48 og við teljum enn 3. október 2004 00:01 Meistarar Arsenal átti ekki í vandræðum með að slátra Charlton, 4-0, á Highbury í ensku úrvalsdeildinni í gær og hafa nú leikið 48 leiki í röð í deildinni án þess að bíða lægri hlut. Eftir vonbrigðin í meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið þegar Arsenal náði aðeins jafntefli gegn norska liðinu Rosenborg og sögusagnir um salgsmál á milli Patricks Vieira og Lauren eftir þann leik kom liðið tvíefld til baka. Hinn frábæri Thierry Henry skoraði tvívegis og var fyrra mark hans sérstaklega glæsilegt. Hann sendi boltann með hlænum í fjærhornið, aðþrengdur að varnarmönnum. Þeir Fredrik Ljungberg og Jose Antonio Reyes eitt mark hvor. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var sáttur við sína menn eftir leikinn og hrósaði þeim fyrir að svara gagnrýnisröddum á réttan hátt. "Liðið lék vel saman sem heild og hafi einhver sett spurningamerki við andann hjá liðinu þá hljóta þeir sömu að hafa fengið svarið í dag. Liðið er sameinað og svaraði gagnrýninni á réttan hátt. Það var mikilvægt að það væri gert á vellinum og ég get ekki verið annað en ánægður með frammistöðu bæði Patricks Vieira og Lauren í dag - þeir voru frábærir. Alan Curbishley, knattpsyrnustjóri Charlton, hristi bara hausinn og sagði leikmenn Arsenal hafa sýnt það að þeir gætu skorað fjögur, fimm eða sex mörk þegar þeim sýndist svo. "Við komum hingað með áætlun en hún fauk út um gluggann eftir annað markið. Þegar Henry skorar mörk eins og þetta þá er ekki hægt annað en að setjast og dást að snilli hans," sagði Curbishley. Tottenham skaust í fjórða sæti deildarinnar með glæsilegum útisigri á Everton, 1-0. Enn á ný var það sterkur varnarleikur sem gerði gæfumuninn hjá Tottenham og til að undirstrika mikilvægi varnarmanna liðsins þá skoraði franski barkvörðurinn Noe Pamarot sigurmarkið fyrir Tottenham. Jacques Santini, knattspyrnustjóri Tottenham, var ánægður eftir leikinn og sagði sína menn hafa spilað með hjartanu. "Við spiluðum ekki vel en börðumst eins og ljón og sýndum mikla samstöðu. Ég er mjög ánægður með úrslitin enda er Everton með sterkt lið sem er erfitt heim að sækja." Nýliðar West Brom unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu Bolton að velli, 2-1, á heimavelli. Kanu og Gera voru á skotskónum fyrir West Brom en liðið komst með sigrinum upp úr fallsæti. Úrslit dagsins:Southampton-Manchester City 0-0Arsenal-Charlton 4-0 Thierry Henry 2, Fredrik Ljungberg, Jose Antonio Reyes. Blackburn-Aston Villa 2-2 Barry Ferguson, Brett Emerton - Juan Pablo Angel, Olof Mellberg. Everton-Tottenham 0-1 - Noe Pamarot. Norwich-Portsmouth 2-2 Darren Huckerby, Simon Charlton - Yakubu Aiyegbeni, Patrick Berger. West Brom-Bolton 2-1 Nwankwo Kanu, Zoltan Gera - Stelios Giannikopoulus. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira
Meistarar Arsenal átti ekki í vandræðum með að slátra Charlton, 4-0, á Highbury í ensku úrvalsdeildinni í gær og hafa nú leikið 48 leiki í röð í deildinni án þess að bíða lægri hlut. Eftir vonbrigðin í meistaradeildinni á miðvikudagskvöldið þegar Arsenal náði aðeins jafntefli gegn norska liðinu Rosenborg og sögusagnir um salgsmál á milli Patricks Vieira og Lauren eftir þann leik kom liðið tvíefld til baka. Hinn frábæri Thierry Henry skoraði tvívegis og var fyrra mark hans sérstaklega glæsilegt. Hann sendi boltann með hlænum í fjærhornið, aðþrengdur að varnarmönnum. Þeir Fredrik Ljungberg og Jose Antonio Reyes eitt mark hvor. Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var sáttur við sína menn eftir leikinn og hrósaði þeim fyrir að svara gagnrýnisröddum á réttan hátt. "Liðið lék vel saman sem heild og hafi einhver sett spurningamerki við andann hjá liðinu þá hljóta þeir sömu að hafa fengið svarið í dag. Liðið er sameinað og svaraði gagnrýninni á réttan hátt. Það var mikilvægt að það væri gert á vellinum og ég get ekki verið annað en ánægður með frammistöðu bæði Patricks Vieira og Lauren í dag - þeir voru frábærir. Alan Curbishley, knattpsyrnustjóri Charlton, hristi bara hausinn og sagði leikmenn Arsenal hafa sýnt það að þeir gætu skorað fjögur, fimm eða sex mörk þegar þeim sýndist svo. "Við komum hingað með áætlun en hún fauk út um gluggann eftir annað markið. Þegar Henry skorar mörk eins og þetta þá er ekki hægt annað en að setjast og dást að snilli hans," sagði Curbishley. Tottenham skaust í fjórða sæti deildarinnar með glæsilegum útisigri á Everton, 1-0. Enn á ný var það sterkur varnarleikur sem gerði gæfumuninn hjá Tottenham og til að undirstrika mikilvægi varnarmanna liðsins þá skoraði franski barkvörðurinn Noe Pamarot sigurmarkið fyrir Tottenham. Jacques Santini, knattspyrnustjóri Tottenham, var ánægður eftir leikinn og sagði sína menn hafa spilað með hjartanu. "Við spiluðum ekki vel en börðumst eins og ljón og sýndum mikla samstöðu. Ég er mjög ánægður með úrslitin enda er Everton með sterkt lið sem er erfitt heim að sækja." Nýliðar West Brom unnu sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar þeir lögðu Bolton að velli, 2-1, á heimavelli. Kanu og Gera voru á skotskónum fyrir West Brom en liðið komst með sigrinum upp úr fallsæti. Úrslit dagsins:Southampton-Manchester City 0-0Arsenal-Charlton 4-0 Thierry Henry 2, Fredrik Ljungberg, Jose Antonio Reyes. Blackburn-Aston Villa 2-2 Barry Ferguson, Brett Emerton - Juan Pablo Angel, Olof Mellberg. Everton-Tottenham 0-1 - Noe Pamarot. Norwich-Portsmouth 2-2 Darren Huckerby, Simon Charlton - Yakubu Aiyegbeni, Patrick Berger. West Brom-Bolton 2-1 Nwankwo Kanu, Zoltan Gera - Stelios Giannikopoulus.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Fleiri fréttir Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira