Sport

Ólöfu Maríu tókst ætlunarverkið

Ólöf María Jónsdóttir úr GK varð í dag fyrsti Íslendingurinn sem kemst á evrópsku mótaröðina í golfi kvenna en hún hafnaði í 30.-36. sæti á úrtökumótinu á Ítalíu sem lauk í dag. Ólöf lék á 75 höggum í dag og samtals á 299 höggum. Í fyrstu stóð Ólöf í þeirri trú að hún hefði aðeins öðlast þátttökuréttinn að huta til þar sem aðeins 30 efstu fá fullan þátttökurétt evrópsku mótaröðina sem er stekasta golfkeppni kvenkylfinga í Evrópu. En þegar skor allra keppenda höfðu verið tekin saman kom í ljós að skor Ólafar dugði henni til fulls þátttökuréttar og mun hún því keppa um svimandi háar fjárhæðir á evrópsku mótaröðinni á næsta ár. Til hamningju Ólöf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×