Fleiri fréttir Gylfi orðaður við Cardiff Gylfi Einarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var í morgun orðaður við Cardiff City. Gylfi skoraði í síðasta leik sínum með Lilleström um helgina. Á vefnum Newnow.com kemur fram að Gylfi eigi í viðræðum um 18 mánaða samning við Cardiff City. 1.11.2004 00:01 Jones rekinn frá Úlfunum Wolverhampton Wanderes rak í morgun knattspyrnustjóra sinn, Dave Jones. Úlfarnir eru í 19. sæti deildarinnar. Gary Megson, sem rekinn frá frá West Bromwich Albion í síðustu viku, og Micky Adams, sem lét af störfum hjá Leicester City, eru helst nefndir til sögunnar sem knattspyrnustjóri Úlfanna. 1.11.2004 00:01 10 milljónir dala á tímabilinu Fídjeyingurinn Vijay Singh varð um helgina fyrsti kylfingurinn til þess að vinna sér inn tíu milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé á einni keppnistíð. Singh sigraði á Chrysler-mótinu sem lauk í Palm Harbor á Flórída. Samtals lék hann á 18 höggum undir pari og varð fimm höggum á undan Svíanum Jesper Parnevik sem varð annar. 1.11.2004 00:01 Skoraði í fjórða leiknum í röð Michael Owen skoraði í fjórða leik sínum í röð þegar Real Madríd sigraði Getafe 2-0 í spænsku knattspyrnunni í gærkvöldi. Ronaldo skoraði hitt markið. Barcelona er í fyrsta sæti með 23 stig og hefur sex stiga forystu á Sevilla sem tapaði 0-3 fyrir Real Zaragoza. Real Madríd er núna í þriðja sæti með 16 stig, sjö stigum á eftir Barcelona. 1.11.2004 00:01 Magdeburg burstaði Minden Arnór Atlason skoraði tvö mörk þegar Magdeburg burstaði Minden 40-26 á útivelli í þýska handboltanum í gærkvöldi. Patrekur Jóhannesson skoraði fjögur mörk fyrir Minden. 1.11.2004 00:01 Gylfi til Cardiff eða Leeds Landsliðsmaðurinn Gylfi Einarsson, sem er laus allra mála hjá norska liðinu Lilleström, dvelur nú hjá enska 1. deildarliðinu Cardiff þar sem hann hitta forráðamenn enska liðsins með samning í huga. 1.11.2004 00:01 Allt undir hjá Arsenal Fjórða umferð riðlakeppninnar í meistaradeild Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. Þrjú lið, Chelsea, AC Milan og Inter Milan geta tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum en þau hafa öll unnið fyrstu þrjá leiki sína í keppninni 1.11.2004 00:01 34 stig frá Hildi dugðu ekki Hildur Sigurðardóttir og félagar hennar í Jamtland í sænsku kvennadeildinni í körfubolta töpuðu báðum leikjum sínum um helgina og það dugði ekki þótt Hildur hafi skorað 34 stig í fyrri leiknum. 1.11.2004 00:01 Logi að komast í gang Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson er að komast af stað á nýjan leik eftir að hafa farið tvisvar úr axlarlið á síðasta tímabili. Logi spilar með Giessen 46ers í úrvalsdeild í Þýskalandi og hefur fengið að koma inn á í tveimur fyrstu leikjunum. 1.11.2004 00:01 Brassar gegn Grikkjum Heimsmeistarar Brasilíu og Evrópumeistarar Grikkja drógust saman í riðlakeppni Álfubikarsins sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári en heimamenn í Þýskalandi eru hinsvegar með Argentínumönnum í riðli. 1.11.2004 00:01 Heiðar Davíð stóð sig best Íslendingar enduðu í 27. sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna í golfi sem lauk um helgina á Púerto Ríco en keppni á lokadeginum á sunnudaginn var aflýst vegna óveðurs. Bandaríska sveitin sigraði mótið í þriðja sinn í röð með níu högga forskot á næsta lið. 1.11.2004 00:01 Þolinmæði Skota á þrotum Heimildir BBC herma að dagar Berta Vogts, landsliðsþjálfara Skota, með liðið séu taldir og honum verði formlega tilkynnt um afsögn á fundi skoska knattspyrnusambandsins í vikunni. Þykir líklegt að Gordon Strachan, fyrrum þjálfara Southampton, verði boðin staðan í framhaldinu. 1.11.2004 00:01 Quatar kallar Hvað gera sífellt fleiri af hæstlaunuðustu knattspyrnumönnum heims þegar halla fer undir fæti vegna aldurs með stórliðum Evrópu? Í stað þess að hætta á toppnum með bankainnistæður sem gætu gert öllum íbúum Eritreu kleift að lifa í vellystingum í langan tíma er stefnan tekin til smáríkisins Quatar enda tilboðin sem þaðan streyma með ólíkindum. 1.11.2004 00:01 Samuel ekki með Madrid gegn Kiev Þungamiðjan í slakri varnarlínu Real Madrid, Argentínumaðurinn Walter Samuel, mun ekki leika með liði sínu á útivelli gegn Dinamo Kiev á morgun vegna meiðsla. 1.11.2004 00:01 Poulter sigraði á Volvo Masters Kylfingurinn Ian Poulter sigraði á Volvo Masters-mótinu sem fram fór í Andalusíu um helgina eftir bráðabana við heimamanninn Sergio Garcia. 1.11.2004 00:01 Marrko sigraði Katalóníurallið Eistlendingurinn Marrko Martin sigraði Katalóníu-rallið um helgina og á möguleika á því að ná öðru sæti í heimsmeistarakeppni rallökumanna þegar ein keppni er enn eftir. 1.11.2004 00:01 NBA hefst í kvöld NBA-deildin í körfuknattleik hefst á ný í kvöld með þremur leikjum. Detroit tekur á móti Houston, Dallas fær Sacramento í heimsókn og gjörbreytt lið LA Lakers mætir Denver. 1.11.2004 00:01 Niemi íþróttamaður ársins Antti Niemi, markvörður enska úrvalsdeildarfélags Southampton, hefur verið valinn íþróttamaður ársins í heimalandi sínu Finnlandi. 1.11.2004 00:01 Aimar fékk þungt höfuðhögg Argentínumaðurinn Pablo Aimar mun ekki leika næstu vikurnar með liði Valenciu eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg um helgina í leik gegn Atletico Madrid. 1.11.2004 00:01 Michael Jordan í golfi á Spáni Körfuboltastjarnan fyrrverandi, Michael Jordan, dúllaði sér í golfi á Spáni um helgina en þar var hann sérlegur gestur á bifhjólakeppni sem þar fór fram. 1.11.2004 00:01 Juventus besta lið Evrópu Samkvæmt tölfræðinni er Juventus besta knattspyrnulið Evrópu um þessar mundir. 1.11.2004 00:01 Gengur vel hjá Ólöfu á Ítalíu Ólöf María Jónsdóttir kylfingur úr GK lék á 2 yfir pari á 2. stigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröð kvenna í Bari á Ítalíu í dag. Ólöf lék á 74 höggum og er í 16.-20. sæti á samtals 3 yfir pari og aðeins 4 höggum á eftir efsta sæti. Ólöf María á rástíma kl.10 í fyrramálið að íslenskum tíma en eftir morgundaginn verður skorið niður í 50 keppendur. 1.11.2004 00:01 Blackburn á botninn Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en rétt í þessu voru Manchester City og Norwich að gera jafntefli 1-1. Willo Flood kom City yfir á 11. mínútu en Damien Francis jafnaði metin á 45. mínútu. Norwich sem var í botnsæti deildarinnar fyrir leikinn skilur Blackburn eftir á botninum. 1.11.2004 00:01 Grindavík vann Skallagrím Fyrri leikirnir í 8-liða úrslitum Hópbílakeppninnar í körfuknattleik karla fóru fram í gær. Grindavík vann Skallagrím 90-78 í Borgarnesi. Darrell Lewis skoraði 32 stig fyrir Grindavík og Páll Axel Vilbergsson 25. 1.11.2004 00:01 Rosenborg meistari 13. árið í röð Rosenborg varð á laugardag Noregsmeistari í knattspyrnu 13. árið í röð eftir mikla dramatík i lokaumferð norsku deidarinnar. Þegar upp var staðið var Rosenborg hnífjafnt Vålerenga að stigum, bæði lið með 48 stig á toppnum með jafna markatölu en Rosenborg er meistari á fleiri mörkum skoruðum eða minnsta mögulega mun. 31.10.2004 00:01 Haukar-Creteil í dag kl 17 Í dag leika Haukar sinn síðasta heimaleik í F-riðli Meistardeildarinnar í handbolta þegar þeir taka á móti franska liðinu Creteil. Frakkarnir mæta með sitt sterkasta lið svo Haukarnir búast við mjög erfiðum leik. Leikurinn fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst kl. 17:00. 31.10.2004 00:01 Cisse ekki meira með í vetur Franski landsliðsmaðurinn Djibril Cisse leikur ekki meira með liði sínu Liverpool á þessu tímabili. Cisse fótbrotnaði í 2-2 jafnteflisleik gegn Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Cisse fór í aðgerð í morgun þar sem settur var pinni í vinstri sköflung sem brotnaði mjög illa. 31.10.2004 00:01 Áframhaldandi sigurganga Juventus Juventus hélt áfram sigurgöngu sinni í ítölsku deildarkeppninni í knattspyrnu í dag og er nú með 2 stiga forskot á toppi Serie A með 2 stiga forystu og á leik til góða á AC Milan sem er í 2. sæti. Juve sigraði Chievo 3-0 á Delle Alpi í dag.Roma Rúllaði yfir Cagliari 5-1. 31.10.2004 00:01 Markalaus fyrri hálfleikur Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag en nú er hálfleikur hjá Bolton og Newcastle. Staðan er 0-0. 31.10.2004 00:01 8 liða úrslit Hópbílabikarsins Einn leikur fór fram í 8 liða úrslitum í Hópbílabikar kvenna í körfubolta í dag. Haukar og KR gerðu jafntefli 63-63. Þetta var fyrri viðureign liðanna sem mætast svo aftur á miðvikudag. ÍS valtaði yfir Tindastól á laugardag, 33-73. 8 liða úrslit í karlaflokki hefjast í kvöld en þá fara fram fyrri viðureignir liðanna sem eru eftirfarandi: 31.10.2004 00:01 Bolton í 4. sætið Bolton heldur áfram sigurgöngu sinni og tyllti sér í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu nú rétt í þessu eftir 2-1 sigur á Newcastle. El-Hadji Diouf kom Bolton í 1-0 á 52. mínútu en Darren Ambrose jafnaði fyrir Newcastle 3 mínútum síðar. Kevin Davies skoraði svo sigurmark Bolton á 70. mínútu. 31.10.2004 00:01 Glæstur 7 marka sigur Hauka Haukar unnu glæstan sigur á franska liðinu Creteil í F-riðli Meistardeildarinnar í handbolta að Ásvöllum nú undir kvöldið en lokatölur urðu 37-30 fyrir Hauka. Þórir Ólafsson var markahæstur heimamanna með 10 mörk. 31.10.2004 00:01 Zaragoza í 3. sætið á Spáni Real Zaragoza tyllti sér í 3. sæti spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu á Spáni í dag með 3-0 sigri á næst efsta liði deildarinnar, Sevilla en 6 leikir fóru fram í deildinni í dag. Real Madrid sigraði Getafe 2-0 þar sem Michael Owen skoraði sitt fjórða mark fyrir Real Madrid í jafnmörgum leikjum og Ronaldo gerði eitt. 31.10.2004 00:01 KR lagði Snæfell í Hópbílabikarnum 3 leikjum er lokið í 8 liða úrslitum í Hópbílabikar karla í körfubolta en 4 leikir fara fram í kvöld. Skallagrímur lá heima fyrir Grindavík 78-90, KR sigraði Snæfell, 78-74 og ÍR steinlá heima fyrir Keflavík, 63-109. Haukar töpuðu fyrir Njarðvík, 59-81 í síðasta leik kvöldsins. 31.10.2004 00:01 Lúkas hafnar Grindavík Knattspyrnuþjálfarinn Lúkas Kostic hafnaði freistandi samningstilboði Grindvíkinga um helgina. Ástæðan er sú að tímasetningin hentar Kostic engan veginn. Hann er að þjálfa 4. flokk KR og U-17 ára lið Íslands og telur sig ekki geta gengið frá þeim störfum eins og staðan er í dag. 31.10.2004 00:01 Haraldur til Noregs Ástandið í herbúðum bikarmeistara Keflavíkur er ekki burðugt þessa dagana. Þeir eru þjálfaralausir og enn er ekki farið að ræða við neina þjálfara. Svo eru þeir byrjaðir að missa leikmenn frá liðinu og líklegt er að þeir missi einn sinn besta mann í vikunni. 31.10.2004 00:01 Þrenn verðlaun hjá Bjarka Ármenningurinn Bjarki Ásgeirsson stóð sig mjög vel á Norðurlandamóti drengja í fimleikum sem fór fram í Helsinki um helgina. 31.10.2004 00:01 Hatrömm barátta Þjálfarar liða í Kyrrahafsriðlinum prísa sig eflaust sæla að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvernig þeir eiga að stöðva Shaquille O´Neal. Núna er hann horfinn á braut sem gerir riðilinn töluvert jafnari. 31.10.2004 00:01 Grétar sagði NEI við ÍA Fram hemur á <a href="http://www.ia.is/kia/Default.aspx?cmd=&menubarid=1&menubarindex=0"><strong>heimasíðu ÍA</strong></a> í dag að sóknarmaður Grindavíkur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, Grétar Hjartarson hafi afþakkað tilboð Knattspyrnufélags ÍA um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Grindavík vill framlengja samning sinn við Grétar sem er eftirsóttur þessa dagana. 31.10.2004 00:01 Johnson enn á skotskónum Andy Johnson, framherji nýliða Crystal Palace, tryggði liði sínu sigur á Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Johnson skoraði eina mark leiksins, sem fram fór á heimavelli Birmingham, á 41. mínútu er hann komst einn inn fyrir vörn heimamanna. Þetta var áttunda mark kappans á leiktíðinni og er hann þar með markahæstur í deildinni ásamt Thierry Henry. 30.10.2004 00:01 Chelsea yfir gegn W.B.A Mörk hafa ekki einkennt leiki ensku úrvalsdeildarinnar það sem af er í dag. Hálfleikur er nú í sex leikjum og hafa aðeins fimm mörk litið dagsins ljós. Markalaust er í leik Portsmouth og Manchester United og einnig hjá Arsenal og Southampton, Chelsea hefur hins vegar forystu gegn W.B.A á útivelli með marki varnarmannsins William Gallas. 30.10.2004 00:01 Ferguson vill svör Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vill komst til botns í "súpumálinu" fræga sem átti sér stað eftir leik United gegn Arsenal um síðustu helgi. Ferguson telur Arsenal ekki hafa gert nægilega mikið hvað rannsókn málsins varðar. 30.10.2004 00:01 Portsmouth komið yfir David Unsworth er búinn að koma Portsmouth yfir í viðureign liðsins gegn Manchester United. Unsworth skoraði úr vítaspyrnu sem Jamaíkubúinn Ricardo Fuller hafði fiskaði eftir viðskipti sín við Rio Ferdinand. Eiður Smári Guðjohnsen er heldur betur heitur þessa dagana en hann er búinn að skora í leik Chelsea gegn W.B.A, en staðan þar er 3-1. 30.10.2004 00:01 Agassi í úrslit í Stokkhólmi Bandaríski tenniskappinn Andre Agassi komst í dag í úrslit á opna Stokkhólms-mótinu með því að sigra Þjóðverjann Tommy Haas, 7-6 og 7-6. Agassi hefur ekki enn tapað setti á mótinu en í úrslitum mætir hann annaðhvort Tomas Johansson eða Michael Ryderstedt, en þeir eru báðir heimamenn. Þetta er í fyrsta sinn sem Agassi kemst í úrslit í Stokkhólmi. 30.10.2004 00:01 Mönchengladbach lagði Bayern Bayern Munchen hélt slælegri byrjun sinni í þýsku Bundesligunni áfram í dag er þeir sóttu leikmenn Borussia Mönchengladbach heim. Lokatölur urðu 2-0 heimamönnum í hag og fullkomnaði brasilíski varnarmaðurinn Lucio niðurlægingu Bæjara með því að láta reka sig út af í upphafi síðari hálfleiks. 30.10.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Gylfi orðaður við Cardiff Gylfi Einarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, var í morgun orðaður við Cardiff City. Gylfi skoraði í síðasta leik sínum með Lilleström um helgina. Á vefnum Newnow.com kemur fram að Gylfi eigi í viðræðum um 18 mánaða samning við Cardiff City. 1.11.2004 00:01
Jones rekinn frá Úlfunum Wolverhampton Wanderes rak í morgun knattspyrnustjóra sinn, Dave Jones. Úlfarnir eru í 19. sæti deildarinnar. Gary Megson, sem rekinn frá frá West Bromwich Albion í síðustu viku, og Micky Adams, sem lét af störfum hjá Leicester City, eru helst nefndir til sögunnar sem knattspyrnustjóri Úlfanna. 1.11.2004 00:01
10 milljónir dala á tímabilinu Fídjeyingurinn Vijay Singh varð um helgina fyrsti kylfingurinn til þess að vinna sér inn tíu milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé á einni keppnistíð. Singh sigraði á Chrysler-mótinu sem lauk í Palm Harbor á Flórída. Samtals lék hann á 18 höggum undir pari og varð fimm höggum á undan Svíanum Jesper Parnevik sem varð annar. 1.11.2004 00:01
Skoraði í fjórða leiknum í röð Michael Owen skoraði í fjórða leik sínum í röð þegar Real Madríd sigraði Getafe 2-0 í spænsku knattspyrnunni í gærkvöldi. Ronaldo skoraði hitt markið. Barcelona er í fyrsta sæti með 23 stig og hefur sex stiga forystu á Sevilla sem tapaði 0-3 fyrir Real Zaragoza. Real Madríd er núna í þriðja sæti með 16 stig, sjö stigum á eftir Barcelona. 1.11.2004 00:01
Magdeburg burstaði Minden Arnór Atlason skoraði tvö mörk þegar Magdeburg burstaði Minden 40-26 á útivelli í þýska handboltanum í gærkvöldi. Patrekur Jóhannesson skoraði fjögur mörk fyrir Minden. 1.11.2004 00:01
Gylfi til Cardiff eða Leeds Landsliðsmaðurinn Gylfi Einarsson, sem er laus allra mála hjá norska liðinu Lilleström, dvelur nú hjá enska 1. deildarliðinu Cardiff þar sem hann hitta forráðamenn enska liðsins með samning í huga. 1.11.2004 00:01
Allt undir hjá Arsenal Fjórða umferð riðlakeppninnar í meistaradeild Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. Þrjú lið, Chelsea, AC Milan og Inter Milan geta tryggt sér sæti í sextán liða úrslitum en þau hafa öll unnið fyrstu þrjá leiki sína í keppninni 1.11.2004 00:01
34 stig frá Hildi dugðu ekki Hildur Sigurðardóttir og félagar hennar í Jamtland í sænsku kvennadeildinni í körfubolta töpuðu báðum leikjum sínum um helgina og það dugði ekki þótt Hildur hafi skorað 34 stig í fyrri leiknum. 1.11.2004 00:01
Logi að komast í gang Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson er að komast af stað á nýjan leik eftir að hafa farið tvisvar úr axlarlið á síðasta tímabili. Logi spilar með Giessen 46ers í úrvalsdeild í Þýskalandi og hefur fengið að koma inn á í tveimur fyrstu leikjunum. 1.11.2004 00:01
Brassar gegn Grikkjum Heimsmeistarar Brasilíu og Evrópumeistarar Grikkja drógust saman í riðlakeppni Álfubikarsins sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári en heimamenn í Þýskalandi eru hinsvegar með Argentínumönnum í riðli. 1.11.2004 00:01
Heiðar Davíð stóð sig best Íslendingar enduðu í 27. sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna í golfi sem lauk um helgina á Púerto Ríco en keppni á lokadeginum á sunnudaginn var aflýst vegna óveðurs. Bandaríska sveitin sigraði mótið í þriðja sinn í röð með níu högga forskot á næsta lið. 1.11.2004 00:01
Þolinmæði Skota á þrotum Heimildir BBC herma að dagar Berta Vogts, landsliðsþjálfara Skota, með liðið séu taldir og honum verði formlega tilkynnt um afsögn á fundi skoska knattspyrnusambandsins í vikunni. Þykir líklegt að Gordon Strachan, fyrrum þjálfara Southampton, verði boðin staðan í framhaldinu. 1.11.2004 00:01
Quatar kallar Hvað gera sífellt fleiri af hæstlaunuðustu knattspyrnumönnum heims þegar halla fer undir fæti vegna aldurs með stórliðum Evrópu? Í stað þess að hætta á toppnum með bankainnistæður sem gætu gert öllum íbúum Eritreu kleift að lifa í vellystingum í langan tíma er stefnan tekin til smáríkisins Quatar enda tilboðin sem þaðan streyma með ólíkindum. 1.11.2004 00:01
Samuel ekki með Madrid gegn Kiev Þungamiðjan í slakri varnarlínu Real Madrid, Argentínumaðurinn Walter Samuel, mun ekki leika með liði sínu á útivelli gegn Dinamo Kiev á morgun vegna meiðsla. 1.11.2004 00:01
Poulter sigraði á Volvo Masters Kylfingurinn Ian Poulter sigraði á Volvo Masters-mótinu sem fram fór í Andalusíu um helgina eftir bráðabana við heimamanninn Sergio Garcia. 1.11.2004 00:01
Marrko sigraði Katalóníurallið Eistlendingurinn Marrko Martin sigraði Katalóníu-rallið um helgina og á möguleika á því að ná öðru sæti í heimsmeistarakeppni rallökumanna þegar ein keppni er enn eftir. 1.11.2004 00:01
NBA hefst í kvöld NBA-deildin í körfuknattleik hefst á ný í kvöld með þremur leikjum. Detroit tekur á móti Houston, Dallas fær Sacramento í heimsókn og gjörbreytt lið LA Lakers mætir Denver. 1.11.2004 00:01
Niemi íþróttamaður ársins Antti Niemi, markvörður enska úrvalsdeildarfélags Southampton, hefur verið valinn íþróttamaður ársins í heimalandi sínu Finnlandi. 1.11.2004 00:01
Aimar fékk þungt höfuðhögg Argentínumaðurinn Pablo Aimar mun ekki leika næstu vikurnar með liði Valenciu eftir að hafa fengið þungt höfuðhögg um helgina í leik gegn Atletico Madrid. 1.11.2004 00:01
Michael Jordan í golfi á Spáni Körfuboltastjarnan fyrrverandi, Michael Jordan, dúllaði sér í golfi á Spáni um helgina en þar var hann sérlegur gestur á bifhjólakeppni sem þar fór fram. 1.11.2004 00:01
Juventus besta lið Evrópu Samkvæmt tölfræðinni er Juventus besta knattspyrnulið Evrópu um þessar mundir. 1.11.2004 00:01
Gengur vel hjá Ólöfu á Ítalíu Ólöf María Jónsdóttir kylfingur úr GK lék á 2 yfir pari á 2. stigi úrtökumótanna fyrir Evrópumótaröð kvenna í Bari á Ítalíu í dag. Ólöf lék á 74 höggum og er í 16.-20. sæti á samtals 3 yfir pari og aðeins 4 höggum á eftir efsta sæti. Ólöf María á rástíma kl.10 í fyrramálið að íslenskum tíma en eftir morgundaginn verður skorið niður í 50 keppendur. 1.11.2004 00:01
Blackburn á botninn Einn leikur fór fram í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en rétt í þessu voru Manchester City og Norwich að gera jafntefli 1-1. Willo Flood kom City yfir á 11. mínútu en Damien Francis jafnaði metin á 45. mínútu. Norwich sem var í botnsæti deildarinnar fyrir leikinn skilur Blackburn eftir á botninum. 1.11.2004 00:01
Grindavík vann Skallagrím Fyrri leikirnir í 8-liða úrslitum Hópbílakeppninnar í körfuknattleik karla fóru fram í gær. Grindavík vann Skallagrím 90-78 í Borgarnesi. Darrell Lewis skoraði 32 stig fyrir Grindavík og Páll Axel Vilbergsson 25. 1.11.2004 00:01
Rosenborg meistari 13. árið í röð Rosenborg varð á laugardag Noregsmeistari í knattspyrnu 13. árið í röð eftir mikla dramatík i lokaumferð norsku deidarinnar. Þegar upp var staðið var Rosenborg hnífjafnt Vålerenga að stigum, bæði lið með 48 stig á toppnum með jafna markatölu en Rosenborg er meistari á fleiri mörkum skoruðum eða minnsta mögulega mun. 31.10.2004 00:01
Haukar-Creteil í dag kl 17 Í dag leika Haukar sinn síðasta heimaleik í F-riðli Meistardeildarinnar í handbolta þegar þeir taka á móti franska liðinu Creteil. Frakkarnir mæta með sitt sterkasta lið svo Haukarnir búast við mjög erfiðum leik. Leikurinn fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst kl. 17:00. 31.10.2004 00:01
Cisse ekki meira með í vetur Franski landsliðsmaðurinn Djibril Cisse leikur ekki meira með liði sínu Liverpool á þessu tímabili. Cisse fótbrotnaði í 2-2 jafnteflisleik gegn Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Cisse fór í aðgerð í morgun þar sem settur var pinni í vinstri sköflung sem brotnaði mjög illa. 31.10.2004 00:01
Áframhaldandi sigurganga Juventus Juventus hélt áfram sigurgöngu sinni í ítölsku deildarkeppninni í knattspyrnu í dag og er nú með 2 stiga forskot á toppi Serie A með 2 stiga forystu og á leik til góða á AC Milan sem er í 2. sæti. Juve sigraði Chievo 3-0 á Delle Alpi í dag.Roma Rúllaði yfir Cagliari 5-1. 31.10.2004 00:01
Markalaus fyrri hálfleikur Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag en nú er hálfleikur hjá Bolton og Newcastle. Staðan er 0-0. 31.10.2004 00:01
8 liða úrslit Hópbílabikarsins Einn leikur fór fram í 8 liða úrslitum í Hópbílabikar kvenna í körfubolta í dag. Haukar og KR gerðu jafntefli 63-63. Þetta var fyrri viðureign liðanna sem mætast svo aftur á miðvikudag. ÍS valtaði yfir Tindastól á laugardag, 33-73. 8 liða úrslit í karlaflokki hefjast í kvöld en þá fara fram fyrri viðureignir liðanna sem eru eftirfarandi: 31.10.2004 00:01
Bolton í 4. sætið Bolton heldur áfram sigurgöngu sinni og tyllti sér í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu nú rétt í þessu eftir 2-1 sigur á Newcastle. El-Hadji Diouf kom Bolton í 1-0 á 52. mínútu en Darren Ambrose jafnaði fyrir Newcastle 3 mínútum síðar. Kevin Davies skoraði svo sigurmark Bolton á 70. mínútu. 31.10.2004 00:01
Glæstur 7 marka sigur Hauka Haukar unnu glæstan sigur á franska liðinu Creteil í F-riðli Meistardeildarinnar í handbolta að Ásvöllum nú undir kvöldið en lokatölur urðu 37-30 fyrir Hauka. Þórir Ólafsson var markahæstur heimamanna með 10 mörk. 31.10.2004 00:01
Zaragoza í 3. sætið á Spáni Real Zaragoza tyllti sér í 3. sæti spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu á Spáni í dag með 3-0 sigri á næst efsta liði deildarinnar, Sevilla en 6 leikir fóru fram í deildinni í dag. Real Madrid sigraði Getafe 2-0 þar sem Michael Owen skoraði sitt fjórða mark fyrir Real Madrid í jafnmörgum leikjum og Ronaldo gerði eitt. 31.10.2004 00:01
KR lagði Snæfell í Hópbílabikarnum 3 leikjum er lokið í 8 liða úrslitum í Hópbílabikar karla í körfubolta en 4 leikir fara fram í kvöld. Skallagrímur lá heima fyrir Grindavík 78-90, KR sigraði Snæfell, 78-74 og ÍR steinlá heima fyrir Keflavík, 63-109. Haukar töpuðu fyrir Njarðvík, 59-81 í síðasta leik kvöldsins. 31.10.2004 00:01
Lúkas hafnar Grindavík Knattspyrnuþjálfarinn Lúkas Kostic hafnaði freistandi samningstilboði Grindvíkinga um helgina. Ástæðan er sú að tímasetningin hentar Kostic engan veginn. Hann er að þjálfa 4. flokk KR og U-17 ára lið Íslands og telur sig ekki geta gengið frá þeim störfum eins og staðan er í dag. 31.10.2004 00:01
Haraldur til Noregs Ástandið í herbúðum bikarmeistara Keflavíkur er ekki burðugt þessa dagana. Þeir eru þjálfaralausir og enn er ekki farið að ræða við neina þjálfara. Svo eru þeir byrjaðir að missa leikmenn frá liðinu og líklegt er að þeir missi einn sinn besta mann í vikunni. 31.10.2004 00:01
Þrenn verðlaun hjá Bjarka Ármenningurinn Bjarki Ásgeirsson stóð sig mjög vel á Norðurlandamóti drengja í fimleikum sem fór fram í Helsinki um helgina. 31.10.2004 00:01
Hatrömm barátta Þjálfarar liða í Kyrrahafsriðlinum prísa sig eflaust sæla að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvernig þeir eiga að stöðva Shaquille O´Neal. Núna er hann horfinn á braut sem gerir riðilinn töluvert jafnari. 31.10.2004 00:01
Grétar sagði NEI við ÍA Fram hemur á <a href="http://www.ia.is/kia/Default.aspx?cmd=&menubarid=1&menubarindex=0"><strong>heimasíðu ÍA</strong></a> í dag að sóknarmaður Grindavíkur í Landsbankadeild karla í knattspyrnu, Grétar Hjartarson hafi afþakkað tilboð Knattspyrnufélags ÍA um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Grindavík vill framlengja samning sinn við Grétar sem er eftirsóttur þessa dagana. 31.10.2004 00:01
Johnson enn á skotskónum Andy Johnson, framherji nýliða Crystal Palace, tryggði liði sínu sigur á Birmingham í ensku úrvalsdeildinni í dag. Johnson skoraði eina mark leiksins, sem fram fór á heimavelli Birmingham, á 41. mínútu er hann komst einn inn fyrir vörn heimamanna. Þetta var áttunda mark kappans á leiktíðinni og er hann þar með markahæstur í deildinni ásamt Thierry Henry. 30.10.2004 00:01
Chelsea yfir gegn W.B.A Mörk hafa ekki einkennt leiki ensku úrvalsdeildarinnar það sem af er í dag. Hálfleikur er nú í sex leikjum og hafa aðeins fimm mörk litið dagsins ljós. Markalaust er í leik Portsmouth og Manchester United og einnig hjá Arsenal og Southampton, Chelsea hefur hins vegar forystu gegn W.B.A á útivelli með marki varnarmannsins William Gallas. 30.10.2004 00:01
Ferguson vill svör Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, vill komst til botns í "súpumálinu" fræga sem átti sér stað eftir leik United gegn Arsenal um síðustu helgi. Ferguson telur Arsenal ekki hafa gert nægilega mikið hvað rannsókn málsins varðar. 30.10.2004 00:01
Portsmouth komið yfir David Unsworth er búinn að koma Portsmouth yfir í viðureign liðsins gegn Manchester United. Unsworth skoraði úr vítaspyrnu sem Jamaíkubúinn Ricardo Fuller hafði fiskaði eftir viðskipti sín við Rio Ferdinand. Eiður Smári Guðjohnsen er heldur betur heitur þessa dagana en hann er búinn að skora í leik Chelsea gegn W.B.A, en staðan þar er 3-1. 30.10.2004 00:01
Agassi í úrslit í Stokkhólmi Bandaríski tenniskappinn Andre Agassi komst í dag í úrslit á opna Stokkhólms-mótinu með því að sigra Þjóðverjann Tommy Haas, 7-6 og 7-6. Agassi hefur ekki enn tapað setti á mótinu en í úrslitum mætir hann annaðhvort Tomas Johansson eða Michael Ryderstedt, en þeir eru báðir heimamenn. Þetta er í fyrsta sinn sem Agassi kemst í úrslit í Stokkhólmi. 30.10.2004 00:01
Mönchengladbach lagði Bayern Bayern Munchen hélt slælegri byrjun sinni í þýsku Bundesligunni áfram í dag er þeir sóttu leikmenn Borussia Mönchengladbach heim. Lokatölur urðu 2-0 heimamönnum í hag og fullkomnaði brasilíski varnarmaðurinn Lucio niðurlægingu Bæjara með því að láta reka sig út af í upphafi síðari hálfleiks. 30.10.2004 00:01