Sport

Verðum að vinna saman, segir Keane

Nýhafið tímabil í enska boltanum gæti ollið vonbrigðum í herbúðum Manchester United, vinni menn ekki saman sem heild. Þetta er haft eftir Roy Keane, fyrirliða liðsins. "Hæfileikar einstaklingsins mega sín lítils," sagði Keane. "Mestu máli skiptir hvað gerist á vellinum og hvernig liðið nær saman." United er í sjöunda sæti, níu stigum á eftir Arsenal sem er í efsta sæti þegar 11 umferðum er lokið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×