Sport

Mourinho enn ósigraður

Chelsea vann Liverpool í dag með einu marki gegn engu. Joe Cole skoraði sigurmarkið um miðbik síðari hálfleiks, en Cole hafði komið inn á sem varamaður á 37. mínútu fyrir Didier Drogba sem fór út af meiddur. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Chelsea og átti fínan leik eins og reyndar allt lið Chelsea, sem vann verðskuldað. Hörmulegt gengi Liverpool á útivelli heldur þar með áfram en þetta var í fjórða sinn á leiktíðinni sem liðið bíður lægri hlut á útivelli. Af aðeins tíu stigum Liverpool á leiktíðinni hafa níu komið á heimavelli, og situr nú liðið í 11. sæti deildarinnar. Chelsea fylgir hins vegar Arsenal sem skugginn og er í öðru sæti með 20 stig, enn ósigraðir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×