Grindavík kostur í stöðunni 5. október 2004 00:01 Þær sögusagnir hafa verið lengi á kreiki að Guðjón Þórðarson sé á leið til Íslands að þjálfa á nýjan leik. Hann var fyrst orðaður við KR en eftir að félagið réð Magnús Gylfason hefur Guðjón þráfaldlega verið orðaður við lið Grindavíkur. Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að forsvarsmenn félagsins hefðu rætt við Guðjón. "Við höfum heyrt í Guðjóni og við ætlum að gefa okkur tíu daga til þess að klára þetta mál," sagði Jónas en Guðjón kemur einmitt heim í næstu viku til þess að fylgjast með leik Íslands og Svíþjóðar. Hann mun síðan setjast niður með forráðamönnum Grindavíkur eftir leikinn og fljótlega eftir það kemur í ljós hvort Grindavík nær að landa þessum sigursæla þjálfara. "Við höfum sett Guðjón í forgang hjá okkur og ætlum ekki að ræða við neina aðra þjálfara fyrr en það liggur fyrir hvort hann kemur til okkur. Ég er hæfilega bjartsýnn á að fá Guðjón til starfa hjá okkur," sagði Jónas. Fréttablaðið náði í skottið á Guðjóni í gær en hann er staddur á Englandi. Við spurðum hann út í stöðu mála. "Ég hef talað við Grindavík og rætt málin við þá. Þær viðræður eru ekki komnar á neitt alvarlegt stig en Grindavík er vissulega kostur í stöðunni," sagði Guðjón og bætti við að annars væri lítið annað um málið að segja. Hann sagði lítið að gerast á leikmannamarkaðnum á Englandi og að hann hefði ekki rætt við nein félög þar í landi upp á síðkastið. Grindavík er ekki eina liðið á Íslandi sem hefur rætt við Guðjón síðustu vikur því hann var einnig í sambandi við KR-inga áður en þeir réðu Magnús Gylfason. "Ég talaði aðeins við KR-ingana enda þekki ég menn eins og Jónas Kristinsson þar frá því ég starfaði fyrir félagið á sínum tíma," sagði Guðjón en Jónas Kristinsson, formaður KR-Sports, hefur neitað því að hafa rætt við Guðjón um að taka starfið að sér. Því var Guðjón spurður að því hvort það hefði verið rætt að hann tæki að sér þjálfun liðsins? "Það var hluti af því sem við ræddum um. Það fór samt aldrei á neitt stig. Annars á ég oft gott spjall við KR-inga um ýmislegt. Samt aðallega um fótbolta enda eru þeir KR-ingar sem ég þekki mjög áhugasamir um fótbolta," sagði Guðjón en hefði hann viljað taka að sér KR-liðið? "Alveg eins. Ef maður kemur til Íslands til þess að starfa þá eru ákveðnir möguleikar í stöðunni en þjálfarastaðan hjá KR er ekkert meira spennandi en hvað annað," sagði Guðjón Þórðarson. Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira
Þær sögusagnir hafa verið lengi á kreiki að Guðjón Þórðarson sé á leið til Íslands að þjálfa á nýjan leik. Hann var fyrst orðaður við KR en eftir að félagið réð Magnús Gylfason hefur Guðjón þráfaldlega verið orðaður við lið Grindavíkur. Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að forsvarsmenn félagsins hefðu rætt við Guðjón. "Við höfum heyrt í Guðjóni og við ætlum að gefa okkur tíu daga til þess að klára þetta mál," sagði Jónas en Guðjón kemur einmitt heim í næstu viku til þess að fylgjast með leik Íslands og Svíþjóðar. Hann mun síðan setjast niður með forráðamönnum Grindavíkur eftir leikinn og fljótlega eftir það kemur í ljós hvort Grindavík nær að landa þessum sigursæla þjálfara. "Við höfum sett Guðjón í forgang hjá okkur og ætlum ekki að ræða við neina aðra þjálfara fyrr en það liggur fyrir hvort hann kemur til okkur. Ég er hæfilega bjartsýnn á að fá Guðjón til starfa hjá okkur," sagði Jónas. Fréttablaðið náði í skottið á Guðjóni í gær en hann er staddur á Englandi. Við spurðum hann út í stöðu mála. "Ég hef talað við Grindavík og rætt málin við þá. Þær viðræður eru ekki komnar á neitt alvarlegt stig en Grindavík er vissulega kostur í stöðunni," sagði Guðjón og bætti við að annars væri lítið annað um málið að segja. Hann sagði lítið að gerast á leikmannamarkaðnum á Englandi og að hann hefði ekki rætt við nein félög þar í landi upp á síðkastið. Grindavík er ekki eina liðið á Íslandi sem hefur rætt við Guðjón síðustu vikur því hann var einnig í sambandi við KR-inga áður en þeir réðu Magnús Gylfason. "Ég talaði aðeins við KR-ingana enda þekki ég menn eins og Jónas Kristinsson þar frá því ég starfaði fyrir félagið á sínum tíma," sagði Guðjón en Jónas Kristinsson, formaður KR-Sports, hefur neitað því að hafa rætt við Guðjón um að taka starfið að sér. Því var Guðjón spurður að því hvort það hefði verið rætt að hann tæki að sér þjálfun liðsins? "Það var hluti af því sem við ræddum um. Það fór samt aldrei á neitt stig. Annars á ég oft gott spjall við KR-inga um ýmislegt. Samt aðallega um fótbolta enda eru þeir KR-ingar sem ég þekki mjög áhugasamir um fótbolta," sagði Guðjón en hefði hann viljað taka að sér KR-liðið? "Alveg eins. Ef maður kemur til Íslands til þess að starfa þá eru ákveðnir möguleikar í stöðunni en þjálfarastaðan hjá KR er ekkert meira spennandi en hvað annað," sagði Guðjón Þórðarson.
Íþróttir Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Sjá meira