Fótbolti

Stór skörð í þýska hópnum

Þjóðverjar fagna frábæru marki Philip Lahm á HM í fyrra
Þjóðverjar fagna frábæru marki Philip Lahm á HM í fyrra

Þýska knattspyrnulandsliðið varð fyrir enn einu áfallinu í dag þegar í ljós kom að bakvörðurinn Philip Lahm hjá Bayern Munchen getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Wales í undankeppni EM á morgun. Lahm meiddist á hné á æfingu en hann átti að vera í byrjunarliðinu á morgun.

Þetta þýðir að Joachim Loew þjálfari verður án þeirra Michael Ballack, Torsten Frings, Bernd Schneider og Tim Borowski í leiknum á morgun, auk Lahm, en hann mun heldur ekki ná að spila vináttuleikinn gegn Rúmenum í Köln á miðvikudaginn.

Þjóðverjar eru hinsvegar í ágætum málum í D-riðli undankeppninnar þar sem þeir eru á toppnum með 19 stig eftir fimm leiki og eru heilum fimm stigum á undan næsta liði sem er lið Tékka. Walesverjar eru aðeins í fimmta sæti með sjö stig úr sex leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×