Fleiri fréttir Stuttgart og Middlesborough efst Stuttgart og Middlesbrough eru efst í sínum riðlum í Evrópukeppni félagsliða. Stuttgart lagði Benfica 3-0 og Middlesbrough sigraði Lazio 2-0. Boudewijn Zenden skoraði bæði mörk Boro. Þá vann Newcastle lið Dinamo Tbilisi 2-0 frá Georgíu með mörkum frá Alan Shearer og Craig Bellamy. 5.11.2004 00:01 Titillinn tekinn af Malmö? Þrátt fyrir að leiktíðinni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafi lokið um síðustu helgi með sigri Malmö gætu úrslit deildarinnar ráðist endanlega í dag fyrir dómstól sænska knattspyrnusambandsins. 5.11.2004 00:01 Móður kastara Tigers rænt Ugueth Urbina, kastari í bandaríska hafnaboltaliðinu Detroit Tigers, er farinn heim til Venesúela að leita upp mannræningja sem rændu móður hans. Mannræningjarnir kröfðu íþróttastjörnuna um einn milljarð króna í lausnargjald en hafa nú lækkað kröfuna niður í hálfan milljarð. 5.11.2004 00:01 Keith Vassell hittir fyrir Hildi Keith Vassell, sem lék áður með KR og Hamri og er með íslenskan ríkisborgararétt, hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið Jämtland Basket en Hildur Sigurðardóttir leikur einmitt með kvennaliði félagsins. 5.11.2004 00:01 Markadrottningar KR enn á förum Kvennalið KR í knattspyrnu hefur misst tvo markahæstu leikmenn sína frá því í sumar því Hólmfríður Magnúsdóttir hefur ákveðið að ganga til liðs við ÍBV og Guðlaug Jónsdóttir er á leiðinni til Breiðabliks. 5.11.2004 00:01 Velgengnin kostar sitt Góðum árangri fylgja oft vandamál. Það fær kylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir að reyna en hún varð fyrir því "óláni" að verða fyrsti íslenski kylfingurinn til að tryggja sér þátttökurétt á evrópsku mótaröðinni í golfi á miðvikudaginn með frábærri spilamennsku á lokaúrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina á Ítalíu. 5.11.2004 00:01 Brigir Leifur kláraði ekki Hætta þurfti leik á þriðja degi úrtökumóts evrópumótaraðarinnar sem fram fer í Valenciu á Spáni vegna veðurs og var Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, einn þeirra sem ekki náði að klára hringinn. 5.11.2004 00:01 Þórhallur á leiðinni í Fram Knattspyrnumaðurinn Þórhallur Dan Jóhannsson virðist vera búinn að finna sér félag fyrir næsta sumar en allar líkur eru á því að hann semji við Fram um helgina. Hann hafði einnig verið orðaður við Val en sögusagnir af meintum áhuga Vals á Þórhalli virðast hafa verið byggðar á mjög veikum grunni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 5.11.2004 00:01 Hjátrú ræður för Næstu Ólympíuleikar munu hefjast í Kína þann 8. 8. 2008 klukkan 8 um kvöldið í höfuðborginni Peking og er mikil og góð sátt um þessa dagsetningu þar sem talan 8 þykir mikil happatala í landinu. 5.11.2004 00:01 Öskur og læti á Old Trafford Lúðvík Gunnarsson heitir 24 ára nemi í KHÍ en hann hreppti aðalvinninginn í draumaliðsleik Vísis og Lengjunnar á dögunum. Lúðvík hlaut í verðlaun ferð með öllu fyrir tvo á leik Manchester United-Arsenal og Liverpool-Charlton í boði Lengjunnar og Vísis þann 23. nóvember sl. Lúðvík segir m.a. að stemningin á leikjunum tveimur hafi verið ólík. 5.11.2004 00:01 Fram tapaði í Rúmeníu Fram tapaði fyrri leik sínum gegn rúmenska liðinu Uztel Ploiesti 32-26 í áskorendakeppni Evrópu í handbolta nú síðdegis. Hjálmar Vilhjálmsson var markahæstur Framara með 7 mörk en sóknarleikurinn var slakur í fyrri hálfleik. 5.11.2004 00:01 Santini hættur með Tottenham Jacques Santini knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham sagði í dag starfi sínu lausu öllum að óvörum. Santini sem aðeins hefur verið við stjórnvölinn á White Hart Lane síðan í sumar tilkynnti félaginu í dag að hann vildi halda aftur heim til Frakklands og segir hann það vera vegna persónulegra mála sem skyndilega hafi komið upp. 5.11.2004 00:01 FRÍ uggandi yfir Laugardalsvelli Formaður Frjálsíþróttasambands Íslands er uggandi yfir því að í framtíðarskipulagi Laugardalsvallar er ekki gert ráð fyrir aðstöðu til frjálsíþróttaiðkunar. Ekkert samráð hefur verið haft við sambandið vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga. 5.11.2004 00:01 Mutu í 7 mánaða bann Rúmeninn Adrian Mutu hefur verið dæmdur í sjö mánaða keppnisbann af enska knattspyrnusambandinu fyrir að falla á lyfjaprófi. Niðurstaða knattspyrnusambandsins var tilkynnt rétt áðan, en eins og kunnugt er var Mutu rekinn frá liði sínu Chelsea í síðustu viku vegna málsins. 4.11.2004 00:01 Grétar og Bjarnólfur til KR Meistaraflokkur KR hefur bætt í leikmannasarpinn fyrir næstu leiktíð. Grétar Ólafur Hjartarson, fyrrum leikmaður Grindavíkur, hefur samið við Vesturbæjarliðið og sömuleiðis Bjarnólfur Lárusson úr ÍBV. 4.11.2004 00:01 Emil til Feyenoord á morgun FH-ingurinn Emil Hallfreðsson fer á morgun til hollenska stórliðsins Feyenoord til reynslu en ólíklegt er að hann gangi til liðs við Everton. Samningaviðræður Emils og Everton hafa siglt í strand. FH og Everton voru búinn að komast að samkomulagi en ekki náðust samningar á milli leikmannsins og Everton. 4.11.2004 00:01 Birgir Leifur á 3 undir pari Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG lék í dag á 69 höggum eða þremur undir pari á öðrum hring sínum á öðru stigi úrtökumótanna fyrir Evrópsku mótaröðina í golfi. Birgir Leifur er ásamt þremur öðrum kylfingum í sjöunda sæti á samtals átta höggum undir pari. 4.11.2004 00:01 Atlaga hafin að titlinum "Með samningi við þessa tvo kappa er óhætt að segja að atlaga KR að titlinum sé hafin fyrir alvöru," sagði Jónas Kristinsson, formaður stjórnar KR-sport, en í gær var tilkynnt að þeir Bjarnólfur Lárusson og Grétar Ólafur Hjartarson hefðu skrifað undir samning við Vesturbæjarliðið. Bjarnólfur til þriggja ára en Grétar til tveggja. 4.11.2004 00:01 Snæfell sló KR út Þrjú lið tryggðu sér í kvöld þátttökurétt í undanúrslitum deildarbikarkeppni karla í körfubolta, Hópbílabikarnum. Njarðvík, Grindavík og Snæfell komust áfram eftir síðari viðureignir sínar gegn motherjum sínum. Snæfellingar áttu endurkomu eftir að hafa tapað fyrri viðureigninni gegn KR, 74-78 og unnu 92-77 í Stykkishólmi í kvöld. 4.11.2004 00:01 McDyess rekinn af velli Framherjinn Antonio McDyess byrjaði ekki glæsilega með Detroit Pistons í fyrsta leik tímabilsins í fyrrinótt gegn Houston Rockets. 3.11.2004 00:01 Getum unnið þrefalt, segir Terry John Terry, fyrirliði Chelsea, virðist vera sannfærður um ágæti liðs síns, ef marka má síðustu fregnir frá Englandi. 3.11.2004 00:01 Troussier vill Wales Frakkinn Phillipe Troussier hefur sýnt því áhuga að þjálfa landslið Walesbúa. 3.11.2004 00:01 Sauber skiptir um hjólbarða Sauberliðið í Formúlu 1 kappakstrinum, mun skipta yfir í Michelin-hjólbarða fyrir næsta tímabil. 3.11.2004 00:01 Helgi hættur hjá KR Helgi Reynir Guðmundsson er hættur að leika með KR í Intersportdeildinni í körfuknattleik. 3.11.2004 00:01 Verðum að vinna saman, segir Keane Nýhafið tímabil í enska boltanum gæti ollið vonbrigðum í herbúðum Manchester United, vinni menn ekki saman sem heild. 3.11.2004 00:01 Aston Villa ákært Stjórn Aston Villa hefur verið ákærð fyrir að bjóða í James Beattie, leikmann Southampton, á ólögmætan hátt. 3.11.2004 00:01 Hnefaleikamaður ákærður fyrir morð Hnefaleikamaðurinn James Butler, sem gengur að öllu jöfnu undir nafninu "Harlem-hamarinn", er ákærður fyrir morð á Sam Kellerman, íþróttablaðamanni frá Hollywood. 3.11.2004 00:01 Ólöfu Maríu tókst ætlunarverkið Ólöf María Jónsdóttir úr GK varð í dag fyrsti Íslendingurinn sem kemst á evrópsku mótaröðina í golfi kvenna en hún hafnaði í 30.-36. sæti á úrtökumótinu á Ítalíu sem lauk í dag. Ólöf lék á 75 höggum í dag og samtals á 299 höggum. 3.11.2004 00:01 Eurosport í beinni úr Egilshöll Helena Ólafsdóttir, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Noregi í tveimur leikjum heima og að heiman í umspili um sæti í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári. Leikirnir fara fram í Egilshöll 10. nóvember og í Valhöll í Osló þremur dögum síðar. Leikurinn í Egilshöll verður sýndur beint um gjörvalla Evrópu. 3.11.2004 00:01 Ruud með fjögur fyrir Man Utd Liverpool vann mikilvægan útisigur, 0-1 gegn Deportivo La Coruna í A-riðli meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld en 8 leikir fóru fram þegar 4. umferð riðlakeppninnar lauk. Manchester Utd rúllaði yfir Spörtu Prag og skoraði Ruud van Nistelrooy 4 mörk fyrir heimamenn á Old Trafford. Mikil dramatík var í fleiri leikjum kvöldsins. 3.11.2004 00:01 Mutu fær að vita það á morgun Rúmenski landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu, Adrian Mutu kemst að því á morgun fimmtudag hver örlög hans verða vegna neyslu kókaíns en þá kemur hann fyrir aganefnd enska knattspyrnusambandsins. Mutu féll sem kunnugt er á lyfjaprófi hjá Chelsea í síðasta mánuði. Nánast öruggt er að Mutu fá 6-8 mánaða bann. 3.11.2004 00:01 Haraldur á leið til Noregs Það verður seint sagt að ástandið í herbúðum bikarmeistara Keflavíkur sé gott þessa dagana. Þeir eru þjálfaralausir, misstu Zoran Daníel Ljubicic til Völsungs um daginn og nú er einn sterkasti varnarmaður liðsins, Haraldur Freyr Guðmundsson, á leið til Noregs 3.11.2004 00:01 Nýjir leikmenn á færibandi í Val Valsmenn sem leika í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á næsta tímabili sanka þessa dagana að sér nýjum leikmönnum og er ljóst að nýr þjálfari liðsins, Willum Þór Þórsson ætlar sér stóra hluti með liðið. KA- maðurinn Atli Sveinn Þórarinsson skrifaði nú undir kvöldið undir 3 ára samning við Hlíðarendaliðið. 3.11.2004 00:01 Ólafur Páll í FH Knattspyrnumaðurinn Ólafur Páll Snorrason mun skrifa undir tveggja ára samning við Íslandsmeistara FH fyrir helgi. Þetta staðfesti Ólafur í samtali við Fréttablaðið í gær. 3.11.2004 00:01 Glæstur sigur Keflavíkur á Reims Keflvíkingar djúpsteiktu frönsku kartöflurnar í Reims í Evrópukeppninni í körfubolta karla í íþróttahúsinu í Keflavík í kvöld, lokatölur 93-74. Staðan í hálfleik var 53-33 fyrir heimamenn. Þetta var fyrsti leikur Keflavíkur í sínum riðli í keppninni og gríðarlega mikilvægur sigur en fyrstu þrír leikir Íslandsmeistaranna í riðlinum eru heimaleikir þeirra. 3.11.2004 00:01 Haukar unnu í Kópavogi Íslandsmeistarar Hauka unnu góðan útisigur á Íslandsmeistara-kandídötunum í HK í Digranesi í kvöld, lokatölur urðu 33-35. Með sigrinu klifruðu Haukar á topp Norður-riðils og eru nú með 12 stig en HK í öðru sæti með 10 stig. 3.11.2004 00:01 Meistaradeildin í dag og kvöld Fjórða umferð meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefst í dag með átta leikjum. Klukkan 16.30 verður flautað til leiks CSKA Moskva og Chelsea en leikurinn verður sýndur beint á Sýn. 2.11.2004 00:01 Keflavík vann Breiðablik Keflavík sigraði Breiðablik 143-54 í fyrri leik liðanna í Hópbílakeppni kvenna í körfuknattleik í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Reshea Bristol skoraði 36 stig fyrir Keflavík. 2.11.2004 00:01 Guðlaug og Þóra til Blika Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær þá hefur landsliðskonan Guðlaug Jónsdóttir gengið til liðs við Breiðablik frá KR. Þá hefur íþróttadeildin heimildir fyrir því að landsliðsmarkvörðurinn Þóra B Helgadóttir ætli að spila með Breiðablik á næstu leiktíð. 2.11.2004 00:01 Landsliðshópur Dana valinn Torben Winther, landsliðsþjálfari Dana í handbolta, er búinn að velja landsliðshópinn sem tekur þátt í World Cup sem hefst í Svíþjóð 15. nóvember. Átta af leikmönnunum sextán í hópnum spila með liðum á Spáni og í Þýskalandi. 2.11.2004 00:01 Bjartsýni í Keflavík "Ef við náum að spila okkar leik gegn þessum liðum þá eigum við að veita þeim verðuga keppni og jafnvel hafa sigur," segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara körfuknattleiksliðs Keflavíkur. Fyrsti leikur liðsins í Evrópukeppninni fer fram í Keflavík í kvöld þegar lið hans mætir franska liðinu Reims Champagne. 2.11.2004 00:01 Chelsea í 16 liða úrslitin Chelsea hefur fyrst liða tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu eftir 0-1 sigur á CSKA Moskva í H-riðli en liðið hefur unnið alla 4 leiki sína í riðlinum til þessa. Arjen Robben skoraði markið á 24. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea. 2.11.2004 00:01 Bjartsýni í Keflavík "Ef við náum að spila okkar leik gegn þessum liðum þá eigum við að veita þeim verðuga keppni og jafnvel hafa sigur," segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara körfuknattleiksliðs Keflavíkur. 2.11.2004 00:01 Tilboð frá Groningen Hollenska liðið Groningen hefur áhuga á því að fá Ólaf Inga Skúlason, leikmann Arsenal, í raðir félagsins 2.11.2004 00:01 Skorar Owen í Kænugarði? Michael Owen verður undir smásjánni í kvöld er Real Madrid mætir Dynamo Kiev í Kænugarði. 2.11.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Stuttgart og Middlesborough efst Stuttgart og Middlesbrough eru efst í sínum riðlum í Evrópukeppni félagsliða. Stuttgart lagði Benfica 3-0 og Middlesbrough sigraði Lazio 2-0. Boudewijn Zenden skoraði bæði mörk Boro. Þá vann Newcastle lið Dinamo Tbilisi 2-0 frá Georgíu með mörkum frá Alan Shearer og Craig Bellamy. 5.11.2004 00:01
Titillinn tekinn af Malmö? Þrátt fyrir að leiktíðinni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafi lokið um síðustu helgi með sigri Malmö gætu úrslit deildarinnar ráðist endanlega í dag fyrir dómstól sænska knattspyrnusambandsins. 5.11.2004 00:01
Móður kastara Tigers rænt Ugueth Urbina, kastari í bandaríska hafnaboltaliðinu Detroit Tigers, er farinn heim til Venesúela að leita upp mannræningja sem rændu móður hans. Mannræningjarnir kröfðu íþróttastjörnuna um einn milljarð króna í lausnargjald en hafa nú lækkað kröfuna niður í hálfan milljarð. 5.11.2004 00:01
Keith Vassell hittir fyrir Hildi Keith Vassell, sem lék áður með KR og Hamri og er með íslenskan ríkisborgararétt, hefur samið við sænska úrvalsdeildarliðið Jämtland Basket en Hildur Sigurðardóttir leikur einmitt með kvennaliði félagsins. 5.11.2004 00:01
Markadrottningar KR enn á förum Kvennalið KR í knattspyrnu hefur misst tvo markahæstu leikmenn sína frá því í sumar því Hólmfríður Magnúsdóttir hefur ákveðið að ganga til liðs við ÍBV og Guðlaug Jónsdóttir er á leiðinni til Breiðabliks. 5.11.2004 00:01
Velgengnin kostar sitt Góðum árangri fylgja oft vandamál. Það fær kylfingurinn Ólöf María Jónsdóttir að reyna en hún varð fyrir því "óláni" að verða fyrsti íslenski kylfingurinn til að tryggja sér þátttökurétt á evrópsku mótaröðinni í golfi á miðvikudaginn með frábærri spilamennsku á lokaúrtökumóti fyrir evrópsku mótaröðina á Ítalíu. 5.11.2004 00:01
Brigir Leifur kláraði ekki Hætta þurfti leik á þriðja degi úrtökumóts evrópumótaraðarinnar sem fram fer í Valenciu á Spáni vegna veðurs og var Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, einn þeirra sem ekki náði að klára hringinn. 5.11.2004 00:01
Þórhallur á leiðinni í Fram Knattspyrnumaðurinn Þórhallur Dan Jóhannsson virðist vera búinn að finna sér félag fyrir næsta sumar en allar líkur eru á því að hann semji við Fram um helgina. Hann hafði einnig verið orðaður við Val en sögusagnir af meintum áhuga Vals á Þórhalli virðast hafa verið byggðar á mjög veikum grunni, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 5.11.2004 00:01
Hjátrú ræður för Næstu Ólympíuleikar munu hefjast í Kína þann 8. 8. 2008 klukkan 8 um kvöldið í höfuðborginni Peking og er mikil og góð sátt um þessa dagsetningu þar sem talan 8 þykir mikil happatala í landinu. 5.11.2004 00:01
Öskur og læti á Old Trafford Lúðvík Gunnarsson heitir 24 ára nemi í KHÍ en hann hreppti aðalvinninginn í draumaliðsleik Vísis og Lengjunnar á dögunum. Lúðvík hlaut í verðlaun ferð með öllu fyrir tvo á leik Manchester United-Arsenal og Liverpool-Charlton í boði Lengjunnar og Vísis þann 23. nóvember sl. Lúðvík segir m.a. að stemningin á leikjunum tveimur hafi verið ólík. 5.11.2004 00:01
Fram tapaði í Rúmeníu Fram tapaði fyrri leik sínum gegn rúmenska liðinu Uztel Ploiesti 32-26 í áskorendakeppni Evrópu í handbolta nú síðdegis. Hjálmar Vilhjálmsson var markahæstur Framara með 7 mörk en sóknarleikurinn var slakur í fyrri hálfleik. 5.11.2004 00:01
Santini hættur með Tottenham Jacques Santini knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Tottenham sagði í dag starfi sínu lausu öllum að óvörum. Santini sem aðeins hefur verið við stjórnvölinn á White Hart Lane síðan í sumar tilkynnti félaginu í dag að hann vildi halda aftur heim til Frakklands og segir hann það vera vegna persónulegra mála sem skyndilega hafi komið upp. 5.11.2004 00:01
FRÍ uggandi yfir Laugardalsvelli Formaður Frjálsíþróttasambands Íslands er uggandi yfir því að í framtíðarskipulagi Laugardalsvallar er ekki gert ráð fyrir aðstöðu til frjálsíþróttaiðkunar. Ekkert samráð hefur verið haft við sambandið vegna fyrirhugaðra skipulagsbreytinga. 5.11.2004 00:01
Mutu í 7 mánaða bann Rúmeninn Adrian Mutu hefur verið dæmdur í sjö mánaða keppnisbann af enska knattspyrnusambandinu fyrir að falla á lyfjaprófi. Niðurstaða knattspyrnusambandsins var tilkynnt rétt áðan, en eins og kunnugt er var Mutu rekinn frá liði sínu Chelsea í síðustu viku vegna málsins. 4.11.2004 00:01
Grétar og Bjarnólfur til KR Meistaraflokkur KR hefur bætt í leikmannasarpinn fyrir næstu leiktíð. Grétar Ólafur Hjartarson, fyrrum leikmaður Grindavíkur, hefur samið við Vesturbæjarliðið og sömuleiðis Bjarnólfur Lárusson úr ÍBV. 4.11.2004 00:01
Emil til Feyenoord á morgun FH-ingurinn Emil Hallfreðsson fer á morgun til hollenska stórliðsins Feyenoord til reynslu en ólíklegt er að hann gangi til liðs við Everton. Samningaviðræður Emils og Everton hafa siglt í strand. FH og Everton voru búinn að komast að samkomulagi en ekki náðust samningar á milli leikmannsins og Everton. 4.11.2004 00:01
Birgir Leifur á 3 undir pari Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG lék í dag á 69 höggum eða þremur undir pari á öðrum hring sínum á öðru stigi úrtökumótanna fyrir Evrópsku mótaröðina í golfi. Birgir Leifur er ásamt þremur öðrum kylfingum í sjöunda sæti á samtals átta höggum undir pari. 4.11.2004 00:01
Atlaga hafin að titlinum "Með samningi við þessa tvo kappa er óhætt að segja að atlaga KR að titlinum sé hafin fyrir alvöru," sagði Jónas Kristinsson, formaður stjórnar KR-sport, en í gær var tilkynnt að þeir Bjarnólfur Lárusson og Grétar Ólafur Hjartarson hefðu skrifað undir samning við Vesturbæjarliðið. Bjarnólfur til þriggja ára en Grétar til tveggja. 4.11.2004 00:01
Snæfell sló KR út Þrjú lið tryggðu sér í kvöld þátttökurétt í undanúrslitum deildarbikarkeppni karla í körfubolta, Hópbílabikarnum. Njarðvík, Grindavík og Snæfell komust áfram eftir síðari viðureignir sínar gegn motherjum sínum. Snæfellingar áttu endurkomu eftir að hafa tapað fyrri viðureigninni gegn KR, 74-78 og unnu 92-77 í Stykkishólmi í kvöld. 4.11.2004 00:01
McDyess rekinn af velli Framherjinn Antonio McDyess byrjaði ekki glæsilega með Detroit Pistons í fyrsta leik tímabilsins í fyrrinótt gegn Houston Rockets. 3.11.2004 00:01
Getum unnið þrefalt, segir Terry John Terry, fyrirliði Chelsea, virðist vera sannfærður um ágæti liðs síns, ef marka má síðustu fregnir frá Englandi. 3.11.2004 00:01
Troussier vill Wales Frakkinn Phillipe Troussier hefur sýnt því áhuga að þjálfa landslið Walesbúa. 3.11.2004 00:01
Sauber skiptir um hjólbarða Sauberliðið í Formúlu 1 kappakstrinum, mun skipta yfir í Michelin-hjólbarða fyrir næsta tímabil. 3.11.2004 00:01
Helgi hættur hjá KR Helgi Reynir Guðmundsson er hættur að leika með KR í Intersportdeildinni í körfuknattleik. 3.11.2004 00:01
Verðum að vinna saman, segir Keane Nýhafið tímabil í enska boltanum gæti ollið vonbrigðum í herbúðum Manchester United, vinni menn ekki saman sem heild. 3.11.2004 00:01
Aston Villa ákært Stjórn Aston Villa hefur verið ákærð fyrir að bjóða í James Beattie, leikmann Southampton, á ólögmætan hátt. 3.11.2004 00:01
Hnefaleikamaður ákærður fyrir morð Hnefaleikamaðurinn James Butler, sem gengur að öllu jöfnu undir nafninu "Harlem-hamarinn", er ákærður fyrir morð á Sam Kellerman, íþróttablaðamanni frá Hollywood. 3.11.2004 00:01
Ólöfu Maríu tókst ætlunarverkið Ólöf María Jónsdóttir úr GK varð í dag fyrsti Íslendingurinn sem kemst á evrópsku mótaröðina í golfi kvenna en hún hafnaði í 30.-36. sæti á úrtökumótinu á Ítalíu sem lauk í dag. Ólöf lék á 75 höggum í dag og samtals á 299 höggum. 3.11.2004 00:01
Eurosport í beinni úr Egilshöll Helena Ólafsdóttir, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti í dag hópinn sem mætir Noregi í tveimur leikjum heima og að heiman í umspili um sæti í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári. Leikirnir fara fram í Egilshöll 10. nóvember og í Valhöll í Osló þremur dögum síðar. Leikurinn í Egilshöll verður sýndur beint um gjörvalla Evrópu. 3.11.2004 00:01
Ruud með fjögur fyrir Man Utd Liverpool vann mikilvægan útisigur, 0-1 gegn Deportivo La Coruna í A-riðli meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld en 8 leikir fóru fram þegar 4. umferð riðlakeppninnar lauk. Manchester Utd rúllaði yfir Spörtu Prag og skoraði Ruud van Nistelrooy 4 mörk fyrir heimamenn á Old Trafford. Mikil dramatík var í fleiri leikjum kvöldsins. 3.11.2004 00:01
Mutu fær að vita það á morgun Rúmenski landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu, Adrian Mutu kemst að því á morgun fimmtudag hver örlög hans verða vegna neyslu kókaíns en þá kemur hann fyrir aganefnd enska knattspyrnusambandsins. Mutu féll sem kunnugt er á lyfjaprófi hjá Chelsea í síðasta mánuði. Nánast öruggt er að Mutu fá 6-8 mánaða bann. 3.11.2004 00:01
Haraldur á leið til Noregs Það verður seint sagt að ástandið í herbúðum bikarmeistara Keflavíkur sé gott þessa dagana. Þeir eru þjálfaralausir, misstu Zoran Daníel Ljubicic til Völsungs um daginn og nú er einn sterkasti varnarmaður liðsins, Haraldur Freyr Guðmundsson, á leið til Noregs 3.11.2004 00:01
Nýjir leikmenn á færibandi í Val Valsmenn sem leika í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á næsta tímabili sanka þessa dagana að sér nýjum leikmönnum og er ljóst að nýr þjálfari liðsins, Willum Þór Þórsson ætlar sér stóra hluti með liðið. KA- maðurinn Atli Sveinn Þórarinsson skrifaði nú undir kvöldið undir 3 ára samning við Hlíðarendaliðið. 3.11.2004 00:01
Ólafur Páll í FH Knattspyrnumaðurinn Ólafur Páll Snorrason mun skrifa undir tveggja ára samning við Íslandsmeistara FH fyrir helgi. Þetta staðfesti Ólafur í samtali við Fréttablaðið í gær. 3.11.2004 00:01
Glæstur sigur Keflavíkur á Reims Keflvíkingar djúpsteiktu frönsku kartöflurnar í Reims í Evrópukeppninni í körfubolta karla í íþróttahúsinu í Keflavík í kvöld, lokatölur 93-74. Staðan í hálfleik var 53-33 fyrir heimamenn. Þetta var fyrsti leikur Keflavíkur í sínum riðli í keppninni og gríðarlega mikilvægur sigur en fyrstu þrír leikir Íslandsmeistaranna í riðlinum eru heimaleikir þeirra. 3.11.2004 00:01
Haukar unnu í Kópavogi Íslandsmeistarar Hauka unnu góðan útisigur á Íslandsmeistara-kandídötunum í HK í Digranesi í kvöld, lokatölur urðu 33-35. Með sigrinu klifruðu Haukar á topp Norður-riðils og eru nú með 12 stig en HK í öðru sæti með 10 stig. 3.11.2004 00:01
Meistaradeildin í dag og kvöld Fjórða umferð meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hefst í dag með átta leikjum. Klukkan 16.30 verður flautað til leiks CSKA Moskva og Chelsea en leikurinn verður sýndur beint á Sýn. 2.11.2004 00:01
Keflavík vann Breiðablik Keflavík sigraði Breiðablik 143-54 í fyrri leik liðanna í Hópbílakeppni kvenna í körfuknattleik í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Reshea Bristol skoraði 36 stig fyrir Keflavík. 2.11.2004 00:01
Guðlaug og Þóra til Blika Eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 í gær þá hefur landsliðskonan Guðlaug Jónsdóttir gengið til liðs við Breiðablik frá KR. Þá hefur íþróttadeildin heimildir fyrir því að landsliðsmarkvörðurinn Þóra B Helgadóttir ætli að spila með Breiðablik á næstu leiktíð. 2.11.2004 00:01
Landsliðshópur Dana valinn Torben Winther, landsliðsþjálfari Dana í handbolta, er búinn að velja landsliðshópinn sem tekur þátt í World Cup sem hefst í Svíþjóð 15. nóvember. Átta af leikmönnunum sextán í hópnum spila með liðum á Spáni og í Þýskalandi. 2.11.2004 00:01
Bjartsýni í Keflavík "Ef við náum að spila okkar leik gegn þessum liðum þá eigum við að veita þeim verðuga keppni og jafnvel hafa sigur," segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara körfuknattleiksliðs Keflavíkur. Fyrsti leikur liðsins í Evrópukeppninni fer fram í Keflavík í kvöld þegar lið hans mætir franska liðinu Reims Champagne. 2.11.2004 00:01
Chelsea í 16 liða úrslitin Chelsea hefur fyrst liða tryggt sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu eftir 0-1 sigur á CSKA Moskva í H-riðli en liðið hefur unnið alla 4 leiki sína í riðlinum til þessa. Arjen Robben skoraði markið á 24. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea. 2.11.2004 00:01
Bjartsýni í Keflavík "Ef við náum að spila okkar leik gegn þessum liðum þá eigum við að veita þeim verðuga keppni og jafnvel hafa sigur," segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara körfuknattleiksliðs Keflavíkur. 2.11.2004 00:01
Tilboð frá Groningen Hollenska liðið Groningen hefur áhuga á því að fá Ólaf Inga Skúlason, leikmann Arsenal, í raðir félagsins 2.11.2004 00:01
Skorar Owen í Kænugarði? Michael Owen verður undir smásjánni í kvöld er Real Madrid mætir Dynamo Kiev í Kænugarði. 2.11.2004 00:01