John Terry, fyrirliði Chelsea, virðist vera sannfærður um ágæti liðs síns, ef marka má síðustu fregnir frá Englandi. Terry segist fullviss um að Chelsea geti unnið þrefalt í vetur. "Við erum með toppmann í hverri stöðu og það væri frábært að leika eftir afrek Manchester United frá árinu 1999," sagði Terry.