Íslenski boltinn

Króatarnir áfram hjá ÍA

Elvar Geir Magnússon skrifar

Sagt er frá því á heimasíðu knattspyrnudeildar ÍA að félagið hafi gert nýja samninga við króatísku leikmennina tvo sem leikið hafa með liðinu í sumar. Dario Cingel og Vejkoslav Svadumovic skrifuðu undir samninga til tveggja ára en þeir hafa spilað stórt hlutverk á Skaganum.

Svadumovic kom með aukið bit í sóknarleik ÍA og hefur skorað sex mörk. Cingel hefur spilað eins og kóngur í hjarta varnarinnar. Þeir munu fara aftur heim til Króatíu í október en koma aftur á Skagann í byrjun mars á næsta ári.

ÍA situr í þriðja sæti Landsbankadeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×