Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Aron Guðmundsson skrifar 11. desember 2025 07:01 Stephen Bradley stýrir sínu liði gegn Breiðabliki á morgun. Sem Íri styður hann við bakið á Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara Írlands en væri til í að sjá meira af leikmönnum úr írsku deildinni fá tækifæri í landsliðinu Vísir/Samsett Stephen Bradley, þjálfari írska liðsins Shamrock Rovers sem mætir Breiðabliki í kvöld, segir það ekki í sínum verkahring að segja írska landsliðsþjálfaranum Heimi Hallgrímssyni hvernig hann eigi að sinna vinnunni sinni en væri til í að sjá sína leikmenn í landsliðinu. Breiðablik tekur á móti Shamrock Rovers á Laugardalsvelli klukkan korter í sex í kvöld í Sambandsdeild Evrópu. Bæði lið eru í leit að sínum fyrsta sigri og eiga enn möguleika á að tryggja sér sæti í umspili fyrir sextán liða úrslit deildarinnar. Klippa: Heimir hafi gert það sem af honum var ætlast Bradley er Íri sjálfur og hefur verið þjálfari Shamrock yfir margra ára skeið núna. Hann segir írsku þjóðina styðja við bakið á Heimi sem er tók við írska landsliðinu í fyrra og er búinn að koma því í umspil fyrir heimsmeistaramót næsta árs. „Hann hefur gert það sem af honum var ætlast,“ segir Stephen Bradley í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Fyrir mót var markmiðið að komast allavegana í umspilið fyrir HM. Honum hefur tekist að koma liðinu þangað. Allir á Írlandi vilja að við komumst alla leið á HM. Það styðja allir Írar við bakið á Heimi í því verkefni og vonandi tekst okkur að komast á HM.“ Stephen segir Heimi viðkunnalegan náunga. „Ég hef hitt hann og talað við hann. Við snæddum saman hádegisverð fyrir einhverju síðan. Það er góður maður þarna á ferð sem hefur tekist að framkalla það sem ætlast var til af honum.“ Shamrock Rovers vann tvennuna heima fyrir á Írlandi á nýafstöðnu tímabili og fyrr á árinu mátti lesa um það í írskum miðlum að Stephen kallaði eftir því að Heimir myndi leita meira í írsku deildina eftir leikmönnum fyrir landsliðið. Í síðustu verkefnum írska landsliðsins hefur það ekki verið raunin en erfitt er að gagnrýna val Heimis þegar að vel gengur hjá liðinu. Stephen ætlar hið minnsta ekki að segja Heimi hvernig hann eigi að haga vali sínu. „Hann sem þjálfari verður bara að taka þessar ákvarðanir. Það er ekki í mínum verkahring að segja honum hvaða leikmenn hann eigi að velja í landsliðið. Ég skil vel að það geti verið erfitt að velja á milli leikmanna þegar kemur að landsliðinu. Ég tel þó að það séu leikmenn í mínu liði sem og í öðrum liðum í írsku deildinni sem eru nógu góðir til þess að spila fyrir írska landsliðið. Ég trúi því af öllum hug. En sem þjálfari geturðu aldrei gert öllum til geðs, ég sýni honum skilning að því leiti að þetta er erfitt val.“ Virkar ekki par sáttur Á blaðamannafundi eftir viðtalið sem Stephen veitti íþróttadeild Sýnar gekk írskur blaðamaður á hann og spurði þjálfarann úti hugmyndir Heimis um að láta leikmenn úr írsku deildinni taka þátt í verkefni með írska landsliðinu utan hefðbundins landsleikjaglugga í janúar næstkomandi. Klippa: Ekki par sáttur með vinnubrögð Heimis Hugmyndina er Heimir sagður hafa viðrað í viðtali við fjölmiðla en þó svo að Stephen sé á því að fleiri leikmenn úr írsku deildinni ættu að fá tækifæri með landsliðinu, segir hann að svona hugmynd eigi að vera ræddar við þjálfara þeirra liða sem skipa írsku úrvalsdeildina af fyrra bragði en ekki viðraðar fyrst í fjölmiðlum. „Að mínu mati er ekki verið að fara réttu leiðina að þessu,“ sagði Stephen á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í gær. „Ef hann vill nota leikmenn úr deildinni þá ætti hann að ræða þá hugmynd sína við þjálfara í deildinni. Þetta er ekki flókið, eru ekki geimvísindi.“ Leikur Breiðabliks og Shamrock Rovers í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hefst klukkan korter í sex í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay. Sambandsdeild Evrópu Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Breiðablik Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Breiðablik tekur á móti Shamrock Rovers á Laugardalsvelli klukkan korter í sex í kvöld í Sambandsdeild Evrópu. Bæði lið eru í leit að sínum fyrsta sigri og eiga enn möguleika á að tryggja sér sæti í umspili fyrir sextán liða úrslit deildarinnar. Klippa: Heimir hafi gert það sem af honum var ætlast Bradley er Íri sjálfur og hefur verið þjálfari Shamrock yfir margra ára skeið núna. Hann segir írsku þjóðina styðja við bakið á Heimi sem er tók við írska landsliðinu í fyrra og er búinn að koma því í umspil fyrir heimsmeistaramót næsta árs. „Hann hefur gert það sem af honum var ætlast,“ segir Stephen Bradley í samtali við íþróttadeild Sýnar. „Fyrir mót var markmiðið að komast allavegana í umspilið fyrir HM. Honum hefur tekist að koma liðinu þangað. Allir á Írlandi vilja að við komumst alla leið á HM. Það styðja allir Írar við bakið á Heimi í því verkefni og vonandi tekst okkur að komast á HM.“ Stephen segir Heimi viðkunnalegan náunga. „Ég hef hitt hann og talað við hann. Við snæddum saman hádegisverð fyrir einhverju síðan. Það er góður maður þarna á ferð sem hefur tekist að framkalla það sem ætlast var til af honum.“ Shamrock Rovers vann tvennuna heima fyrir á Írlandi á nýafstöðnu tímabili og fyrr á árinu mátti lesa um það í írskum miðlum að Stephen kallaði eftir því að Heimir myndi leita meira í írsku deildina eftir leikmönnum fyrir landsliðið. Í síðustu verkefnum írska landsliðsins hefur það ekki verið raunin en erfitt er að gagnrýna val Heimis þegar að vel gengur hjá liðinu. Stephen ætlar hið minnsta ekki að segja Heimi hvernig hann eigi að haga vali sínu. „Hann sem þjálfari verður bara að taka þessar ákvarðanir. Það er ekki í mínum verkahring að segja honum hvaða leikmenn hann eigi að velja í landsliðið. Ég skil vel að það geti verið erfitt að velja á milli leikmanna þegar kemur að landsliðinu. Ég tel þó að það séu leikmenn í mínu liði sem og í öðrum liðum í írsku deildinni sem eru nógu góðir til þess að spila fyrir írska landsliðið. Ég trúi því af öllum hug. En sem þjálfari geturðu aldrei gert öllum til geðs, ég sýni honum skilning að því leiti að þetta er erfitt val.“ Virkar ekki par sáttur Á blaðamannafundi eftir viðtalið sem Stephen veitti íþróttadeild Sýnar gekk írskur blaðamaður á hann og spurði þjálfarann úti hugmyndir Heimis um að láta leikmenn úr írsku deildinni taka þátt í verkefni með írska landsliðinu utan hefðbundins landsleikjaglugga í janúar næstkomandi. Klippa: Ekki par sáttur með vinnubrögð Heimis Hugmyndina er Heimir sagður hafa viðrað í viðtali við fjölmiðla en þó svo að Stephen sé á því að fleiri leikmenn úr írsku deildinni ættu að fá tækifæri með landsliðinu, segir hann að svona hugmynd eigi að vera ræddar við þjálfara þeirra liða sem skipa írsku úrvalsdeildina af fyrra bragði en ekki viðraðar fyrst í fjölmiðlum. „Að mínu mati er ekki verið að fara réttu leiðina að þessu,“ sagði Stephen á blaðamannafundi á Laugardalsvelli í gær. „Ef hann vill nota leikmenn úr deildinni þá ætti hann að ræða þá hugmynd sína við þjálfara í deildinni. Þetta er ekki flókið, eru ekki geimvísindi.“ Leikur Breiðabliks og Shamrock Rovers í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta hefst klukkan korter í sex í dag og verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport Viaplay.
Sambandsdeild Evrópu Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Breiðablik Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti