Sport

Emil til Feyenoord á morgun

FH-ingurinn Emil Hallfreðsson fer á morgun til hollenska stórliðsins Feyenoord til reynslu en ólíklegt er að hann gangi til liðs við Everton. Samningaviðræður Emils og Everton hafa siglt í strand. FH og Everton voru búinn að komast að samkomulagi en ekki náðust samningar á milli leikmannsins og Everton. Málið er þó ekki alveg dautt og ætla forráðamenn FH að freista þess að koma viðræðum aftur í gang Mörg önnur félög hafa áhuga á Emil. Hann fer á morgun til reynslu hjá hollenska stórliðinu Feyenoord. Þá fer hann einnig til tveggja liða á Englandi og samkvæmt heimildum íþróttadeildar þá eru það úrvalsdeildarliðin Portsmouth og Tottenham. Þá hefur Stoke City einnig sýnt Emil áhuga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×