Sport

Titillinn tekinn af Malmö?

Þrátt fyrir að leiktíðinni í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hafi lokið um síðustu helgi með sigri Malmö gætu úrslit deildarinnar ráðist endanlega í dag fyrir dómstól sænska knattspyrnusambandsins. Upplýst var í vikunni að helsti markaskorari Malmö, Brasilíumaðurinn Afonso Alves, hefur hvorki verið með dvalar- eða atvinnuleyfi í Svíþjóð síðan í maí síðastliðnum. Í versta falli gætu stig verið dregin af Malmö vegna málsins en forráðamenn Malmö eru þó pollrólegir og segja málið fyrst og fremst vera klúður í sænska kerfinu - félagið sé með allt sitt á hreinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×