Sport

Aston Villa ákært

Stjórn Aston Villa hefur verið ákærð fyrir að bjóða í James Beattie, leikmann Southampton, á ólögmætan hátt. Villa bauð 6 milljónir punda í Beattie en Southampton neitaði tilboðinu. Forráðamenn Southampton fundu sig tilknúna að leggja fram kvörtun til enska knattspyrnusambandsins eftir að David O Leary, knattspyrnustjóri Villa, sagðist sannfærður um að Beattie vildi ganga í sínar raðir. Þótti stjórn Southampton það vera fullmikið af hinu góða og því gæti farið svo að Villa þurfi að punga út hárri sekt fyrir athæfið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×