Sport

Stuttgart og Middlesborough efst

Annarri umferð riðlakeppninnar í Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu var leikin í gærkvöldi en þetta er í fyrsta skipti sem þetta fyrirkomulag er haft á í keppninni. Fram að þessu hefur verið leikið með úsláttarfyrirkomulagi. Middlesborough vann Lazio 2-0 með mörkum frá Hollendingnum Bolo Zenden. Newcastle vann Dinamo Tbilisi frá Georgíu 2-0 með mörkum Alan Shearer og Craig Bellamy. Stuttgart gerði sér lítið fyrir og vann Benfica 3-0 með mörkum frá Jeronimo Baretto Cacau, Silvio Meissner og Kevin Kuranyi. Þá tapaði þýska 2. deildarliðið Alemannia Aachen sínum fyrsta leik í Evrópukeppninni á tímabilinu þegar liðið lá fyrir Sevilla á Spáni, 2-0. Achen sló sem kunnugt er FH út í þriðju og síðustu umferð forkeppninar eftir 5-1 sigur á Laugardalsvelli í september. Úrslit kvöldsins urðu eftirfarandi. A-riðill Hearts 0 - 1 Schalke Ferencvaros 1 - 1 Feyenoord Rotterdam B-riðill Parma 1 - 0 Steaua Bucuresti Besiktas 3 - 1 Athletic Bilbao C-riðill Utrecht 1 - 2 Dnipro D'petrovsk Austria Vienna 1 - 0 Zaragoza   D-riðill Newcastle U. 2 - 0 Din. Tbilisi Sporting Lisbon 2 - 1 Panionios   E-riðill Partizan Belgrade 4 - 0 Egaleo Athens Middlesbrough 2 - 0 Lazio   F-riðill Graz AK 3 - 1 Amica Wronki Alkmaar 2 - 0 Auxerre   G-riðill Stuttgart 3 - 0 Benfica Dinamo Zagreb 6 - 1 Beveren   H-riðill Lille 2 - 1 Zenit St. Petersburg Sevilla 2 - 0 Alemannia Aachen



Fleiri fréttir

Sjá meira


×