Fótbolti

Norður-Írar upp um 75 sæti á tveimur árum

Íslenska landsliðið vann frækinn sigur á Norður-Írum í upphafi undankeppninnar, en síðan hefur heldur hallað undan fæti
Íslenska landsliðið vann frækinn sigur á Norður-Írum í upphafi undankeppninnar, en síðan hefur heldur hallað undan fæti NordicPhotos/GettyImages

Landslið Norður-Íra er einn af hástökkvurum síðustu ára á FIFA-listanum fræga á meðan íslenska landsliðið hefur heldur verið á niðurleið. Fyrir tveimur árum voru Norður-Írar tíu sætum fyrir neðan okkur Íslendinga, en á þessu hefur orðið róttæk breyting á síðustu mánuðum.

Norður-Írar voru þannig í 102. sæti styrkleikalista FIFA í september fyrir tveimur árum á meðan íslenska liðið sat í sæti 92. Í dag hafa Norður-Írar hinsvegar stokkið upp um heil 75 sæti og eru í sæti 27 - og eru þar með komnir upp fyrir granna sína Íra. Íslenska landsliðið er í 117. sæti FIFA-listans í dag.

Íslenska landsliðið byrjaði undankeppni EM auðvitað á því að vinna stórsigur á Norður-Írum á útivelli í fyrra, en það sýnir væntanlega tvennt. Að FIFA-listinn er ekki fullkomin mælieining á styrkleika knattspyrnuliða - og að allt er jú hægt í fótbolta.

Logi Ólafsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari og einn sérfræðinga okkar hér á Vísi, bloggaði um fréttina í dag - og talaði um möguleika íslenska landsliðsins á að ná að bæta árangur sinn líkt og Norður-Írar. Smelltu hér til að lesa hugleiðingar Loga. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×