Grindavík kostur í stöðunni 5. október 2004 00:01 Þær sögusagnir hafa verið lengi á kreiki að Guðjón Þórðarson sé á leið til Íslands að þjálfa á nýjan leik. Hann var fyrst orðaður við KR en eftir að félagið réð Magnús Gylfason hefur Guðjón þráfaldlega verið orðaður við lið Grindavíkur. Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að forsvarsmenn félagsins hefðu rætt við Guðjón. "Við höfum heyrt í Guðjóni og við ætlum að gefa okkur tíu daga til þess að klára þetta mál," sagði Jónas en Guðjón kemur einmitt heim í næstu viku til þess að fylgjast með leik Íslands og Svíþjóðar. Hann mun síðan setjast niður með forráðamönnum Grindavíkur eftir leikinn og fljótlega eftir það kemur í ljós hvort Grindavík nær að landa þessum sigursæla þjálfara. "Við höfum sett Guðjón í forgang hjá okkur og ætlum ekki að ræða við neina aðra þjálfara fyrr en það liggur fyrir hvort hann kemur til okkur. Ég er hæfilega bjartsýnn á að fá Guðjón til starfa hjá okkur," sagði Jónas. Fréttablaðið náði í skottið á Guðjóni í gær en hann er staddur á Englandi. Við spurðum hann út í stöðu mála. "Ég hef talað við Grindavík og rætt málin við þá. Þær viðræður eru ekki komnar á neitt alvarlegt stig en Grindavík er vissulega kostur í stöðunni," sagði Guðjón og bætti við að annars væri lítið annað um málið að segja. Hann sagði lítið að gerast á leikmannamarkaðnum á Englandi og að hann hefði ekki rætt við nein félög þar í landi upp á síðkastið. Grindavík er ekki eina liðið á Íslandi sem hefur rætt við Guðjón síðustu vikur því hann var einnig í sambandi við KR-inga áður en þeir réðu Magnús Gylfason. "Ég talaði aðeins við KR-ingana enda þekki ég menn eins og Jónas Kristinsson þar frá því ég starfaði fyrir félagið á sínum tíma," sagði Guðjón en Jónas Kristinsson, formaður KR-Sports, hefur neitað því að hafa rætt við Guðjón um að taka starfið að sér. Því var Guðjón spurður að því hvort það hefði verið rætt að hann tæki að sér þjálfun liðsins? "Það var hluti af því sem við ræddum um. Það fór samt aldrei á neitt stig. Annars á ég oft gott spjall við KR-inga um ýmislegt. Samt aðallega um fótbolta enda eru þeir KR-ingar sem ég þekki mjög áhugasamir um fótbolta," sagði Guðjón en hefði hann viljað taka að sér KR-liðið? "Alveg eins. Ef maður kemur til Íslands til þess að starfa þá eru ákveðnir möguleikar í stöðunni en þjálfarastaðan hjá KR er ekkert meira spennandi en hvað annað," sagði Guðjón Þórðarson. Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var grátið aðeins“ Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Fleiri fréttir Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira
Þær sögusagnir hafa verið lengi á kreiki að Guðjón Þórðarson sé á leið til Íslands að þjálfa á nýjan leik. Hann var fyrst orðaður við KR en eftir að félagið réð Magnús Gylfason hefur Guðjón þráfaldlega verið orðaður við lið Grindavíkur. Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að forsvarsmenn félagsins hefðu rætt við Guðjón. "Við höfum heyrt í Guðjóni og við ætlum að gefa okkur tíu daga til þess að klára þetta mál," sagði Jónas en Guðjón kemur einmitt heim í næstu viku til þess að fylgjast með leik Íslands og Svíþjóðar. Hann mun síðan setjast niður með forráðamönnum Grindavíkur eftir leikinn og fljótlega eftir það kemur í ljós hvort Grindavík nær að landa þessum sigursæla þjálfara. "Við höfum sett Guðjón í forgang hjá okkur og ætlum ekki að ræða við neina aðra þjálfara fyrr en það liggur fyrir hvort hann kemur til okkur. Ég er hæfilega bjartsýnn á að fá Guðjón til starfa hjá okkur," sagði Jónas. Fréttablaðið náði í skottið á Guðjóni í gær en hann er staddur á Englandi. Við spurðum hann út í stöðu mála. "Ég hef talað við Grindavík og rætt málin við þá. Þær viðræður eru ekki komnar á neitt alvarlegt stig en Grindavík er vissulega kostur í stöðunni," sagði Guðjón og bætti við að annars væri lítið annað um málið að segja. Hann sagði lítið að gerast á leikmannamarkaðnum á Englandi og að hann hefði ekki rætt við nein félög þar í landi upp á síðkastið. Grindavík er ekki eina liðið á Íslandi sem hefur rætt við Guðjón síðustu vikur því hann var einnig í sambandi við KR-inga áður en þeir réðu Magnús Gylfason. "Ég talaði aðeins við KR-ingana enda þekki ég menn eins og Jónas Kristinsson þar frá því ég starfaði fyrir félagið á sínum tíma," sagði Guðjón en Jónas Kristinsson, formaður KR-Sports, hefur neitað því að hafa rætt við Guðjón um að taka starfið að sér. Því var Guðjón spurður að því hvort það hefði verið rætt að hann tæki að sér þjálfun liðsins? "Það var hluti af því sem við ræddum um. Það fór samt aldrei á neitt stig. Annars á ég oft gott spjall við KR-inga um ýmislegt. Samt aðallega um fótbolta enda eru þeir KR-ingar sem ég þekki mjög áhugasamir um fótbolta," sagði Guðjón en hefði hann viljað taka að sér KR-liðið? "Alveg eins. Ef maður kemur til Íslands til þess að starfa þá eru ákveðnir möguleikar í stöðunni en þjálfarastaðan hjá KR er ekkert meira spennandi en hvað annað," sagði Guðjón Þórðarson.
Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var grátið aðeins“ Sport Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Erlangen staðfestir komu Andra Handbolti Fleiri fréttir Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Stærsta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Sjá meira