Sport

Ruud með fjögur fyrir Man Utd

Liverpool vann mikilvægan útisigur, 0-1 gegn Deportivo La Coruna í A-riðli meistaradeildarinnar í knattspyrnu í kvöld en 8 leikir fóru fram þegar 4. umferð riðlakeppninnar lauk. Jorge Andrade hjá Deportivo skoraði sjálfsmark á 14. mínútu. Manchester Utd rúllaði yfir Spörtu Prag og skoraði Ruud van Nistelrooy 4 mörk fyrir heimamenn á Old Trafford. Þá lenti Real Madrid 2-0 undir gegn Dynamo Kyiv eftir aðeins 24 mínútna leik en Spánar-risinn náði að jafna í 2-2. Raul minnkaði muninn en Figo jafnaði úr vítaspyrnu á 44. mínútu. Í sama riðli vann Lyon dramatískan sigur á Fenerbahce 4-2 þar sem tvö síðustu mörkin komu á fjórðu og sjöttu mínútu í viðbótartíma eftir að staðan hafði verið 2-2 eftir 90 mínútur. Mikil dramatík var í fleiri leikjum kvöldsins. Roma jafnaði leikinn á  heimavelli gegn Bayer Leverkusen í viðbótartíma þar sem lokatölur urðu 1-1. Alexander Del Piero skoraði sigurmark Juventus á 90. mínútu þegar liðið sigraði Bayern Munchen 0-1. Þá náði Olympiakos að opna A-riðl upp á gátt með því að vinna Mónakó 0-1 með sigurmarkinu á 84. mínútu. Úrslit kvöldsins: Riðill A  Deportivo 0 - 1 Liverpool Olympiakos 1 - 0 Monaco   Riðill B Roma 1 - 1 Leverkusen Dynamo Kyiv 2 - 2 Real Madrid   Riðill C Bayern Munchen 0 - 1 Juventus Maccabi T-Aviv 2 - 1 Ajax Amsterd Riðill D Lyon 4 - 2 Fenerbahce Man Utd  4 - 1 Sparta Prague



Fleiri fréttir

Sjá meira


×