Sport

Fram tapaði í Rúmeníu

Fram tapaði fyrri leik sínum gegn rúmenska liðinu Uztel Ploiesti 32-26 í áskorendakeppni Evrópu í handbolta nú síðdegis. Hjálmar Vilhjálmsson var markahæstur Framara með 7 mörk en sóknarleikurinn var slakur í fyrri hálfleik að því er fram kemur á  heimasíðu Fram en Fram skoraði aðeins 9 mörk í hálfleiknum. Þar segir einnig að Framarar hafi verið óheppnir í leiknum  ætti því að vera vel mögulegt fyrir Safarmýrarpiltana að vinna tapið upp í síðari leiknum. Framarar seldu heimaleik sinn og fara báðir leikirnir því fram ytra en leikurinn í dag var heimaleikeikur Fram. Síðari leikur liðanna fer fram á morgun og hefst kl. 15:00 að íslenskum tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×