Álftanes mætir stórliði Benfica Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. september 2025 17:31 David Okeke verður með Álftnesingum í Portúgal. vísir/hulda margrét Körfuknattleikslið Álftaness heldur á morgun til Lissabon í Portúgal og tekur þátt í alþjóðlegu körfuboltamóti. Mótið ber heitið Torneo Internacional Lisboa og fer fram 12.–14. september. Alls taka fjögur lið þátt í mótinu - Benfica, Sporting frá Lissabon, breska liðið Surrey 89ers og Álftanes. „Undanfarin tvö ár höfum við farið í frábærar ferðir til Króatíu á undirbúningstímabilinu. Við ákváðum að breyta til í ár og eftir að ég ráðfærði mig við samnemendur mína í alþjóðlegu þjálfaranámi settum við stefnuna á að fara til Portúgal,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga. „Við komumst í tengsl við forráðamenn Benfica í þeim tilgangi að leika æfingaleik við þeirra frábæra lið. Upp úr þeim viðræðum fæddist sú hugmynd að við kæmum inn í þetta mót og vorum við ekki lengi að þiggja boðið,“ bætir Kjartan við. Fyrirkomulagið er einfalt, undanúrslit eru á föstudeginum og á sunnudeginum er leikið um fyrsta og þriðja sætið. Það kom í hlut Álftnesinga að mæta Benfica í undanúrslitunum. Álftanes tekur þátt í þessu skemmtilega móti. Benfica hefur verið leiðandi afl í portúgölskum körfubolta. Alls hefur félagið unnið 31 meistaratitil (þar af fjögur síðastliðin tímabil) og 23 sinnum hefur félagið orðið bikarmeistari. Liðið leikur í Meistaradeild Evrópu og hefur á að skipa fjölmörgum landsliðsmönnum. Þess má geta að einn af leiðtogum Benfica er Aaron Broussard sem varð Íslandsmeistari með Grindvíkingum 2013. Broussard er á leið inn í sitt fimmta tímabil með portúgalska stórveldinu, hefur alltaf endað uppi sem portúgalskur meistari og fengið fjölmargar viðurkenningar. „Vissulega er þetta leikur á undirbúningstímabili en það verður mjög gaman að mæta Benfica. Það vill svo skemmtilega til að Klara Kristín, dóttir mín, leikur fyrir akademíu Benfica í Bandaríkjunum þannig að þetta hittir skemmtilega á,“ segir Kjartan kátur og bætir við að með í för verði stór hluti meistaraflokksráðs Álftnesinga. View this post on Instagram A post shared by Benfica Residential Academy (@benficaresidentialacademy) „Þessi hópur er magnaður og hefur fylgt okkur til Króatíu og um allt Ísland. Í hópnum eru tveir sem bera miklar taugar til Benfica. Annar þeirra bjó um árabil í Benfica-hluta Lissabon og svo er annar sem skráði sig í helsta stuðningsmannaklúbb félagsins og hefur verið virkur þar í einhver ár.“ Álftanes mætir Benfica á föstudaginn klukkan 18.30 að íslenskum tíma. Körfubolti UMF Álftanes Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Alls taka fjögur lið þátt í mótinu - Benfica, Sporting frá Lissabon, breska liðið Surrey 89ers og Álftanes. „Undanfarin tvö ár höfum við farið í frábærar ferðir til Króatíu á undirbúningstímabilinu. Við ákváðum að breyta til í ár og eftir að ég ráðfærði mig við samnemendur mína í alþjóðlegu þjálfaranámi settum við stefnuna á að fara til Portúgal,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga. „Við komumst í tengsl við forráðamenn Benfica í þeim tilgangi að leika æfingaleik við þeirra frábæra lið. Upp úr þeim viðræðum fæddist sú hugmynd að við kæmum inn í þetta mót og vorum við ekki lengi að þiggja boðið,“ bætir Kjartan við. Fyrirkomulagið er einfalt, undanúrslit eru á föstudeginum og á sunnudeginum er leikið um fyrsta og þriðja sætið. Það kom í hlut Álftnesinga að mæta Benfica í undanúrslitunum. Álftanes tekur þátt í þessu skemmtilega móti. Benfica hefur verið leiðandi afl í portúgölskum körfubolta. Alls hefur félagið unnið 31 meistaratitil (þar af fjögur síðastliðin tímabil) og 23 sinnum hefur félagið orðið bikarmeistari. Liðið leikur í Meistaradeild Evrópu og hefur á að skipa fjölmörgum landsliðsmönnum. Þess má geta að einn af leiðtogum Benfica er Aaron Broussard sem varð Íslandsmeistari með Grindvíkingum 2013. Broussard er á leið inn í sitt fimmta tímabil með portúgalska stórveldinu, hefur alltaf endað uppi sem portúgalskur meistari og fengið fjölmargar viðurkenningar. „Vissulega er þetta leikur á undirbúningstímabili en það verður mjög gaman að mæta Benfica. Það vill svo skemmtilega til að Klara Kristín, dóttir mín, leikur fyrir akademíu Benfica í Bandaríkjunum þannig að þetta hittir skemmtilega á,“ segir Kjartan kátur og bætir við að með í för verði stór hluti meistaraflokksráðs Álftnesinga. View this post on Instagram A post shared by Benfica Residential Academy (@benficaresidentialacademy) „Þessi hópur er magnaður og hefur fylgt okkur til Króatíu og um allt Ísland. Í hópnum eru tveir sem bera miklar taugar til Benfica. Annar þeirra bjó um árabil í Benfica-hluta Lissabon og svo er annar sem skráði sig í helsta stuðningsmannaklúbb félagsins og hefur verið virkur þar í einhver ár.“ Álftanes mætir Benfica á föstudaginn klukkan 18.30 að íslenskum tíma.
Körfubolti UMF Álftanes Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira