Sport

Arsenal spilar á Emirates Airlines

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur gengið frá samningi við arabíska flugfélagið Emirates Airlines og nýji fótboltavöllur félagsins verður nefndur eftir flugfélaginu. Arsenal hættir að spila á Highbury-velli sínum og flytur á nýja völlinn í Ashburton Grove eftir tvö ár. Völlurinn tekur 60 þúsund áhorfendur. Samningur Arsenal við Emirates er að andvirði 100 milljónir punda eða um 13 milljarðar íslenskra króna. Samingurinn er til fimmtán ára. Alls kostar völlurinn um 357 milljónir punda eða um 46,5 milljarða íslenskra króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×