Fótbolti

Gerrard tók þátt í æfingu Englands

Elvar Geir Magnússon skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.

Steven Gerrard, miðjumaður Liverpool, tók þátt í æfingu enska landsliðsins í kvöld. Óvissa hefur ríkt um hvort Gerrard geti tekið þátt í landsleik Englendinga gegn Ísrael á laugardaginn en ljóst er að nú geta menn verið bjartsýnni.

Gerrard tábrotnaði en svo gæti farið að hann verði sprautaður fyrir leikinn til að deyfa sársaukann. Endanleg ákvörðun um hvort Gerrard taki þátt í leiknum verður tekin á morgun eða á föstudag.

Gerrard hefur sjálfur sagt að hann ætli að gera allt sem hann getur til að taka þátt í leiknum mikilvæga á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×