Fótbolti

Sir Alex hrósar David Healy

David Healy hefur skorað grimmt í undankeppni EM og er markahæstur
David Healy hefur skorað grimmt í undankeppni EM og er markahæstur NordicPhotos/GettyImages

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að það hafi komið sér skemmtilega á óvart hvað fyrrum lærisveinn hans David Healy hefur verið duglegur að skora fyrir norður-írska landsliðið. Healy var á mála hjá Manchester United til ársins 2001.

Healy hefur farið á kostum með Norður-Írum í undankeppni EM og er markahæstur í keppninni með 11 mörk. Hann hefur alls skorað 31 mark í 57 leikjum fyrir landsliðið. United gat ekki notað hann á sínum tíma og seldi hann til Preston árið 2001.

"Markahlutfall hans með landsliðinu er í algjörum sérflokki. Hann hefur alltaf verið mikill markaskorari og hann er svo sannarlega að sýna það núna. Ég gat ekki með nokkru móti séð það fyrir að hann ætti eftir að vera svona grimmur þegar við létum þennan unga mann fara fyrir 1,5 milljónir punda til Preston. Það er því ótrúlegt til þess að hugsa að hann hafi ekki hækkað í verði þrátt fyrir þessa gríðarlegu markaskorun. Ég er viss um að hann á eftir að standa sig frábærlega hjá Fulham," sagði Ferguson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×