Sport

Nýr þjálfari ráðinn í vikunni?

Guðmundur Ingvarsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, segist vonast til þess að hægt verði að ganga frá ráðningu á landsliðsþjálfara í þessari viku. Guðmundur staðfestir að rætt hafi verið við Viggó Sigurðsson og Geir Sveinsson og rætt verði við einn eða tvo í viðbót eins og hann orðaði í samtali við íþróttadeild nú skömmu fyrir hádegi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort næsti landsliðsþjálfari verði ráðinn í fullt starf eða í hlutastarf. Guðmundur segir að það ráðist af því hvernig samningar verði gerðir við þann sem ráðinn verður. Á myndinni eru Guðmundur Ingvarsson (t.v.) og Guðmundur Þ. Guðmundsson, fráfarandi landsliðsþjálfari í handbolta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×