Fleiri fréttir Juventus vill ræða við Ballack Ítalska liðið Juventus hefur áhuga á þýska miðjumanninum Michael Ballack hjá Chelsea. Eins og frægt er orðið þá var Ballack ekki valinn í leikmannahóp Chelsea fyrir Meistaradeildina og hafa þá farið af stað sögusagnir varðandi framtíð hans hjá enska stórliðinu. 5.9.2007 17:08 Hjónabandið breytti Beckham Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að David Beckham hafi breyst til hins verra þegar hann giftist kryddpíunni Victoriu árið 1999. Hann segir Beckham hafa verið atvinnumann fram í fingurgóma áður en hann tileinkaði sér stjörnulífið. 5.9.2007 16:50 Hamilton stelur sviðsljósinu af Rooney Breski bókarisinn Harper Collins ætlar að verja milljónum punda í ökuþórinn Lewis Hamilton í þeirri von að hann bæti upp tap útgáfunnar á fyrstu bókinni um knattspyrnukappann Wayne Rooney sem kom út í fyrra. Aðeins 40,000 eintök seldust af bók Rooney sem kom út eftir HM 2006 í knattspyrnu, sem þótti hneyksli eftir að útgáfan eyddi 5 milljónum punda í að tryggja sér útgáfuréttinn á sögu hans. 5.9.2007 16:29 Magnús og Guðjón fá ávítur frá KSÍ Magnús Gylfason þjálfari Víkings og Guðjón Þórðarson þjálfari ÍA, í Landsbankadeild karla fengu í dag ávítur frá aganefnd KSÍ og voru félög þeirra sektuð um 10 þúsund krónur vegna ummæla þeirra í garð dómara eftir leiki í 14. umferð deildarinnar. Þá fengu þeir Ólafur Kristjánsson þjálfari Keflavíkur og Leifur Garðarsson þjálfari Fylkis áminningu vegna ummæla sinna við sama tækifæri. 5.9.2007 16:18 Enginn náð fernunni síðan vorið 2004 Norska markamaskínan Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United lagði skóna á hilluna á dögunum, en hann afrekaði það einu sinni að skora fjögur mörk í einum leik á aðeins 19 mínútum eftir að hafa komið inn sem varamaður. Hér fyrir neðan er listi yfir þá leikmenn sem hafa náð að skora fjögur mörk eða meira í leik í úrvalsdeildinni. 5.9.2007 15:06 Höfum ekki efni á að gera fleiri mistök Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari á von á gríðarlega harðri keppni um helgina þegar Ítalíukappaksturinn í Formúlu 1 fer fram á Monza brautinni sögufrægu. Raikkönen segir Ferrari ekki hafa efni á að gera fleiri mistök á næstunni ef liðið ætli sér að skáka McLaren. 5.9.2007 14:54 Markús Máni að hætta? "Ég get ekkert sagt um það á þessari stundu," sagði Markús Máni Michaelsson í samtali við Vísi þegar hann var spurður hvort hann ætlaði sér að spila með Íslandsmeisturum Vals í vetur. Markús er samningsbundinn Val en segir frekar ólíklegt að hann verði á fullu með liðinu í deildarkeppninni. 5.9.2007 13:40 Shaquille O´Neal skilur við konu sína Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami Heat í NBA deildinni hefur sótt um skilnað við konu sína Shaunie, en þau hafa verið gift í tæp fimm ár. Saman eiga þau fimm börn og hætt er við að lögmenn þeirra hafi nóg að gera á næstunni því O´Neal rakar inn um 1,3 milljörðum króna í árslaun og þá eru aðeins talin laun hans hjá Heat. Hús þeirra hjóna hefur verið sett á sölu í Miami og kostar það litla tvo milljarða króna. 5.9.2007 12:25 Spánverjar heiðra Schumacher Michael Schumacher hefur verið sæmdur æðstu verðlaunum sem íþróttamönnum eru veitt á Spáni þegar hann tók við Principe de Astruias verðlaununum í dag. Schumacher hampaði sjö heimsmeistaratitlum í Formúlu 1 á ferlinum en hefur auk þess verið duglegur í mannúðarmálum og góðgerðastarfsemi. 5.9.2007 12:06 Ætla að ljúka keppni með stæl Íslenska landsliðið í körfubolta leikur í kvöld síðasta leik sinn í b-deild Evrópukeppninnar þegar það tekur á móti Austurríkismönnum í Laugardalshöll. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er liðið sem sigrar tryggir sér þriðja sætið í riðlinum. Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarþjálfari segir frábæran anda í herbúðum íslenska liðsins eftir tvo sigra í röð. 5.9.2007 11:03 Crouch var tekinn sérstaklega fyrir á HM Fyrrum HM-dómarinn Graham Poll segir að dómarar á HM í Þýskalandi í fyrra hafi tekið leikstíl enska landsliðsmannsins Peter Crouch sérstaklega fyrir áður en mótið byrjaði. 5.9.2007 10:17 Ferguson vill að Queiroz taki við United Sir Alex Ferguson segist enn ekki vera búinn að gera það upp við sig hvenær hann hættir að þjálfa, en segist lítast vel á aðstoðarmann sinn Carlos Queiroz sem næsta knattspyrnustjóra Manchester United. Hann segir þá ákvörðun vera í höndum Glazer-feðga. 5.9.2007 10:12 Liverpool spilar ljótan og leiðinlegan bolta Bernd Schuster nýráðinn þjálfari Real Madrid segir að Liverpool spili ljóta og leiðinlega knattspyrnu, en bendir á að liðið sé helsti keppinautur sinna manna um sigur í Meistaradeildinni næsta vor. Hann á einnig von á að AC Milan verði eitt þeirra liða sem kemst hvað lengst í keppninni. 5.9.2007 10:04 Nýr samningur á borðinu hjá Richards Varnarmaðurinn efnilegi Micah Richards hjá Manchester City segist reikna með að skrifa undir nýjan samning við Manchester City á næstu dögum. Richards er aðeins 19 ára gamall en hefur þegar tryggt sér fjóra landsleiki fyrir England. Hann er reyndar enn samningsbundinn félaginu til 2010, en það hefur nú boðið honum betri samning á hærri launum. 5.9.2007 09:58 Gerrard sprautaður? Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, segir ekki útilokað að Steven Gerrard verði sprautaður með verkjalyfjum svo hann geti spilað leikinn við Ísraela í undankeppni EM á laugardaginn. Gerrard er með brákað tábein, en síðast þegar hann var sprautaður vegna þessa var hann eina fimm daga að jafna sig. 5.9.2007 09:54 Parker tryggði Frökkum annan sigurinn í röð Evrópumeistaramótið í körfubolta stendur nú sem hæst á Spáni. Tony Parker fór fyrir liði Frakka þegar það vann annan sigur sinn í röð í D-riðli, nú gegn silfurliði Ítala frá Ólympíuleikunum 69-62. Þetta var annað tap Ítala í röð á mótinu. Parker skoraði 36 stig í leiknum. 5.9.2007 09:27 Austurríkismenn leiða í hálfleik Austurríkismenn hafa yfir 41-39 gegn Íslendingum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign þjóðanna í b-deild Evrópumótsins. Íslensku leikmennirnir hafa flestir hverjir verið ískaldir í sóknarleiknum til að byrja með og hafa verið undir nær allan fyrri hálfleikinn. 5.9.2007 19:56 Margrét Lára langmarkahæst Margrét Lára Viðarsdóttir er langmarkahæsti leikmaðurinn í Landsbankadeild kvenna. Margrét hefur skorað þrjátíu mörk í deildinni í þeim þrettán leikjum sem Valur hefur leikið en í kvöld gerði hún fjögur þegar Valur vann 11-0 útisigur á Fjölni. 4.9.2007 20:31 Heimamenn á sigurbraut Spánverjar hafa unnið báða leiki sína á Evrópumótinu sem haldið er í þeirra heimalandi. Í kvöld unnu þeir Letta 93-77 þar sem Pau Gasol gerði sér lítið fyrir og skoraði 26 stig ásamt því að hann tók níu fráköst. 4.9.2007 21:24 Grikkir unnu Serba naumlega Núverandi Evrópumeistarar Grikkja unnu nauman sigur á Serbíu í 2. umferð riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. Leikurinn var í A-riðli keppninnar en einnig er leikjum kvöldsins í C-riðli lokið. 4.9.2007 20:51 Giggs stefnir á ellefu Ryan Giggs hefur opinberað að markmið sitt sé að vinna ellefu enska meistaratitla með Manchester United. Þessi töframaður frá Wales hefur alls hampað enska meistaratitlinum níu sinnum sem er oftar en nokkur annar einstaklingur. 4.9.2007 20:21 Fylkir sendi ÍR í botnsætið Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Fylkir og ÍR áttust við í sannkölluðum botnbaráttuslag þar sem Fylkir vann 4-1 sigur. Með þessum úrslitum datt ÍR í botnsætið en aðeins eitt lið fellur úr deildinni. 4.9.2007 20:09 Grótta og Víðir í úrslitin Ljóst er að það verða Grótta og Víðir sem munu mætast í úrslitaleiknum um sigurinn í 3. deild karla. Bæði lið hafa þegar tryggt sér sæti í 2. deild á næstu leiktíð. Seinni leikir undanúrslitana fóru fram í kvöld. 4.9.2007 19:44 Lið í Serie-B hóta verkfalli Lið í Serie-B deildinni á Ítalíu hóta því að fara í verkfall ef samningar munu ekki nást um sjónvarpsréttinn á deildinni. Ekki er sýnt frá næstefstu deild Ítalíu í sjónvarpi þar á landi eftir að félögin neituðu tilboði frá ítölsku Sky sjónvarpsstöðinni. 4.9.2007 19:31 Mun Chelsea ræna Dos Santos? Sögusagnir eru uppi um að Giovani dos Santos, hinn stórefnilegi leikmaður Barcelona, sé með klásúlu í samningi sínum sem segir að hann megi fara ef lið býður tuttugu milljónir punda í hann. Chelsea ætlar að láta reyna á þessa klásúlu. 4.9.2007 18:59 Schuster: AC Milan sigurstranglegast Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid, segir að ítalska liðið AC Milan sé sigurstranglegast í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. „Ég sá þá vinna Sevilla og tel þá sigurstranglegasta," sagði Schuster. 4.9.2007 18:40 Tveir úr FH dæmdir í bann Danirnir Tommy Nielsen og Dennis Siim verða ekki með Íslandsmeistaraliði FH þegar það heimsækir Breiðablik sunnudaginn 16. september. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í dag og fengu þeir báðir leikbann vegna uppsafnaðra áminninga. 4.9.2007 18:11 Solano: Vonbrigði að hafa ekki tekið titil Nolberto Solano, fyrrum miðjumaður Newcastle, segist mjög svekktur yfir því að hafa ekki náð að vinna titil með félaginu. Solano gekk til liðs við West Ham á föstudag, tveimur árum eftir að hann gekk á ný til liðs við félagið frá Aston Villa. 4.9.2007 17:38 Olembe á leið til Wigan Wigan er að fá kamerúnska vinstri bakvörðinn Salomon Olembe. Samningur hans við franska liðið Marseille rann út í júní en þessi 26 ára leikmaður var á sínum tíma hjá Leeds. Hann á um sextíu landsleiki að baki. 4.9.2007 17:21 Lampard ekki með gegn Ísrael Miðjumaðurinn Frank Lampard verður ekki með enska landsliðinu á laugardag þegar það leikur gegn Ísrael á Wembley. Helmingslíkur eru taldar á því að hann verði klár í slaginn fyrir leik gegn Rússlandi fjórum dögum síðar. 4.9.2007 17:10 Helgi og Brynjar ekki með gegn Spáni Tveir leikmenn hafa þurft að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum fyrir landsleikinn gegn Spáni vegna meiðsla. Leikmennirnir eru Brynjar Björn Gunnarsson, Reading og Helgi Sigurðsson úr Val. 4.9.2007 17:00 Danska bullan fékk skilorðsbundinn dóm Frægasta fótboltabulla Norðurlanda, sem ákærð var fyrir að hlaupa inn á völlinn í leik Dana og Svía á Parken í júní síðastliðnum, var í dag dæmd í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi í bæjarrétti í Kaupmannahöfn. Auk þess var hinn 29 ára gamli Dani dæmdur til að sinna 40 klukkustundum í samfélagsvinnu og borga sakarkostnað. 4.9.2007 14:41 Terry: McClaren mun ekki hætta John Terry, fyrirliði enska landsliðsins, segir að landsliðsþjálfarinn Steve McClaren muni ekki segja starfi sínu lausu þótt illa fari í leikjunum tveimur gegn Ísraelum og Rússum í undankeppni EM um helgina. 4.9.2007 14:15 Joaquin: Við fáum ekkert nammi á Íslandi Spænski miðjumaðurinn Joaquin hjá Valencia segir að félagar hans í spænska landsliðinu eigi ekki von á blíðum móttökum þegar þeir sækja Íslendinga heim í undankeppni EM á laugardaginn. Hann segir Spánverja vita betur en að vanmeta íslenska liðið. 4.9.2007 14:07 Riquelme byrjaður að æfa með Villarreal á ný Argentínski leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme mætti í dag á sína fyrstu æfingu með spænska liðinu Villarreal í langan tíma. Riquelme var í sumar tjáð að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá félaginu eftir ósætti hans við þjálfarann, en hann hefur nú snúið til æfinga á ný með liðinu eftir að hafa æft einn í tvær vikur. 4.9.2007 13:59 Heiðar Helguson verður frá í tvo mánuði Framherjinn Heiðar Helguson hjá Bolton í ensku úrvalsdeildinni verður frá keppni í hátt í tvo mánuði vegna ökklameiðsla. Heiðar hefur þegar farið í aðgerð vegna meiðslanna og mun missa af leikjum liðs síns næstu sjö vikurnar eða svo. 4.9.2007 13:55 Henry er enn að venjast gömlu stöðunni Franski framherjinn Thierry Henry hefur verið látinn í sína gömlu stöðu á vinstri vængnum í fyrstu leikjum sínum með Barcelona á Spáni. Henry viðurkennir að hann sé enn að venjast stöðunni sem hann spilaði þegar hann var hjá Juventus, reyndar með misjöfnum árangri. 4.9.2007 13:42 Ég skal segja ykkur hvað áhyggjur eru Breska blaðið The Sun spurði framherjann Alan Smith hjá Newcastle í gær hvort hann væri ósáttur við að hafa misst stöðu sína í enska landsliðinu í hendur Emile Heskey. 4.9.2007 13:22 Stjórnarformaður Derby fær haturspóst Peter Gadsby, stjórnarformaður nýliða Derby County í ensku úrvalsdeildinni, hefur upplýst að hann hafi fengið talsvert magn af haturspósti frá stuðningsmönnum félagsins á leiktíðinni. Stuðningsmönnum liðsins þykir formaðurinn halda að sér höndum á leikmannamarkaðnum og eru skiljanlega ósáttir við lélega byrjun liðsins í deildinni. 4.9.2007 12:55 Wenger reiknar með að skrifa undir í vikulok Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist reikna með að skrifa undir nýjan samning við félagið á fimmtudag eða föstudag. Wenger hefur verið hjá Arsenal síðan árið 1996 en núverandi samningur hans rennur út í lok yfirstandandi leiktíðar. 4.9.2007 12:14 Loew hissa á ákvörðun Chelsea Joachim Loew, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, segist undrandi á ákvörðun forráðamanna Chelsea að velja Michael Ballack ekki í hóp sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann segist ekki sjá annað en að þýski landsliðsmaðurinn sé á góðum batavegi. 4.9.2007 12:07 Stjörnurnar æfðu ekki með enska landsliðinu Steven Gerrard var einn þeirra stjörnuleikmanna sem gátu ekki mætt á æfingu enska landsliðsins í morgun, en liðið er nú að leggja lokahönd á undirbúning fyrir leikinn gegn Ísraelum í undankeppni EM á Wembley á laugardaginn. Alls voru fjórir lykilmenn enska liðsins fjarverandi í morgun. 4.9.2007 11:54 King frá fram í nóvember? Breska blaðið Daily Mail hefur eftir heimildamanni sínum hjá úrvalsdeildarfélaginu Tottenham að fyrirliðinn Ledley King muni líklega ekki koma við sögu með Totttenham fyrr en í nóvember eftir að honum sló niður í endurhæfingu sinni vegna hnémeiðsla. 4.9.2007 11:44 Owen þarf að vera í endurhæfingu allan ferilinn Sam Allardyce, stjóri Newcastle, segir að framherjinn Michael Owen verði að vera í sérstakri endurhæfingu það sem hann á eftir af ferli sínum sem leikmaður ef hann ætli sér að reyna að sleppa við frekari meiðsli í framtíðinni. Owen hefur farið í fimm aðgerðir á síðustu misserum og hefur enn ekki náð fyrra formi. 4.9.2007 11:38 Ensk knattspyrna er í bráðri hættu Sir Trevor Brooking segir að straumur erlendra leikmanna inn í ensku úrvalsdeildina sé að grafa undan framtíðarmöguleikum enska landsliðsins. Brooking fer fyrir nefnd sem stýrir knattspyrnuuppbyggingu á Englandi og segir að tilfinnanlega skorti breidd í lykilstöðum í enskri knattspyrnu. 4.9.2007 11:11 Sjá næstu 50 fréttir
Juventus vill ræða við Ballack Ítalska liðið Juventus hefur áhuga á þýska miðjumanninum Michael Ballack hjá Chelsea. Eins og frægt er orðið þá var Ballack ekki valinn í leikmannahóp Chelsea fyrir Meistaradeildina og hafa þá farið af stað sögusagnir varðandi framtíð hans hjá enska stórliðinu. 5.9.2007 17:08
Hjónabandið breytti Beckham Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að David Beckham hafi breyst til hins verra þegar hann giftist kryddpíunni Victoriu árið 1999. Hann segir Beckham hafa verið atvinnumann fram í fingurgóma áður en hann tileinkaði sér stjörnulífið. 5.9.2007 16:50
Hamilton stelur sviðsljósinu af Rooney Breski bókarisinn Harper Collins ætlar að verja milljónum punda í ökuþórinn Lewis Hamilton í þeirri von að hann bæti upp tap útgáfunnar á fyrstu bókinni um knattspyrnukappann Wayne Rooney sem kom út í fyrra. Aðeins 40,000 eintök seldust af bók Rooney sem kom út eftir HM 2006 í knattspyrnu, sem þótti hneyksli eftir að útgáfan eyddi 5 milljónum punda í að tryggja sér útgáfuréttinn á sögu hans. 5.9.2007 16:29
Magnús og Guðjón fá ávítur frá KSÍ Magnús Gylfason þjálfari Víkings og Guðjón Þórðarson þjálfari ÍA, í Landsbankadeild karla fengu í dag ávítur frá aganefnd KSÍ og voru félög þeirra sektuð um 10 þúsund krónur vegna ummæla þeirra í garð dómara eftir leiki í 14. umferð deildarinnar. Þá fengu þeir Ólafur Kristjánsson þjálfari Keflavíkur og Leifur Garðarsson þjálfari Fylkis áminningu vegna ummæla sinna við sama tækifæri. 5.9.2007 16:18
Enginn náð fernunni síðan vorið 2004 Norska markamaskínan Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United lagði skóna á hilluna á dögunum, en hann afrekaði það einu sinni að skora fjögur mörk í einum leik á aðeins 19 mínútum eftir að hafa komið inn sem varamaður. Hér fyrir neðan er listi yfir þá leikmenn sem hafa náð að skora fjögur mörk eða meira í leik í úrvalsdeildinni. 5.9.2007 15:06
Höfum ekki efni á að gera fleiri mistök Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen hjá Ferrari á von á gríðarlega harðri keppni um helgina þegar Ítalíukappaksturinn í Formúlu 1 fer fram á Monza brautinni sögufrægu. Raikkönen segir Ferrari ekki hafa efni á að gera fleiri mistök á næstunni ef liðið ætli sér að skáka McLaren. 5.9.2007 14:54
Markús Máni að hætta? "Ég get ekkert sagt um það á þessari stundu," sagði Markús Máni Michaelsson í samtali við Vísi þegar hann var spurður hvort hann ætlaði sér að spila með Íslandsmeisturum Vals í vetur. Markús er samningsbundinn Val en segir frekar ólíklegt að hann verði á fullu með liðinu í deildarkeppninni. 5.9.2007 13:40
Shaquille O´Neal skilur við konu sína Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Miami Heat í NBA deildinni hefur sótt um skilnað við konu sína Shaunie, en þau hafa verið gift í tæp fimm ár. Saman eiga þau fimm börn og hætt er við að lögmenn þeirra hafi nóg að gera á næstunni því O´Neal rakar inn um 1,3 milljörðum króna í árslaun og þá eru aðeins talin laun hans hjá Heat. Hús þeirra hjóna hefur verið sett á sölu í Miami og kostar það litla tvo milljarða króna. 5.9.2007 12:25
Spánverjar heiðra Schumacher Michael Schumacher hefur verið sæmdur æðstu verðlaunum sem íþróttamönnum eru veitt á Spáni þegar hann tók við Principe de Astruias verðlaununum í dag. Schumacher hampaði sjö heimsmeistaratitlum í Formúlu 1 á ferlinum en hefur auk þess verið duglegur í mannúðarmálum og góðgerðastarfsemi. 5.9.2007 12:06
Ætla að ljúka keppni með stæl Íslenska landsliðið í körfubolta leikur í kvöld síðasta leik sinn í b-deild Evrópukeppninnar þegar það tekur á móti Austurríkismönnum í Laugardalshöll. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er liðið sem sigrar tryggir sér þriðja sætið í riðlinum. Friðrik Ingi Rúnarsson aðstoðarþjálfari segir frábæran anda í herbúðum íslenska liðsins eftir tvo sigra í röð. 5.9.2007 11:03
Crouch var tekinn sérstaklega fyrir á HM Fyrrum HM-dómarinn Graham Poll segir að dómarar á HM í Þýskalandi í fyrra hafi tekið leikstíl enska landsliðsmannsins Peter Crouch sérstaklega fyrir áður en mótið byrjaði. 5.9.2007 10:17
Ferguson vill að Queiroz taki við United Sir Alex Ferguson segist enn ekki vera búinn að gera það upp við sig hvenær hann hættir að þjálfa, en segist lítast vel á aðstoðarmann sinn Carlos Queiroz sem næsta knattspyrnustjóra Manchester United. Hann segir þá ákvörðun vera í höndum Glazer-feðga. 5.9.2007 10:12
Liverpool spilar ljótan og leiðinlegan bolta Bernd Schuster nýráðinn þjálfari Real Madrid segir að Liverpool spili ljóta og leiðinlega knattspyrnu, en bendir á að liðið sé helsti keppinautur sinna manna um sigur í Meistaradeildinni næsta vor. Hann á einnig von á að AC Milan verði eitt þeirra liða sem kemst hvað lengst í keppninni. 5.9.2007 10:04
Nýr samningur á borðinu hjá Richards Varnarmaðurinn efnilegi Micah Richards hjá Manchester City segist reikna með að skrifa undir nýjan samning við Manchester City á næstu dögum. Richards er aðeins 19 ára gamall en hefur þegar tryggt sér fjóra landsleiki fyrir England. Hann er reyndar enn samningsbundinn félaginu til 2010, en það hefur nú boðið honum betri samning á hærri launum. 5.9.2007 09:58
Gerrard sprautaður? Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga, segir ekki útilokað að Steven Gerrard verði sprautaður með verkjalyfjum svo hann geti spilað leikinn við Ísraela í undankeppni EM á laugardaginn. Gerrard er með brákað tábein, en síðast þegar hann var sprautaður vegna þessa var hann eina fimm daga að jafna sig. 5.9.2007 09:54
Parker tryggði Frökkum annan sigurinn í röð Evrópumeistaramótið í körfubolta stendur nú sem hæst á Spáni. Tony Parker fór fyrir liði Frakka þegar það vann annan sigur sinn í röð í D-riðli, nú gegn silfurliði Ítala frá Ólympíuleikunum 69-62. Þetta var annað tap Ítala í röð á mótinu. Parker skoraði 36 stig í leiknum. 5.9.2007 09:27
Austurríkismenn leiða í hálfleik Austurríkismenn hafa yfir 41-39 gegn Íslendingum þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign þjóðanna í b-deild Evrópumótsins. Íslensku leikmennirnir hafa flestir hverjir verið ískaldir í sóknarleiknum til að byrja með og hafa verið undir nær allan fyrri hálfleikinn. 5.9.2007 19:56
Margrét Lára langmarkahæst Margrét Lára Viðarsdóttir er langmarkahæsti leikmaðurinn í Landsbankadeild kvenna. Margrét hefur skorað þrjátíu mörk í deildinni í þeim þrettán leikjum sem Valur hefur leikið en í kvöld gerði hún fjögur þegar Valur vann 11-0 útisigur á Fjölni. 4.9.2007 20:31
Heimamenn á sigurbraut Spánverjar hafa unnið báða leiki sína á Evrópumótinu sem haldið er í þeirra heimalandi. Í kvöld unnu þeir Letta 93-77 þar sem Pau Gasol gerði sér lítið fyrir og skoraði 26 stig ásamt því að hann tók níu fráköst. 4.9.2007 21:24
Grikkir unnu Serba naumlega Núverandi Evrópumeistarar Grikkja unnu nauman sigur á Serbíu í 2. umferð riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. Leikurinn var í A-riðli keppninnar en einnig er leikjum kvöldsins í C-riðli lokið. 4.9.2007 20:51
Giggs stefnir á ellefu Ryan Giggs hefur opinberað að markmið sitt sé að vinna ellefu enska meistaratitla með Manchester United. Þessi töframaður frá Wales hefur alls hampað enska meistaratitlinum níu sinnum sem er oftar en nokkur annar einstaklingur. 4.9.2007 20:21
Fylkir sendi ÍR í botnsætið Tveir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Fylkir og ÍR áttust við í sannkölluðum botnbaráttuslag þar sem Fylkir vann 4-1 sigur. Með þessum úrslitum datt ÍR í botnsætið en aðeins eitt lið fellur úr deildinni. 4.9.2007 20:09
Grótta og Víðir í úrslitin Ljóst er að það verða Grótta og Víðir sem munu mætast í úrslitaleiknum um sigurinn í 3. deild karla. Bæði lið hafa þegar tryggt sér sæti í 2. deild á næstu leiktíð. Seinni leikir undanúrslitana fóru fram í kvöld. 4.9.2007 19:44
Lið í Serie-B hóta verkfalli Lið í Serie-B deildinni á Ítalíu hóta því að fara í verkfall ef samningar munu ekki nást um sjónvarpsréttinn á deildinni. Ekki er sýnt frá næstefstu deild Ítalíu í sjónvarpi þar á landi eftir að félögin neituðu tilboði frá ítölsku Sky sjónvarpsstöðinni. 4.9.2007 19:31
Mun Chelsea ræna Dos Santos? Sögusagnir eru uppi um að Giovani dos Santos, hinn stórefnilegi leikmaður Barcelona, sé með klásúlu í samningi sínum sem segir að hann megi fara ef lið býður tuttugu milljónir punda í hann. Chelsea ætlar að láta reyna á þessa klásúlu. 4.9.2007 18:59
Schuster: AC Milan sigurstranglegast Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid, segir að ítalska liðið AC Milan sé sigurstranglegast í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. „Ég sá þá vinna Sevilla og tel þá sigurstranglegasta," sagði Schuster. 4.9.2007 18:40
Tveir úr FH dæmdir í bann Danirnir Tommy Nielsen og Dennis Siim verða ekki með Íslandsmeistaraliði FH þegar það heimsækir Breiðablik sunnudaginn 16. september. Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ fundaði í dag og fengu þeir báðir leikbann vegna uppsafnaðra áminninga. 4.9.2007 18:11
Solano: Vonbrigði að hafa ekki tekið titil Nolberto Solano, fyrrum miðjumaður Newcastle, segist mjög svekktur yfir því að hafa ekki náð að vinna titil með félaginu. Solano gekk til liðs við West Ham á föstudag, tveimur árum eftir að hann gekk á ný til liðs við félagið frá Aston Villa. 4.9.2007 17:38
Olembe á leið til Wigan Wigan er að fá kamerúnska vinstri bakvörðinn Salomon Olembe. Samningur hans við franska liðið Marseille rann út í júní en þessi 26 ára leikmaður var á sínum tíma hjá Leeds. Hann á um sextíu landsleiki að baki. 4.9.2007 17:21
Lampard ekki með gegn Ísrael Miðjumaðurinn Frank Lampard verður ekki með enska landsliðinu á laugardag þegar það leikur gegn Ísrael á Wembley. Helmingslíkur eru taldar á því að hann verði klár í slaginn fyrir leik gegn Rússlandi fjórum dögum síðar. 4.9.2007 17:10
Helgi og Brynjar ekki með gegn Spáni Tveir leikmenn hafa þurft að draga sig út úr íslenska landsliðshópnum fyrir landsleikinn gegn Spáni vegna meiðsla. Leikmennirnir eru Brynjar Björn Gunnarsson, Reading og Helgi Sigurðsson úr Val. 4.9.2007 17:00
Danska bullan fékk skilorðsbundinn dóm Frægasta fótboltabulla Norðurlanda, sem ákærð var fyrir að hlaupa inn á völlinn í leik Dana og Svía á Parken í júní síðastliðnum, var í dag dæmd í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi í bæjarrétti í Kaupmannahöfn. Auk þess var hinn 29 ára gamli Dani dæmdur til að sinna 40 klukkustundum í samfélagsvinnu og borga sakarkostnað. 4.9.2007 14:41
Terry: McClaren mun ekki hætta John Terry, fyrirliði enska landsliðsins, segir að landsliðsþjálfarinn Steve McClaren muni ekki segja starfi sínu lausu þótt illa fari í leikjunum tveimur gegn Ísraelum og Rússum í undankeppni EM um helgina. 4.9.2007 14:15
Joaquin: Við fáum ekkert nammi á Íslandi Spænski miðjumaðurinn Joaquin hjá Valencia segir að félagar hans í spænska landsliðinu eigi ekki von á blíðum móttökum þegar þeir sækja Íslendinga heim í undankeppni EM á laugardaginn. Hann segir Spánverja vita betur en að vanmeta íslenska liðið. 4.9.2007 14:07
Riquelme byrjaður að æfa með Villarreal á ný Argentínski leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme mætti í dag á sína fyrstu æfingu með spænska liðinu Villarreal í langan tíma. Riquelme var í sumar tjáð að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá félaginu eftir ósætti hans við þjálfarann, en hann hefur nú snúið til æfinga á ný með liðinu eftir að hafa æft einn í tvær vikur. 4.9.2007 13:59
Heiðar Helguson verður frá í tvo mánuði Framherjinn Heiðar Helguson hjá Bolton í ensku úrvalsdeildinni verður frá keppni í hátt í tvo mánuði vegna ökklameiðsla. Heiðar hefur þegar farið í aðgerð vegna meiðslanna og mun missa af leikjum liðs síns næstu sjö vikurnar eða svo. 4.9.2007 13:55
Henry er enn að venjast gömlu stöðunni Franski framherjinn Thierry Henry hefur verið látinn í sína gömlu stöðu á vinstri vængnum í fyrstu leikjum sínum með Barcelona á Spáni. Henry viðurkennir að hann sé enn að venjast stöðunni sem hann spilaði þegar hann var hjá Juventus, reyndar með misjöfnum árangri. 4.9.2007 13:42
Ég skal segja ykkur hvað áhyggjur eru Breska blaðið The Sun spurði framherjann Alan Smith hjá Newcastle í gær hvort hann væri ósáttur við að hafa misst stöðu sína í enska landsliðinu í hendur Emile Heskey. 4.9.2007 13:22
Stjórnarformaður Derby fær haturspóst Peter Gadsby, stjórnarformaður nýliða Derby County í ensku úrvalsdeildinni, hefur upplýst að hann hafi fengið talsvert magn af haturspósti frá stuðningsmönnum félagsins á leiktíðinni. Stuðningsmönnum liðsins þykir formaðurinn halda að sér höndum á leikmannamarkaðnum og eru skiljanlega ósáttir við lélega byrjun liðsins í deildinni. 4.9.2007 12:55
Wenger reiknar með að skrifa undir í vikulok Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist reikna með að skrifa undir nýjan samning við félagið á fimmtudag eða föstudag. Wenger hefur verið hjá Arsenal síðan árið 1996 en núverandi samningur hans rennur út í lok yfirstandandi leiktíðar. 4.9.2007 12:14
Loew hissa á ákvörðun Chelsea Joachim Loew, landsliðsþjálfari Þjóðverja í knattspyrnu, segist undrandi á ákvörðun forráðamanna Chelsea að velja Michael Ballack ekki í hóp sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann segist ekki sjá annað en að þýski landsliðsmaðurinn sé á góðum batavegi. 4.9.2007 12:07
Stjörnurnar æfðu ekki með enska landsliðinu Steven Gerrard var einn þeirra stjörnuleikmanna sem gátu ekki mætt á æfingu enska landsliðsins í morgun, en liðið er nú að leggja lokahönd á undirbúning fyrir leikinn gegn Ísraelum í undankeppni EM á Wembley á laugardaginn. Alls voru fjórir lykilmenn enska liðsins fjarverandi í morgun. 4.9.2007 11:54
King frá fram í nóvember? Breska blaðið Daily Mail hefur eftir heimildamanni sínum hjá úrvalsdeildarfélaginu Tottenham að fyrirliðinn Ledley King muni líklega ekki koma við sögu með Totttenham fyrr en í nóvember eftir að honum sló niður í endurhæfingu sinni vegna hnémeiðsla. 4.9.2007 11:44
Owen þarf að vera í endurhæfingu allan ferilinn Sam Allardyce, stjóri Newcastle, segir að framherjinn Michael Owen verði að vera í sérstakri endurhæfingu það sem hann á eftir af ferli sínum sem leikmaður ef hann ætli sér að reyna að sleppa við frekari meiðsli í framtíðinni. Owen hefur farið í fimm aðgerðir á síðustu misserum og hefur enn ekki náð fyrra formi. 4.9.2007 11:38
Ensk knattspyrna er í bráðri hættu Sir Trevor Brooking segir að straumur erlendra leikmanna inn í ensku úrvalsdeildina sé að grafa undan framtíðarmöguleikum enska landsliðsins. Brooking fer fyrir nefnd sem stýrir knattspyrnuuppbyggingu á Englandi og segir að tilfinnanlega skorti breidd í lykilstöðum í enskri knattspyrnu. 4.9.2007 11:11