Bjartsýni í Keflavík 2. nóvember 2004 00:01 "Ef við náum að spila okkar leik gegn þessum liðum þá eigum við að veita þeim verðuga keppni og jafnvel hafa sigur," segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara körfuknattleiksliðs Keflavíkur. Fyrsti leikur liðsins í Evrópukeppninni fer fram í Keflavík í kvöld þegar lið hans mætir franska liðinu Reims Champagne. Þjálfarinn er bjartsýnn. Sigurður segist þekkja lið Reims afar vel enda fylgst með liðinu í langan tíma. "Það þarf ekkert að fara mörgum orðum um styrk liðsins. Þeir eru mjög sterkir og það að liðið sé í Evrópukeppninni segir sitt. Liðið spilaði nú um helgina og vann góðan sigur á Clermont í frönsku deildinni. Ég met möguleika okkar góða að því gefnu að við náum að spila okkar leik og hlutirnir gangi upp. Hins vegar er franska liðið betra en við og við þurfum að vera á tánum." Helstu stjörnur Reims eru Ryan Fletcher og Camara Souleymane sem eru báðir vel yfir tvo metra en liðinu hefur ekki gengið sem best á yfirstandandi tímabili og er í 15. sæti frönsku deildarinnar. Þar hafa þeir aðeins unnið tvo af sjö leikjum sínum og vel getur verið að slæmt gengi hjálpi Suðurnesjamönnum í kvöld. Dagskráin hjá Keflvíkingum er þétt næstu vikur því í næstu viku taka þeir á móti Madeira frá Portúgal og viku síðar móti Bakkens frá Danmörku. Sigurður segir það sama gilda um þá leiki og þennan í kvöld; náist að spila þann hraða leik sem Keflvíkingar hafa sýnt þegar sá gállinn er á þeim eru möguleikar liðsins á að fara áfram úr riðlinum ágætir. "Ég þekki danska liðið ágætlega og þar er erfiður andstæðingur á ferð enda margfaldir meistarar í Danmörku. Hins vegar veit ég afar lítið um Madeira. Miklar breytingar hafa orðið á því liði nýlega og þeir fengu til sín átta nýja leikmenn fyrir þessa leiktíð. Flestir eru frá fyrrverandi austantjaldslöndum og þeir eru óþekkt stærð. Auðvitað er hægt að gera sér hugmyndir með því að skoða leiki þeirra hingað til en við förum dálítið blint í sjóinn hvað þá varðar." Liði Keflavíkur gekk afar vel á síðasta Evrópumóti en þar gerði liðið sér lítið fyrir og komst áfram úr sínum riðli. Þá voru andstæðingar liðsins ekki verri en þeir eru nú og með þeim góða stuðningi sem hefur alltaf verið á Evrópuleikjum liðsins er allt hægt. Íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira
"Ef við náum að spila okkar leik gegn þessum liðum þá eigum við að veita þeim verðuga keppni og jafnvel hafa sigur," segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara körfuknattleiksliðs Keflavíkur. Fyrsti leikur liðsins í Evrópukeppninni fer fram í Keflavík í kvöld þegar lið hans mætir franska liðinu Reims Champagne. Þjálfarinn er bjartsýnn. Sigurður segist þekkja lið Reims afar vel enda fylgst með liðinu í langan tíma. "Það þarf ekkert að fara mörgum orðum um styrk liðsins. Þeir eru mjög sterkir og það að liðið sé í Evrópukeppninni segir sitt. Liðið spilaði nú um helgina og vann góðan sigur á Clermont í frönsku deildinni. Ég met möguleika okkar góða að því gefnu að við náum að spila okkar leik og hlutirnir gangi upp. Hins vegar er franska liðið betra en við og við þurfum að vera á tánum." Helstu stjörnur Reims eru Ryan Fletcher og Camara Souleymane sem eru báðir vel yfir tvo metra en liðinu hefur ekki gengið sem best á yfirstandandi tímabili og er í 15. sæti frönsku deildarinnar. Þar hafa þeir aðeins unnið tvo af sjö leikjum sínum og vel getur verið að slæmt gengi hjálpi Suðurnesjamönnum í kvöld. Dagskráin hjá Keflvíkingum er þétt næstu vikur því í næstu viku taka þeir á móti Madeira frá Portúgal og viku síðar móti Bakkens frá Danmörku. Sigurður segir það sama gilda um þá leiki og þennan í kvöld; náist að spila þann hraða leik sem Keflvíkingar hafa sýnt þegar sá gállinn er á þeim eru möguleikar liðsins á að fara áfram úr riðlinum ágætir. "Ég þekki danska liðið ágætlega og þar er erfiður andstæðingur á ferð enda margfaldir meistarar í Danmörku. Hins vegar veit ég afar lítið um Madeira. Miklar breytingar hafa orðið á því liði nýlega og þeir fengu til sín átta nýja leikmenn fyrir þessa leiktíð. Flestir eru frá fyrrverandi austantjaldslöndum og þeir eru óþekkt stærð. Auðvitað er hægt að gera sér hugmyndir með því að skoða leiki þeirra hingað til en við förum dálítið blint í sjóinn hvað þá varðar." Liði Keflavíkur gekk afar vel á síðasta Evrópumóti en þar gerði liðið sér lítið fyrir og komst áfram úr sínum riðli. Þá voru andstæðingar liðsins ekki verri en þeir eru nú og með þeim góða stuðningi sem hefur alltaf verið á Evrópuleikjum liðsins er allt hægt.
Íþróttir Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Fótbolti Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Sport „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Enski boltinn „Ætlum að keyra inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Sjá meira