Fótbolti

Tomasson skorar grimmt á útivöllum

Jon Dahl skorar grimmt á útivöllum í undankeppni EM í gegn um tíðina og hefur þar af skorað10 af 15 mörkum sínum á útivelli
Jon Dahl skorar grimmt á útivöllum í undankeppni EM í gegn um tíðina og hefur þar af skorað10 af 15 mörkum sínum á útivelli NordicPhotos/GettyImages

Danski framherjinn Jon Dahl Tomasson getur komist í sérflokk evrópskra markaskorara um helgina þegar Danir sækja Svía heim á Råsunda í undankeppni EM. Nái hann að skora mark hefur hann skorað flest mörk allra leikmanna á útivelli í sögu undankeppni EM.

Tomasson og Georgíumaðurinn Shota Arveladze hafa báðir skorað 10 mörk á útivöllum á ferlinum, einu meira en spænski markahrókurinn Raul. Það er tyrkneski framherjinn Hakan Sukur sem er markahæstur allra í undankeppni en hann skoraði 19 mörk í 29 leikjum fyrir þjóð sína. Raul kemur þar fast á hæla hans með 18 mörk í aðeins 20 leikjum, Davor Suker hjá Júgóslavíu/Króatíu er með 17 mörk í 18 leikjum.

Þeir Jan Koller Tékklandi (21 leikur), Shota Arveladze hjá Georgíu (24 leikir) og Zlatko Zahovic hjá Slóveníu (27 leikir) hafa allir skorað 16 mörk og hinn íslenskættaði John Dahl Tomasson kemur svo næstur með 15 mörk skoruð í aðeins 19 leikjum.

Markið sem Tomasson skoraði gegn Svíum í hinum afdrifaríka leik á Parken forðum var hans 46. fyrir danska landsliðið og því vantar hann aðeins sex mörk til að jafna met Poul Tist Nielsen sem er markahæsti danski landsliðsmaðurinn frá upphafi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×