Handbolti

Þórir hetja Lübbecke

Lærisveinar Alfreðs Gísla í Gummersbach mættu sætta sig við jafntefli við nýliða Berlín
Lærisveinar Alfreðs Gísla í Gummersbach mættu sætta sig við jafntefli við nýliða Berlín NordicPhotos/GettyImages

Nokkrir leikir fóru fram í þýska handboltanum í gær. Þórir Ólafsson var hetja sinna manna í Lübbecke þegar hann skoraði jöfnunarmark liðsins gegn Wilhelmshavener þremur sekúndum fyrir leikslok í 28-28 jafntefli liðanna. Þórir var markahæstur í liðinu með 7 mörk líkto og Sergu Datkuasvili, en Gylfi Gylfason var næst markahæstur í liði gestanna með 6 mörk.

Lemgo vann nokkuð öruggan útisigur á Wetzlar 28-24 þar sem Michael Kraus skoraði 10 mörk fyrir Lemgo, sem var án Loga Geirssonar sem er meiddur. Kiel rótburstaði Minden 32-18 og loks varð Gummersbach að sætta sig við 28-28 jafntefli gegn nýliðum Berlín eftir að hafa verið með 5 marka forystu í hálfleik. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir Gummersbach og Róbert Gunnarsson 3.

Sjónvarpsstöðin Sýn mun gera þýska handboltanum góð skil í vetur og á sunnudaginn verður fyrsta beina útsending vetrarins frá deildarkeppninni. Þar er á ferðinni stórleikur Gummersbach og Flesburg. Útsending hefst klukkan 12:55 á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×