Sport

Tilboð frá Groningen

Hollenska liðið Groningen hefur áhuga á því að fá Ólaf Inga Skúlason, leikmann Arsenal, í raðir félagsins. Forráðamenn liðsins sendu Arsenal tilboð í gær og sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Ólafs, að hann væri mátulega bjartsýnn á að félögin næðu saman. Ólafur sagði að Arsenal vildi fá rúmar 40 milljónir fyrir Ólaf Inga sem er langt yfir því sem Groningen er tilbúið til að borga. Ólafur Ingi hefur lengi lýst yfir áhuga sínum á því að komast frá Arsenal og hefur verið orðaður við lið á Norðurlöndunum, í Belgíu og á Ítalíu. Ólafur Ingi skrifaði undir nýjan eins árs samning við Arsenal í sumar og fer því örugglega frá félaginu næsta sumar ef hann finnur sér ekki félag í vetur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×