Sport

Eurosport í beinni úr Egilshöll

Helena Ólafsdóttir, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti í dag landsliðshópinn sem mætir Noregi í tveimur leikjum heima og að heiman í umspili um laust sæti í lokakeppni Evrópumótsins á næsta ári. Leikirnir fara fram í Egilshöll 10. nóvember og í Valhöll í Osló þremur dögum síðar.  Enginn nýliði er í hópnum, en Katrín Jónsdóttir kemur aftur inn í landsliðið eftir tveggja ára hlé. Þá hefur Guðbjörg Gunnarsdóttir markvörður Vals verið kölluð í hópinn á ný. Mikill áhugi er fyrir leiknum í Egilshöll á erlendum vetvangi því til stendur að sýna leikinn í beinni útsendingu um gjörvalla Evrópu á sjónvarpsstöðvunum NRK 2 í Noregi sem og Eurosport. Sá leikur verður einnig í beinni á RÚV. Landsliðshópur Íslands. Markverðir: Þóra B. Helgadóttir, Kolbotn Guðbjörg Gunnarsdóttir, Val Aðrir leikmenn: Olga Færseth, ÍBV Katrín Jónsdóttir, Amazon Grimstad Erla Hendriksdóttir, Skovlunde IF Guðlaug Jónsdóttir, KR Edda Garðarsdóttir, KR Laufey Ólafsdóttir, Val Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val Margrét Lára Viðarsdóttir, ÍBV Íris Andrésdóttir, Val Hólmfríður Magnúsdóttir, KR Björg Ásta Þórðardóttir, Keflavík Dóra María Lárusdóttir, Val Nína Ósk Kristinsdóttir, Val Erla Steina Arnardóttir, Stattena IF Ásta Árnadóttir, Val Pála Marie Einarsdóttir, Val.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×