Sport

Öskur og læti á Old Trafford

Lúðvík Gunnarsson heitir 24 ára nemi í KHÍ en hann hreppti aðalvinninginn í draumaliðsleik Vísis og Lengjunnar á dögunum. Lúðvík hlaut í verðlaun ferð með öllu fyrir tvo á leik Manchester United og Arsenal og Liverpool-Charlton í boði Lengjunnar og Vísis þann 23. nóvember sl. Lúðvík hefur aldrei áður farið á leik í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur hins vegar séð leik á Spáni þegar hann sá Real Betis og Real Sociedad. Lúðvík sem heldur með Arsenal náði þar með að sjá draumaliðið sitt í fyrsta sinn og sagði í spjalli við visir.is að ferðin hefði verið ógleymanleg. "Því miður tapaði liðið mitt í pílagrímsferðinni en við erum ennþá í skyjunum með ferðina." sagði Lúðvík en hann bauð kærustunni sinni Guðrúnu Jónsdóttur með í ferðina. "Þetta var 3 daga ferð sem gerði okkur kleift að spóka okkur aðeins um. Við fórum út á laugardagsmorgninum og fórum á Liverpool - Charlton eftir að við lentum í Manchester. Svo höfðum við sérstaklega gaman að töflufundinum með Guðjóni Þórðarsyni." saði Lúðvík meðal annars en ÍT ferðir standa fyrir alls kyns uppákomum í ferðum sínum á leiki í enska boltanum. Lúðvík og Guðrún fóru á sunnudagsmorgninum á skemmtistað í miðborg Manchester þar sem m.a. var á dagskrá töflufundur með Guðjóni Þórðarsyni sem 200 manna hópur á vegum ÍT-ferða hlýddi á. Lúðvík segir að stemningin á leikjunum tveimur hafi verið ólík. "Við heyrðum meira hvað áhorfendurnir voru að syngja á Anfield í leik Liverpool og Charlton en á Old Trafford var meira um öskur og læti."  sagði hinn lukkulegi vinningshafi sem segist pottþétt ætla að skella sér aftur á leik í Englandi.
Kærastan Guðrún Jónsdóttir naut góðs af því að Lúðvík stóð sig vel í draumaliðsleiknum en sjálfsögðu bauð hann henni með í herlegheitin.MYND/LÚÐVÍK



Fleiri fréttir

Sjá meira


×