Sport

Malone ekki tilbúinn

Körfuboltamaðurinn Karl Malone hefur sagt forráðamönnum L.A. Lakers að hann sé ekki tilbúinn fyrir keppni, en útilokaði ekki að hann gæti snúið aftur síðar á tímabilinu eða á næsta tímabili. Malone, sem er annar stigahæsti leikmaður í sögu NBA, er enn að jafna sig eftir aðgerð á hné, en hann meiddist í úrslitunum gegn Detroit í byrjun sumars. Malone ákvað að semja ekki aftur við Lakers í sumar, en hann hafði möguleika á eins árs framlengingu á samningi sínum sem er metin á um 130 milljónir króna. Nokkur önnur lið eru á eftir kraftframherjanum, meðal annarra Minnasota Timberwolves og Miami Heat. Umboðsmaður Malones, Dwight Manley, staðfestir þó að ef Malone snúi aftur til keppni verði það einungis með Lakers, þar sem kappinn vilji ekki flytja fjölskyldu sína um set. Á myndinni sést Malone í búningi Utah Jazz, en með þeim lék hann í heil 18 tímabil og komst tvisvar í úrslit NBA en tapaði í bæði skiptin, gegn Micheal Jordan og Chicago Bulls.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×