Sport

Birgir Leifur á 3 undir pari

Birgir Leifur Hafþórsson kylfingur úr GKG lék í dag á 69 höggum eða þremur undir pari á öðrum hring sínum á öðru stigi úrtökumótanna fyrir Evrópsku mótaröðina í golfi. Birgir Leifur er ásamt þremur öðrum kylfingum í sjöunda sæti á samtals átta höggum undir pari. 29 kylfingar af 82 á þessu móti komast á þriðja og lokastig úrtökumótsins sem hefst í næstu viku. Leiknir verða 3 hringir og verður þá skorið niður, allir sem eru 8 höggum frá 29. sætinu fá að spila á lokadeginum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×