Sport

Vil spila áfram á Íslandi

Scott Ramsey fékk góða afmælisgjöf frá félögum hans í liðinu en þessi snjalli Skoti átti reyndar stóra þátt í gjöfunni með því að eiga mjög góðan leik og fiska vítið sem færði liðinu forustu í leiknum strax á elleftu mínútu. "Við áttum þetta skilið og vorum betri í þessum leik. Þeir fengu nokkur færi í leiknum en við höfðum alveg eins getað skorað fleiri mörk og þetta var góður leikur hjá okkur. Við erum með ungt og gott lið og það verður mjög fróðlegt að fylgjast með hvað þetta lið gerir á næsta tímabili," segir Scott. "Ég var stressaður í upphafi leiks sem er ekki vaninn hjá mér en það var mikilvægt að byrja vel og markið í upphafi skipti okkur miklu mál. Ég átti að skora mark og við fengum líka fleiri góð færi til þess að gera endanlega út um leikinn," sagði Ramsey sem var sáttur við endinn á tímabilinu. "Við vorum að gera ágæta hluti í vor í deildarbikarnum en þetta var stórt skref fyrir okkur að koma upp í úrvalsdeildina. Við vorum að spila vel og illa á víxl og það var því gott að geta enda þetta tímabil með sigri á degi sem þessum. Ég vil spila áfram á Íslandi en ég hef ekkert talað við Keflvíkinga um framhaldið. Ég mun tala við þá í vikunni því ég vil spila áfram hér á landi og mér finnst ég passa vel inn í þetta Keflavíkurlið," sagði Scott Ramsey í leikslok en var að vinna sinn fyrsta stóra titil á Íslandi eftir að hafa spilað hér í sex ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×