Sport

Mutu fær að vita það á morgun

Rúmenski landsliðsfyrirliðinn í knattspyrnu, Adrian Mutu kemst að því á morgun fimmtudag hver örlög hans verða vegna neyslu kókaíns en þá kemur hann fyrir aganefnd enska knattspyrnusambandsins. Mutu féll sem kunnugt er á lyfjaprófi hjá Chelsea í síðasta mánuði og hefur félagið leyst hann undan samningi eftir að hann viðurkenndi upp á sig sökina. Nánast öruggt er að Mutu fá 6-8 mánaða bann en reglur alþjóðaknattspyrnusambandsins kveða á um að leikmaður sem gerist sekur um slíkt athæfi skuli sæta a.m.k. 6 mánaða banns og hámark 2 ár. Þar sem Mutu hefur viðurkennt á sig sökina, skráð sig í meðferð og ákveðið að áfrýja ekki refsingunni sama hver hún verður, er öruggt að refsingin verður í vægari kantinum að sögn breskra fjölmiðla í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×