Sport

Nýjir leikmenn á færibandi í Val

Valsmenn sem leika í Landsbankadeild karla í knattspyrnu á næsta tímabili sanka þessa dagana að sér nýjum leikmönnum og er ljóst að nýr þjálfari liðsins, Willum Þór Þórsson ætlar sér stóra hluti með liðið. KA- maðurinn Atli Sveinn Þórarinsson skrifaði nú undir kvöldið undir 3 ára samning við Hlíðarendaliðið. Atli er varnar og miðjumaður og hefur undanfarin ár leikið með Örgryte í Svíþóð en kom heim í fyrra og lék í sumar með KA sem féll niður í 1. deild. Þá eru Valsmenn einnig að fá tvo leikmenn Víkings í sínar raðir samkvæmt íþróttadeild Stöðvar 2 og Sýnar, þá Viktor Bjarka Arnarsson og Stefán Gíslason. Í síðustu viku fékk Valur  tvo sterka leikmenn þegar sóknarmaðurinn Guðmundur Benediktsson úr KR og Kjartan Sturluson fyrrverandi markvörður Fylkir gerðu 2 ára samninga við Val.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×