Besta liðið eftir þrjú ár 3. október 2004 00:01 Fyrirliði Keflavíkur, Zoran Daníel Ljubicic, var himinlifandi í leikslok eftir að fyrsti bikar Keflvíkingar í knattspyrnunni í sjö ár var kominn á loft. "Þetta var alveg æðislega gaman. Við spiluðum frábæran fótbolta í fyrri hálfleik, skoruðu tvö mörk og fengum fullt að færum til viðbótar. Í seinni hálfleik duttum við kannski svolítið til baka en það var aldrei hætta og við áttum síðan að gera út um leikinn í nokkrum dauðafærum sem við fengum þá. Þetta var mjög verðskuldaður sigur," sagði Zoran sem var að vinna sinn fyrsta titil á Íslandi eftir tólf ár í íslenska boltanum. "Þetta er fyrsti stóri titilinn minn hér, ég hafði unnið einn Innanhúsmeistaratitil áður en nú fékk ég loksins að kynnast því að vinna bikarinn. Ég er að spila með mörgum ungum strákum sem hafa verið að taka sitt fyrstu skref í alvörunni í sumar og þetta var virkilega gaman og mikilvægt fyrir þá að vinna hér í dag. Reynslan úr þessum leik og frá þessu sumri á eftir að hjálpa þeim mikið í framtíðinni. Það er ágætis árangur að enda í fimmta sæti á sínu fyrsta ári í deildinni en ég held að við getum gert miklu meira en það sem við sýndum í ár. Ég trúi því að innan þriggja ár verði besta liðið á Íslandi í Keflavík. Það voru kaflar í sumar sem við vorum að spila mjög vel en það komu einnig kaflar þar sem við duttum niður. Þessir strákar hafa ekki þolað að fá mikla pressu á sig en þeir sýndu í dag að þeir geta mætt óhræddir í svona stóran leik og spilað sinn bolta. Strákarnir hafa safnað reynslu í sumar og það var dýrmætt fyrir þá að fá að upplifa það að vinna titil. Þessari tilfinningu gleymum við aldrei. Nú bíður okkar þátttaka í evrópukeppninni og ég vonast eftir að allir í bænum eigi eftir að styðja okkur í framhaldinu því við ætlum okkur að gera enn betri hluti," sagði Zoran sem er ekkert að hætta. "Já ég mæti aftur næsta sumar, ég er ekkert að hætta, það er nóg eftir hjá mér," sagði Zoran að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var grátið aðeins“ Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Fleiri fréttir Getur verið erfitt að kveðja: „Það var grátið aðeins“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira
Fyrirliði Keflavíkur, Zoran Daníel Ljubicic, var himinlifandi í leikslok eftir að fyrsti bikar Keflvíkingar í knattspyrnunni í sjö ár var kominn á loft. "Þetta var alveg æðislega gaman. Við spiluðum frábæran fótbolta í fyrri hálfleik, skoruðu tvö mörk og fengum fullt að færum til viðbótar. Í seinni hálfleik duttum við kannski svolítið til baka en það var aldrei hætta og við áttum síðan að gera út um leikinn í nokkrum dauðafærum sem við fengum þá. Þetta var mjög verðskuldaður sigur," sagði Zoran sem var að vinna sinn fyrsta titil á Íslandi eftir tólf ár í íslenska boltanum. "Þetta er fyrsti stóri titilinn minn hér, ég hafði unnið einn Innanhúsmeistaratitil áður en nú fékk ég loksins að kynnast því að vinna bikarinn. Ég er að spila með mörgum ungum strákum sem hafa verið að taka sitt fyrstu skref í alvörunni í sumar og þetta var virkilega gaman og mikilvægt fyrir þá að vinna hér í dag. Reynslan úr þessum leik og frá þessu sumri á eftir að hjálpa þeim mikið í framtíðinni. Það er ágætis árangur að enda í fimmta sæti á sínu fyrsta ári í deildinni en ég held að við getum gert miklu meira en það sem við sýndum í ár. Ég trúi því að innan þriggja ár verði besta liðið á Íslandi í Keflavík. Það voru kaflar í sumar sem við vorum að spila mjög vel en það komu einnig kaflar þar sem við duttum niður. Þessir strákar hafa ekki þolað að fá mikla pressu á sig en þeir sýndu í dag að þeir geta mætt óhræddir í svona stóran leik og spilað sinn bolta. Strákarnir hafa safnað reynslu í sumar og það var dýrmætt fyrir þá að fá að upplifa það að vinna titil. Þessari tilfinningu gleymum við aldrei. Nú bíður okkar þátttaka í evrópukeppninni og ég vonast eftir að allir í bænum eigi eftir að styðja okkur í framhaldinu því við ætlum okkur að gera enn betri hluti," sagði Zoran sem er ekkert að hætta. "Já ég mæti aftur næsta sumar, ég er ekkert að hætta, það er nóg eftir hjá mér," sagði Zoran að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var grátið aðeins“ Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Fleiri fréttir Getur verið erfitt að kveðja: „Það var grátið aðeins“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Sjá meira