. 6.9.2007 14:35 Birgir Leifur á fjórum yfir pari í dag Birgir Leifur Hafþórsson náði sér ekki á strik á fyrsta hringnum á Omega Masters mótinu sem fram fer í Sviss. Birgir var á einu höggi yfir pari eftir fyrstu níu holurnar, en lauk keppni á 75 höggum eða fjórum yfir nú eftir hádegið. Hann fékk þrjá fugla, fimm skolla og einn skramba á hringnum í dag og er í kring um 78. sætið. 6.9.2007 14:29 Geri í buxurnar þegar andstæðingarnir fá hornspyrnu Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur sent forráðamönnum félagsins þau skilaboð að hann muni ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Tottenham hefur gengið afleitlega í byrjun leiktíðar og sagt er að félagið hafi verið hársbreidd frá því að ráða Juande Ramos hjá Sevilla í starf hans á dögunum. 6.9.2007 14:17 Kyntröllið Crouch Framherjinn leggjalangi Peter Crouch hjá Liverpool er í sviðsljósinnu á nýrri vefsíðu sem er að fara í loftið. Það er hópur aðdáenda leikmannsins sem stendur fyrir opnun síðunnar og kallar hópurinn sig Crouch Is A Sex God - eða Crouch er kyntröll. Crouch sjálfur er mjög hrifinn af þessu uppátæki. 6.9.2007 13:58 Meiðsli Dyer ekki eins alvarleg og talið var Læknar enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham segja að meiðsli Kieron Dyer séu ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Dyer tvíbrákaði bein í fæti sínum í bikarleik gegn Bristol Rovers á dögunum í aðeins sínum öðrum leik fyrir félagið. Talið var víst að hann yrði frá keppni í mjög langan tíma. 6.9.2007 13:45 Aðeins Ofurmennið getur hirt af mér stöðuna Jens Lehmann segist fullviss um að hann sé öruggur með byrjunarliðssæti sitt hjá Arsenal og þýska landsliðinu. Hann hefur tröllatrú á hæfileikum sínum þó hann sé kominn langt á fertugsaldurinn og segir aðeins Ofurmennið geta slegið sig út úr byrjunarliðssætinu. 6.9.2007 13:36 Mascherano: Benitez bjargaði mér Argentínumaðurinn Javier Mascherano hjá Liverpool segir að Rafa Benitez knattspyrnustjóri hafi bjargað ferli sínum þegar hann ákvað að kaupa hann til Liverpool. Mascherano fékk lítið að spila þá sex mánuði sem hann var hjá West Ham og segist hafa verið orðinn mjög leiður á lífinu í London. 6.9.2007 13:22 Terry tekur tap út á fjölskyldunni Varnarjaxlinn John Terry hjá Chelsea og enska landsliðinu viðurkennir að hann taki tapi á knattspyrnuvellinum svo illa að hann eigi það til að taka það allt út á fjölskyldu sinni þegar hann kemur heim. 6.9.2007 12:29 Ballack hefði frekar átt að fara til United Frans Beckebauer, forseti Bayern Munchen, gagnrýnir harðlega þá ákvörðun landa síns Michael Ballack að ganga í raðir Chelsea á Englandi og segir að hann hefði frekar átt að fara til Manchester United. 6.9.2007 12:19 Gasol aðvarar félaga sína Framherjinn Pau Gasol hjá spænska landsliðinu segir að liðið verði að athuga sinn gang rækilega á Evrópumótinu ef það ætli sér að vinna sigur. 28 leikja sigurhrinu heimsmeistaranna lauk í gær þegar liðið tapaði fyrir spútnikliði Króata á heimavelli í gær, 85-84. 6.9.2007 12:02 Versti árangur Serba í 60 ár Serbar töpuðu í gær þriðja leik sínum í röð á Evrópumótinu í körfuknattleik sem fram fer á Spáni og því er ljóst að liðið situr eftir í riðlakeppninni. Þetta er versti árangur Serbar töpuðu í gær þriðja leik sínum í röð á Evrópumótinu í körfuknattleik sem fram fer á Spáni þegar þeir lágu fyrir Ísreelum og því er ljóst að liðið situr eftir í riðlakeppninni. Þetta er versti árangur liðsins á Evrópumóti í 60 ár, eða síðan liðið hafnaði í 13 sæti í sinni fyrstu keppni undir merkjum Júgóslavíu. Spánverjar töpuðu Króötum eftir að hafa unnið 28 landsleiki í röð. 6.9.2007 11:35 Wenger framlengir við Arsenal Arsene Wenger hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal samkvæmt frétt frá breska ríkissjónvarpinu í dag. Þessi tíðindi verða formlega tilkynnt á næstu dögum en sagt er að Frakkinn fái 4 milljónir punda í árslaun á samningstímanum. Wenger hefur verið stjóri Arsenal síðan árið 1996. 6.9.2007 11:26 Torres meiddur Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool meiddist á hné á æfingu með spænska landsliðinu í gær og hafa spurningamerki verið sett við þáttöku hans í leiknum gegn Íslendingum á laugardaginn. Læknar spænska landsliðsins segja meiðslin ekki alvarleg, en hann fékk högg á hnéð eftir að hann lenti í samstuði félaga sinn. 6.9.2007 10:40 Fabregas: Ég neitaði Real Madrid Spænski landsliðsmaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal hefur undirstrikað það að hann muni ekki fara frá Arsenal til að ganga í raðir Real Madrid. Hann segist hafa fengð tilboð um að fara til spænsku risanna í sumar en fullyrðir að hann sé ánægður hjá enska félaginu. 6.9.2007 10:30 GOG í fjórðungsúrslit Danska handknattleiksliðið GOG Svendborg varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitum dönsku bikarkeppninnar þegar það vann auðveldan útisigur á Stoholm 35-23. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í liði GOG og skoraði 8 mörk, en hann gekk í raðir liðsins frá þýska liðinu Minden í sumar. 6.9.2007 10:24 Sigurður: Breiddin í hópnum er mikil "Leikstíll okkar er auðveldari að eiga við á upphafsmínútum leiksins, en þegar líða tekur á er eins gott að mótherjinn sé tilbúinn að spila á móti svona vörn í 40 mínútur. Það var virkilega gaman að sjá samheldnina í hópnum í varnarleiknum og hvað menn voru duglegir að finna þann sem var heitur í sókninni," sagði Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari eftir sigurinn á Austurríkismönnum í gærkvöld. 6.9.2007 10:22 Kom ekki annað til greina en að klára með sigri "Ég er sáttur við hvernig ég spilaði. Mér leið vel inni á vellinum og það gekk flest upp hjá mér," sagði Jakob Sigurðarson eftir sigur Íslendinga á Austurríkismönnum í lokaleik liðsins í Evrópukeppninni í gærkvöldi. Jakob skoraði 21 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 7 fráköst í leiknum. 6.9.2007 10:04 Hargreaves tæpur hjá Englendingum Miðjumaðurinn Owen Hargreaves hjá Manchester United er nýjasta nafnið á sjúkralista enska landsliðsins fyrir leikinn gegn gegn Ísraelum í undankeppni EM á laugardaginn. Hargreaves meiddist á læri á æfingu og verður því tæplega með í leiknum frekar en þeir David Beckham og Frank Lampard. Þá er Steven Gerrard enn tæpur vegna tábrots. 6.9.2007 09:53 Þórir hetja Lübbecke Nokkrir leikir fóru fram í þýska handboltanum í gær. Þórir Ólafsson var hetja sinna manna í Lübbecke þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Wilhelmshavener þremur sekúndum fyrir leikslok í 28-28 jafntefli liðanna. Þórir var markahæstur í liðinu með 7 mörk líkto og Sergu Datkuasvili, en Gylfi Gylfason var næst markahæstur í liði gestanna með 6 mörk. 6.9.2007 09:23 Glæsilegur sigur Íslands á Austurríki Íslenska körfuboltalandsliðið vann í kvöld glæsilegan sigur á Austurríki í lokaleik sínum í B-deild Evrópukeppninnar. Leikið var í Laugardalshöll. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa en hitnaði síðan hratt og vann á endanum 91-77. 5.9.2007 20:45 Milliriðlarnir orðnir ljósir Í kvöld fór fram lokaumferð riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta sem stendur yfir á Spáni. Þrjú lið komust upp úr hverjum af riðlunum fjórum og í sérstaka milliriðla sem eru tveir talsins. Þaðan mun síðan ráðast hvaða lið leika til undanúrslita á mótinu. 5.9.2007 22:35 Gerrard tók þátt í æfingu Englands Steven Gerrard, miðjumaður Liverpool, tók þátt í æfingu enska landsliðsins í kvöld. Óvissa hefur ríkt um hvort Gerrard geti tekið þátt í landsleik Englendinga gegn Ísrael á laugardaginn en ljóst er að nú geta menn verið bjartsýnni. 5.9.2007 21:58 Speed í tvöföldu hlutverki Gary Speed segir að hann taki leikmannaferilinn fram yfir þjálfaraferilinn í dag. Þessi reynslumikli miðjumaður spilar með Bolton í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem hann er í þjálfarateymi Sammy Lee. 5.9.2007 21:17 Króatarnir áfram hjá ÍA Sagt er frá því á heimasíðu knattspyrnudeildar ÍA að félagið hafi gert nýja samninga við króatísku leikmennina tvo sem leikið hafa með liðinu í sumar. Dario Cingel og Vejkoslav Svadumovic skrifuðu undir samninga til tveggja ára en þeir hafa spilað stórt hlutverk á Skaganum. 5.9.2007 21:03 Afturelding og HK/Víkingur upp Afturelding og HK/Víkingur tryggðu sér í kvöld sæti í Landsbankadeild kvenna á næstu leiktíð. Seinni leikir í undanúrslitum 1. deildar fóru þá fram. Afturelding vann Völsung á Húsavíkurvelli og HK/Víkingur burstaði Hött. 5.9.2007 19:39 Sjá næstu 50 fréttir
Norður-Írar upp um 75 sæti á tveimur árum Landslið Norður-Íra er einn af hástökkvurum síðustu ára á FIFA-listanum fræga á meðan íslenska landsliðið hefur heldur verið á niðurleið. Fyrir tveimur árum voru Norður-Írar tíu sætum fyrir neðan okkur Íslendinga, en á þessu hefur orðið róttæk breyting á síðustu mánuðum. 7.9.2007 10:15
Sir Alex hrósar David Healy Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það hafi komið sér skemmtilega á óvart hvað fyrrum lærisveinn hans David Healy hefur verið duglegur að skora fyrir norður-írska landsliðið. Healy var á mála hjá Manchester United til ársins 2001. 7.9.2007 10:04
Hargreaves og Gerrard æfðu báðir í morgun Enska landsliðið fékk góðar fréttir af leikmönnum sínum í morgun þegar þeir Owen Hargreaves og Steven Gerrard komust báðir áfallalaust í gegn um æfingu liðsins. Báðir höfðu þeir verið taldir mjög tæpir fyrir leikinn gegn Ísrael í undankeppni EM á morgun, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn. 7.9.2007 10:02
Ferrari í sérflokki á Monza Liðsmenn Ferrari voru í sérflokki á æfingum fyrir Monza kappaksturinn í morgun. Kimi Raikkönen náði þá besta tíma allra þegar hann ók brautina á 1,22:446 mínútum sem var meira en tíundahluta úr sekúndu betri tími en félagi hans Felipe Massa náði. Illa gekk hjá McLaren liðinu þar sem bæði Lewis Hamilton og Fernando Alonso lentu í vandræðum með bíla sína. 7.9.2007 09:51
Stór skörð í þýska hópnum Þýska knattspyrnulandsliðið varð fyrir enn einu áfallinu í dag þegar í ljós kom að bakvörðurinn Philip Lahm hjá Bayern Munchen getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun. Lahm meiddist á hné á æfingu en hann átti að vera í byrjunarliðinu á morgun. 7.9.2007 09:28
Byrd í forystu á BMW mótinu Jonathan Byrd hefur forystu eftir fyrsta hringinn á BMW meistaramótinu á PGA mótaröðinni eftir frábæran fyrsta hring þar sem hann lék á 64 höggum - 7 höggum undir pari. Englendingurinn Justin Rose og Kólumbíumaðurinn Camilo Villegas eru höggi á eftir honum og þar á eftir kemur Tiger Woods sem spilaði á 67 höggum. 7.9.2007 09:20
Sir Alex: Þolinmæði er dyggð Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur biðlað því til leikmanna sinna að sýna þolinmæði. Hann segir að allir muni fá tækifæri til að láta ljós sitt skína á þessu tímabili þó samkeppnin innan liðsins sé hörð. 6.9.2007 19:45
Hilario: Ánægður hjá Chelsea Það er oft erfið staða að vera varamarkvörður, hvað þá þriðji markvörður. Portúgalski markvörðurinn Hilario er þriðji í goggunarröðinni hjá Chelsea. Þrátt fyrir það er hann mjög ánægður hjá Chelsea og vill vera hjá liðinu sem lengst. 6.9.2007 19:00
Scholes forðast sviðsljósið Paul Scholes, miðjumaður Manchester United, hefur forðast sviðsljósið eins og heitan eldinn. Scholes veitir ekki sjónvarpsviðtöl og hefur oft sagt að hann vilji láta verkin tala á vellinum. Þetta hefur Sir Alex Ferguson nýtt sér til að keyra Scholes áfram. 6.9.2007 18:30
Benayoun: Munum pakka í vörn Yossi Benayoun, fyrirliði landsliðs Ísraels, segir að honum sé sama þó menn mun gagnrýna leikstíl liðsins gegn Englandi. Liðin munu mætast í undankeppni Evrópumótsins á laugardag og segir Benayoun að ísraelska liðið muni pakka í vörn. 6.9.2007 17:45
Inter vill fá Ballack Ítölsku liðin Inter og Juventus ætla bæði að reyna að krækja í þýska miðjumanninn Michael Ballack frá Chelsea. Ballack hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann gekk í raðir enska stórliðsins. 6.9.2007 17:15
Úrvalsdeildin í handbolta verður N1 deildin N1 verður aðalstyrktaraðili HSÍ næstu árin og mun Íslandsmót karla og kvenna fá nafnið N1 deildin. Fulltrúar fyrirtækisins og HSÍ skrifuðu í dag undir samstarfssamning þessa efnis að viðstöddum formönnum félaganna og fyrirliðum. 6.9.2007 17:13
Brynjar Björn framlengir við Reading Landsliðsmaðurinn Brynjar Björn Gunnarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Reading. Brynjar sagðist í samtali við Vísi vera feginn að samningaviðræður væru í höfn, en þær hafa staðið yfir í nokkrar vikur. Brynjar er meiddur í augnablikinu og verður ekki með íslenska landsliðinu í undankeppni EM, en hann stefnir á að spila með Reading þegar úrvalsdeildin hefst á ný. 6.9.2007 16:57
Tomasson skorar grimmt á útivöllum Danski framherjinn Jon Dahl Tomasson getur komist í sérflokk evrópskra markaskorara um helgina þegar Danir sækja Svía heim á Råsunda í undankeppni EM. Nái hann að skora mark hefur hann skorað flest mörk allra leikmanna á útivelli í sögu undankeppni EM. 6.9.2007 15:46
Keltabikarinn gæti byrjað á næsta ári Keltabikarinn, fyrirhugað knattspyrnumót liða frá Skotlani, Wales, Írlandi og Norður-Írlandi, gæti orðið að veruleika strax á næsta ári að mati Gordon Smith, yfirmanns skoska knattspyrnusambandsins. 6.9.2007 15:24
Reglurnar hertar á Ítalíu Ítölsk knattspyrnuyfirvöld tilkynntu í dag að leikmenn eða þjálfarar liða í deildarkeppnum í landinu fengju heimaleikjabann rétt eins og óþekkir stuðningsmenn ef þeir gerðust sekir um ofbeldisfulla hegðun. Leikmenn fara venju samkvæmt í leikbönn ef þeir fá rauð spjöld, en hafa til þessa fengið að fylgjast með leikjunum úr áhorfendastúkum þrátt fyrir leikbönn. Þessir menn verða nú að láta sér það nægja að fylgjast með liðum sínum í sjónvarpi. 6.9.2007 15:14
Jose Sosa úr leik hjá Bayern Argentínski landsliðsmaðurinn Jose Sosa getur ekki leikið með Bayern Munchen næstu sex vikurnar hið minnsta eftir að hafa farið í aðgerð á ökkla. Sosa var keyptur til Bayern fyrir stórfé frá Estudiantes í sumar. Miðjumaðurinn efnilegi hafði reyndar aðeins komið við sögu í tveimur leikjum liðsins til þessa. 6.9.2007 15:08
Framherji Derby í fjögurra leikja bann Craig Fagan, framherji Derby County í ensku úrvalsdeildinni, var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann af aganefnd deildarinnar eftir að sýnt þótti að hann hefði viljandi traðkað á Alvaro Arbeloa, leikmanni Liverpool, í leik liðanna um síðustu helgi. 6.9.2007 14:59
Shevchenko: Skil ekki af hverju ég fæ ekki að spila Úkraínski framherjinn Andriy Shevchenko hjá Chelsea segist undrast á því að Jose Mourinho hafi enn ekki leyft honum að spila til þessa á leiktíðinni. Hann segist vera búinn að ná sér eftir að kviðslitsaðgerð sem hann fór í fyrir nokkru og skoraði meira að segja mark í góðgerðaleik í heimalandinu í vikunni. 6.9.2007 14:53
Allan Houston 90% viss um að snúa aftur Skotbakvörðurinn Allan Houston segist nú vera 90-95% viss um að taka skóna fram á ný í NBA deildinni í vetur. Houston er bókaður á lokaðar æfingar hjá nokkrum óuppgefnum liðum á næstu dögum og segist vera búinn að ná sér að fullu af hnémeiðslum sem neyddu hann til að hætta að spila fyrir tveimur árum. Hann er 36 ára gamall og hefur verið orðaður hvað sterkast við Dallas og Cleveland. 6.9.2007 14:41
Reykjanesmótið í körfu hefst í dag Í dag hefst hið árlega Reykjanesmót í körfubolta og verður þetta stærsta mótið frá upphafi. KR-ingar taka nú þátt í mótinu í fyrsta sinn og þeir verða í eldlínunni í einum af þeim fjórum leikjum sem fram fara í kvöld. Grindavík og Haukar mætast í Sandgerði klukkan 19:00 og klukkan 20:30 mætast Reynir og Njarðvík á sama stað. Í Vogum leika svo Keflavík og Breiðablik klukkan 18:30 og KR og Stjarnan klukkan 20:15. 6.9.2007 14:35
Birgir Leifur á fjórum yfir pari í dag Birgir Leifur Hafþórsson náði sér ekki á strik á fyrsta hringnum á Omega Masters mótinu sem fram fer í Sviss. Birgir var á einu höggi yfir pari eftir fyrstu níu holurnar, en lauk keppni á 75 höggum eða fjórum yfir nú eftir hádegið. Hann fékk þrjá fugla, fimm skolla og einn skramba á hringnum í dag og er í kring um 78. sætið. 6.9.2007 14:29
Geri í buxurnar þegar andstæðingarnir fá hornspyrnu Martin Jol, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur sent forráðamönnum félagsins þau skilaboð að hann muni ekki gefast upp fyrr en í fulla hnefana. Tottenham hefur gengið afleitlega í byrjun leiktíðar og sagt er að félagið hafi verið hársbreidd frá því að ráða Juande Ramos hjá Sevilla í starf hans á dögunum. 6.9.2007 14:17
Kyntröllið Crouch Framherjinn leggjalangi Peter Crouch hjá Liverpool er í sviðsljósinnu á nýrri vefsíðu sem er að fara í loftið. Það er hópur aðdáenda leikmannsins sem stendur fyrir opnun síðunnar og kallar hópurinn sig Crouch Is A Sex God - eða Crouch er kyntröll. Crouch sjálfur er mjög hrifinn af þessu uppátæki. 6.9.2007 13:58
Meiðsli Dyer ekki eins alvarleg og talið var Læknar enska úrvalsdeildarfélagsins West Ham segja að meiðsli Kieron Dyer séu ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu. Dyer tvíbrákaði bein í fæti sínum í bikarleik gegn Bristol Rovers á dögunum í aðeins sínum öðrum leik fyrir félagið. Talið var víst að hann yrði frá keppni í mjög langan tíma. 6.9.2007 13:45
Aðeins Ofurmennið getur hirt af mér stöðuna Jens Lehmann segist fullviss um að hann sé öruggur með byrjunarliðssæti sitt hjá Arsenal og þýska landsliðinu. Hann hefur tröllatrú á hæfileikum sínum þó hann sé kominn langt á fertugsaldurinn og segir aðeins Ofurmennið geta slegið sig út úr byrjunarliðssætinu. 6.9.2007 13:36
Mascherano: Benitez bjargaði mér Argentínumaðurinn Javier Mascherano hjá Liverpool segir að Rafa Benitez knattspyrnustjóri hafi bjargað ferli sínum þegar hann ákvað að kaupa hann til Liverpool. Mascherano fékk lítið að spila þá sex mánuði sem hann var hjá West Ham og segist hafa verið orðinn mjög leiður á lífinu í London. 6.9.2007 13:22
Terry tekur tap út á fjölskyldunni Varnarjaxlinn John Terry hjá Chelsea og enska landsliðinu viðurkennir að hann taki tapi á knattspyrnuvellinum svo illa að hann eigi það til að taka það allt út á fjölskyldu sinni þegar hann kemur heim. 6.9.2007 12:29
Ballack hefði frekar átt að fara til United Frans Beckebauer, forseti Bayern Munchen, gagnrýnir harðlega þá ákvörðun landa síns Michael Ballack að ganga í raðir Chelsea á Englandi og segir að hann hefði frekar átt að fara til Manchester United. 6.9.2007 12:19
Gasol aðvarar félaga sína Framherjinn Pau Gasol hjá spænska landsliðinu segir að liðið verði að athuga sinn gang rækilega á Evrópumótinu ef það ætli sér að vinna sigur. 28 leikja sigurhrinu heimsmeistaranna lauk í gær þegar liðið tapaði fyrir spútnikliði Króata á heimavelli í gær, 85-84. 6.9.2007 12:02
Versti árangur Serba í 60 ár Serbar töpuðu í gær þriðja leik sínum í röð á Evrópumótinu í körfuknattleik sem fram fer á Spáni og því er ljóst að liðið situr eftir í riðlakeppninni. Þetta er versti árangur Serbar töpuðu í gær þriðja leik sínum í röð á Evrópumótinu í körfuknattleik sem fram fer á Spáni þegar þeir lágu fyrir Ísreelum og því er ljóst að liðið situr eftir í riðlakeppninni. Þetta er versti árangur liðsins á Evrópumóti í 60 ár, eða síðan liðið hafnaði í 13 sæti í sinni fyrstu keppni undir merkjum Júgóslavíu. Spánverjar töpuðu Króötum eftir að hafa unnið 28 landsleiki í röð. 6.9.2007 11:35
Wenger framlengir við Arsenal Arsene Wenger hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal samkvæmt frétt frá breska ríkissjónvarpinu í dag. Þessi tíðindi verða formlega tilkynnt á næstu dögum en sagt er að Frakkinn fái 4 milljónir punda í árslaun á samningstímanum. Wenger hefur verið stjóri Arsenal síðan árið 1996. 6.9.2007 11:26
Torres meiddur Spænski framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool meiddist á hné á æfingu með spænska landsliðinu í gær og hafa spurningamerki verið sett við þáttöku hans í leiknum gegn Íslendingum á laugardaginn. Læknar spænska landsliðsins segja meiðslin ekki alvarleg, en hann fékk högg á hnéð eftir að hann lenti í samstuði félaga sinn. 6.9.2007 10:40
Fabregas: Ég neitaði Real Madrid Spænski landsliðsmaðurinn Cesc Fabregas hjá Arsenal hefur undirstrikað það að hann muni ekki fara frá Arsenal til að ganga í raðir Real Madrid. Hann segist hafa fengð tilboð um að fara til spænsku risanna í sumar en fullyrðir að hann sé ánægður hjá enska félaginu. 6.9.2007 10:30
GOG í fjórðungsúrslit Danska handknattleiksliðið GOG Svendborg varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í fjórðungsúrslitum dönsku bikarkeppninnar þegar það vann auðveldan útisigur á Stoholm 35-23. Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í liði GOG og skoraði 8 mörk, en hann gekk í raðir liðsins frá þýska liðinu Minden í sumar. 6.9.2007 10:24
Sigurður: Breiddin í hópnum er mikil "Leikstíll okkar er auðveldari að eiga við á upphafsmínútum leiksins, en þegar líða tekur á er eins gott að mótherjinn sé tilbúinn að spila á móti svona vörn í 40 mínútur. Það var virkilega gaman að sjá samheldnina í hópnum í varnarleiknum og hvað menn voru duglegir að finna þann sem var heitur í sókninni," sagði Sigurður Ingimundarson landsliðsþjálfari eftir sigurinn á Austurríkismönnum í gærkvöld. 6.9.2007 10:22
Kom ekki annað til greina en að klára með sigri "Ég er sáttur við hvernig ég spilaði. Mér leið vel inni á vellinum og það gekk flest upp hjá mér," sagði Jakob Sigurðarson eftir sigur Íslendinga á Austurríkismönnum í lokaleik liðsins í Evrópukeppninni í gærkvöldi. Jakob skoraði 21 stig, gaf 10 stoðsendingar og hirti 7 fráköst í leiknum. 6.9.2007 10:04
Hargreaves tæpur hjá Englendingum Miðjumaðurinn Owen Hargreaves hjá Manchester United er nýjasta nafnið á sjúkralista enska landsliðsins fyrir leikinn gegn gegn Ísraelum í undankeppni EM á laugardaginn. Hargreaves meiddist á læri á æfingu og verður því tæplega með í leiknum frekar en þeir David Beckham og Frank Lampard. Þá er Steven Gerrard enn tæpur vegna tábrots. 6.9.2007 09:53
Þórir hetja Lübbecke Nokkrir leikir fóru fram í þýska handboltanum í gær. Þórir Ólafsson var hetja sinna manna í Lübbecke þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Wilhelmshavener þremur sekúndum fyrir leikslok í 28-28 jafntefli liðanna. Þórir var markahæstur í liðinu með 7 mörk líkto og Sergu Datkuasvili, en Gylfi Gylfason var næst markahæstur í liði gestanna með 6 mörk. 6.9.2007 09:23
Glæsilegur sigur Íslands á Austurríki Íslenska körfuboltalandsliðið vann í kvöld glæsilegan sigur á Austurríki í lokaleik sínum í B-deild Evrópukeppninnar. Leikið var í Laugardalshöll. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa en hitnaði síðan hratt og vann á endanum 91-77. 5.9.2007 20:45
Milliriðlarnir orðnir ljósir Í kvöld fór fram lokaumferð riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta sem stendur yfir á Spáni. Þrjú lið komust upp úr hverjum af riðlunum fjórum og í sérstaka milliriðla sem eru tveir talsins. Þaðan mun síðan ráðast hvaða lið leika til undanúrslita á mótinu. 5.9.2007 22:35
Gerrard tók þátt í æfingu Englands Steven Gerrard, miðjumaður Liverpool, tók þátt í æfingu enska landsliðsins í kvöld. Óvissa hefur ríkt um hvort Gerrard geti tekið þátt í landsleik Englendinga gegn Ísrael á laugardaginn en ljóst er að nú geta menn verið bjartsýnni. 5.9.2007 21:58
Speed í tvöföldu hlutverki Gary Speed segir að hann taki leikmannaferilinn fram yfir þjálfaraferilinn í dag. Þessi reynslumikli miðjumaður spilar með Bolton í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem hann er í þjálfarateymi Sammy Lee. 5.9.2007 21:17
Króatarnir áfram hjá ÍA Sagt er frá því á heimasíðu knattspyrnudeildar ÍA að félagið hafi gert nýja samninga við króatísku leikmennina tvo sem leikið hafa með liðinu í sumar. Dario Cingel og Vejkoslav Svadumovic skrifuðu undir samninga til tveggja ára en þeir hafa spilað stórt hlutverk á Skaganum. 5.9.2007 21:03
Afturelding og HK/Víkingur upp Afturelding og HK/Víkingur tryggðu sér í kvöld sæti í Landsbankadeild kvenna á næstu leiktíð. Seinni leikir í undanúrslitum 1. deildar fóru þá fram. Afturelding vann Völsung á Húsavíkurvelli og HK/Víkingur burstaði Hött. 5.9.2007 19:39