Sport

Snæfell sló KR út

Þrjú lið tryggðu sér í kvöld þátttökurétt í undanúrslitum deildarbikarkeppni karla í körfubolta, Hópbílabikarnum. Njarðvík, Grindavík og Snæfell komust áfram eftir síðari viðureignir sínar gegn motherjum sínum. Snæfellingar áttu endurkomu eftir að hafa tapað fyrri viðureigninni gegn KR, 74-78 og unnu 92-77 í Stykkishólmi í kvöld. Njarðvík lagði Hauka í báðum viðureignum liðanna, 93-82 (81-59 í fyrri leiknum) og Grindavík lagði Skallagrím einnig í báðum leikjunum, 88-80 í kvöld en fyrri leikinn 90-78 í Borgarnesi. Keflvíkingar bætast svo væntanlega í þennan hóp á laugardaginn þegar þeir mæta Breiðablik en Íslandsmeistararnir unnu Kópavogsbúana 109-63 í fyrri leiknum um síðustu helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×